Fimmtán hendur á loft 21. október 2004 00:01 Gjörvöll borgarstjórn Reykjavíkur var sammála á fundi sínum á þriðjudag og heyrir það til sérstakra tíðinda þar sem yfirleitt er gjá, jafnvel hyldjúp, á milli andstæðra fylkinga á þeim bænum. Borgarfulltrúarnir fimmtán greiddu allir sem einn atkvæði með tillögu um áskorun til ríkisstjórnarinnar um að vinna í góðu samstarfi við sveitarfélögin að því að efla tekjustofna þeirra. Upphaflega bar Margrét Sverrisdóttir, Frjálslynda flokknum og óháðum, tillöguna fram en Árna Þór Sigurðssyni, Reykjavíkurlistanum, þótti ástæða til að umorða hana og í kjölfar þess var hún samþykkt. Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson, Sjálfstæðisflokki, segir það koma fyrir nokkrum sinnum að allir séu sammála í borgarstjórn og rifjar upp að fyrir um tveimur árum hafi meiri- og minnihluti samþykkt tvær tillögur hans sjálfs, annars vegar um opnun sjóminjasafns í borginni og hins vegar um að borgin félli frá kauprétti á félagslegum íbúðum á fyrir fram ákveðnu verði. Í staðinn fá seljendur markaðsverð fyrir íbúðirnar. "Það er nú ekki alltaf bullandi ágreiningur," segir Vilhjálmur og bendir að auki á að innan nefnda og ráða borgarinnar, t.d. í borgarráði, séu mál oft afgreidd einróma. Engu að síður heyrir til undantekninga að mál séu afgreidd með fimmtán samhljóða atkvæðum í borgarstjórninni sjálfri og þurfti Vilhjálmur t.d. að fara tvö ár aftur í tímann til að rifja upp það skipti sem það gerðist síðast. En ekki eru allir alltaf á móti, oft kjósa stjórnarandstæðingar að sitja hjá. "Við gerum það þegar þurfa þykir, t.d. í málum sem varða fjármál, þau eru þá algjörlega á ábyrgð meirihlutans. Þetta tíðkaðist líka þegar við sjálfstæðismenn vorum í meirihluta, þá sat minnihlutinn oft hjá," segir borgarfulltrúinn. Borgarstjórn Fréttir Innlent Mest lesið Viðbrögð við ákvörðun Þórðar: „Þetta er mikil synd“ Innlent Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Innlent Þórður Snær mun ekki taka þingsæti Innlent Tíu ungbörn létust og sextán særðust í eldsvoða á nýburadeild Erlent „Ég hafna þessari gagnrýni algjörlega“ Innlent Rússar segja til hvers annars líkt og á tímum Stalíns Erlent Vélsleðaslys í Langjökli Innlent Telur útfærslu kennara á verkföllum ekki líklega til árangurs Innlent Fleiri fréttir Fólk ofmeti áhrif einstakra mála og frambjóðenda á kjósendur Ari Eldjárn lofar að hætta að segja „beisiklí“ Gengur upp og niður Garðskagavita í eitt ár Telur útfærslu kennara á verkföllum ekki líklega til árangurs Rýnt í ákvörðun Þórðar Snæs og kjaradeilu kennara Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Nokkuð öflugur skjálfti í Bárðarbungu Vélsleðaslys í Langjökli Viðbrögð við ákvörðun Þórðar: „Þetta er mikil synd“ Meirihluti telur stjórnvöld gera of lítið til að draga úr losun Lyfjapokar úr gömlum gardínum og borðdúkum á Selfossi „Þessi ákvörðun var tekin að frumkvæði Þórðar“ Staðan ólík því sem sést í Bandaríkjunum enda fylgið á fleygiferð #ÉgKýs: Kosningafundur ungs fólks „Ég hafna þessari gagnrýni algjörlega“ Þórður Snær mun ekki taka þingsæti Ráðherra hafnar gagnrýni og óvissa um tónleika á Hvalasafninu Samningur undirritaður um augnlækningar á Austurlandi Þingmaður Pírata vill í kærunefnd útlendingamála Segir fund ráðherra og lögreglustjóra til marks um spillingu Ný geðdeildarbygging utan Hringbrautarlóðar Milljónir ekki komið til Íslands þótt þær gætu það Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð „Ég er ekkert búin að læra“ Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Rýnt í kannanir og tendrun jólatrés í Hafnarfirði Alma verði heilbrigðisráðherra í stjórn Kristrúnar Sjá meira
Gjörvöll borgarstjórn Reykjavíkur var sammála á fundi sínum á þriðjudag og heyrir það til sérstakra tíðinda þar sem yfirleitt er gjá, jafnvel hyldjúp, á milli andstæðra fylkinga á þeim bænum. Borgarfulltrúarnir fimmtán greiddu allir sem einn atkvæði með tillögu um áskorun til ríkisstjórnarinnar um að vinna í góðu samstarfi við sveitarfélögin að því að efla tekjustofna þeirra. Upphaflega bar Margrét Sverrisdóttir, Frjálslynda flokknum og óháðum, tillöguna fram en Árna Þór Sigurðssyni, Reykjavíkurlistanum, þótti ástæða til að umorða hana og í kjölfar þess var hún samþykkt. Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson, Sjálfstæðisflokki, segir það koma fyrir nokkrum sinnum að allir séu sammála í borgarstjórn og rifjar upp að fyrir um tveimur árum hafi meiri- og minnihluti samþykkt tvær tillögur hans sjálfs, annars vegar um opnun sjóminjasafns í borginni og hins vegar um að borgin félli frá kauprétti á félagslegum íbúðum á fyrir fram ákveðnu verði. Í staðinn fá seljendur markaðsverð fyrir íbúðirnar. "Það er nú ekki alltaf bullandi ágreiningur," segir Vilhjálmur og bendir að auki á að innan nefnda og ráða borgarinnar, t.d. í borgarráði, séu mál oft afgreidd einróma. Engu að síður heyrir til undantekninga að mál séu afgreidd með fimmtán samhljóða atkvæðum í borgarstjórninni sjálfri og þurfti Vilhjálmur t.d. að fara tvö ár aftur í tímann til að rifja upp það skipti sem það gerðist síðast. En ekki eru allir alltaf á móti, oft kjósa stjórnarandstæðingar að sitja hjá. "Við gerum það þegar þurfa þykir, t.d. í málum sem varða fjármál, þau eru þá algjörlega á ábyrgð meirihlutans. Þetta tíðkaðist líka þegar við sjálfstæðismenn vorum í meirihluta, þá sat minnihlutinn oft hjá," segir borgarfulltrúinn.
Borgarstjórn Fréttir Innlent Mest lesið Viðbrögð við ákvörðun Þórðar: „Þetta er mikil synd“ Innlent Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Innlent Þórður Snær mun ekki taka þingsæti Innlent Tíu ungbörn létust og sextán særðust í eldsvoða á nýburadeild Erlent „Ég hafna þessari gagnrýni algjörlega“ Innlent Rússar segja til hvers annars líkt og á tímum Stalíns Erlent Vélsleðaslys í Langjökli Innlent Telur útfærslu kennara á verkföllum ekki líklega til árangurs Innlent Fleiri fréttir Fólk ofmeti áhrif einstakra mála og frambjóðenda á kjósendur Ari Eldjárn lofar að hætta að segja „beisiklí“ Gengur upp og niður Garðskagavita í eitt ár Telur útfærslu kennara á verkföllum ekki líklega til árangurs Rýnt í ákvörðun Þórðar Snæs og kjaradeilu kennara Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Nokkuð öflugur skjálfti í Bárðarbungu Vélsleðaslys í Langjökli Viðbrögð við ákvörðun Þórðar: „Þetta er mikil synd“ Meirihluti telur stjórnvöld gera of lítið til að draga úr losun Lyfjapokar úr gömlum gardínum og borðdúkum á Selfossi „Þessi ákvörðun var tekin að frumkvæði Þórðar“ Staðan ólík því sem sést í Bandaríkjunum enda fylgið á fleygiferð #ÉgKýs: Kosningafundur ungs fólks „Ég hafna þessari gagnrýni algjörlega“ Þórður Snær mun ekki taka þingsæti Ráðherra hafnar gagnrýni og óvissa um tónleika á Hvalasafninu Samningur undirritaður um augnlækningar á Austurlandi Þingmaður Pírata vill í kærunefnd útlendingamála Segir fund ráðherra og lögreglustjóra til marks um spillingu Ný geðdeildarbygging utan Hringbrautarlóðar Milljónir ekki komið til Íslands þótt þær gætu það Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð „Ég er ekkert búin að læra“ Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Rýnt í kannanir og tendrun jólatrés í Hafnarfirði Alma verði heilbrigðisráðherra í stjórn Kristrúnar Sjá meira