Íhuga að kæra vélhjólamann 21. október 2004 00:01 Jóhann R. Benediktsson, sýslumaður á Keflavíkurflugvelli, segir rétt að lögreglumaður undir hans stjórn hafi ekki kært vélhjólamann sem brákaði á honum nefið í handalögmálum sem urðu þegar maðurinn var handtekinn í desember síðastliðnum. "Ástæðan er að honum stóð stuggur af þessum mönnum," segir Jóhann en segir nú vera til skoðunar hvort embættið muni kæra. Vélhjólamaðurinn er meðlimur í vélhjólaklúbbnum Fáfni og var hann ásamt öðum Íslendingi og níu vítisenglum stöðvaður í Leifsstöð í desember. Maðurinn var handtekinn því hann neitaði að sýna skilríki við landamærin og í framhaldinu brákaði hann nef lögreglumannsins. Sami vélhjólamaður ruddist ásamt tveimur öðrum inn á ritstjórnarskrifstofur DV á miðvikudag. Þeir kröfðust þess að fá að tala við annan ritstjóra blaðsins og tóku fréttastjórann hálstaki. "Embættið getur auðvitað kært árásina en við förum kannski ekki fram með slík mál í andstöðu við viðkomandi starfsmann en það er til skoðunar," segir Jóhann. Jafnframt segir hann ekki að ástæðulausu að verið sé að efla sérsveit lögreglunnar og vonast hann til að tólf sérsveitarmenn verði innan hans embættis í fyllingu tímans eins og áætlað er. "Þessir hópar eru að verða harðsvíraðri og við þurfum betur þjálfaða og öflugri lögreglumenn til að takast á við þá. Ég skal viðurkenna að það er ekki sérstaklega þægilegt að opinbera að árásin í desember hafi ekki verið kærð og munu sjálfsagt einhverjir túlka það sem veikleikamerki. Staðreyndin er hins vegar sú að það er ekki nokkurn bilbug að finna á lögreglunni heldur er verið að styrkja hana til að taka á þessu af fullri festu," segir Jóhann. Þá segist hann gjarnan vilja sjá lögreglu fá auknar heimildir til aðgerða eins og dómsmálaráðherra lagði til í vor um auknar hlerunarheimildir en þær mættu andstöðu á þingi. Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið „Hvers konar hrokasvar er þetta?“ Innlent „Eins og við séum gleymd, bara einhver skóli úti á landi“ Innlent „Hálfur millimetri í aðra hvora áttina, þá hefði hann ekki lifað af“ Innlent Áfallið mikið en „svo er bara að bretta upp ermar“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Upplifir mikið vonleysi og gengur á sumarfrísdagana Innlent Þúsundir hænsna drápust í bruna á eggjabúi við Voga Innlent Nýr prófastur ætlar ekki að hætta með kindurnar sínar Innlent Segir verkföll ekki mismuna börnum Innlent Formaður Kennarasambandsins svarar gagnrýni Innlent Fleiri fréttir Þrír fluttir á sjúkrahús Þyrlan kölluð út vegna umferðarslyss við Þrastarlund Brynjar verður ekki í stjórn Mannréttindastofnunar Segir verkföll ekki mismuna börnum Upplifir mikið vonleysi og gengur á sumarfrísdagana Formaður Kennarasambandsins svarar gagnrýni „Hvers konar hrokasvar er þetta?“ Bein útsending: Frambjóðendur ræða listir og menningu Vinstri græn kynna áherslumál sín fyrir kosningarnar „Eins og við séum gleymd, bara einhver skóli úti á landi“ Nýr prófastur ætlar ekki að hætta með kindurnar sínar Fimmtán prósent allra hænsna á búinu drápust Áfallið mikið en „svo er bara að bretta upp ermar“ Tryggingagjald, andstæðir pólar og orkuskipti í Sprengisandi Hiti í fólki í miðbænum á kaldri sunnudagsnóttu Þúsundir hænsna drápust í bruna á eggjabúi við Voga „Hálfur millimetri í aðra hvora áttina, þá hefði hann ekki lifað af“ „Einkennilegt að vera með örhóp í verkfalli“ Kveikt í uppstilltum bílflökum til að líkja eftir brotlentri flugvél Fólk ofmeti áhrif einstakra mála og frambjóðenda á kjósendur Ari Eldjárn lofar að hætta að segja „beisiklí“ Gengur upp og niður Garðskagavita í eitt ár Telur útfærslu kennara á verkföllum ekki líklega til árangurs Rýnt í ákvörðun Þórðar Snæs og kjaradeilu kennara Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Nokkuð öflugur skjálfti í Bárðarbungu Vélsleðaslys í Langjökli Viðbrögð við ákvörðun Þórðar: „Þetta er mikil synd“ Meirihluti telur stjórnvöld gera of lítið til að draga úr losun Lyfjapokar úr gömlum gardínum og borðdúkum á Selfossi Sjá meira
Jóhann R. Benediktsson, sýslumaður á Keflavíkurflugvelli, segir rétt að lögreglumaður undir hans stjórn hafi ekki kært vélhjólamann sem brákaði á honum nefið í handalögmálum sem urðu þegar maðurinn var handtekinn í desember síðastliðnum. "Ástæðan er að honum stóð stuggur af þessum mönnum," segir Jóhann en segir nú vera til skoðunar hvort embættið muni kæra. Vélhjólamaðurinn er meðlimur í vélhjólaklúbbnum Fáfni og var hann ásamt öðum Íslendingi og níu vítisenglum stöðvaður í Leifsstöð í desember. Maðurinn var handtekinn því hann neitaði að sýna skilríki við landamærin og í framhaldinu brákaði hann nef lögreglumannsins. Sami vélhjólamaður ruddist ásamt tveimur öðrum inn á ritstjórnarskrifstofur DV á miðvikudag. Þeir kröfðust þess að fá að tala við annan ritstjóra blaðsins og tóku fréttastjórann hálstaki. "Embættið getur auðvitað kært árásina en við förum kannski ekki fram með slík mál í andstöðu við viðkomandi starfsmann en það er til skoðunar," segir Jóhann. Jafnframt segir hann ekki að ástæðulausu að verið sé að efla sérsveit lögreglunnar og vonast hann til að tólf sérsveitarmenn verði innan hans embættis í fyllingu tímans eins og áætlað er. "Þessir hópar eru að verða harðsvíraðri og við þurfum betur þjálfaða og öflugri lögreglumenn til að takast á við þá. Ég skal viðurkenna að það er ekki sérstaklega þægilegt að opinbera að árásin í desember hafi ekki verið kærð og munu sjálfsagt einhverjir túlka það sem veikleikamerki. Staðreyndin er hins vegar sú að það er ekki nokkurn bilbug að finna á lögreglunni heldur er verið að styrkja hana til að taka á þessu af fullri festu," segir Jóhann. Þá segist hann gjarnan vilja sjá lögreglu fá auknar heimildir til aðgerða eins og dómsmálaráðherra lagði til í vor um auknar hlerunarheimildir en þær mættu andstöðu á þingi.
Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið „Hvers konar hrokasvar er þetta?“ Innlent „Eins og við séum gleymd, bara einhver skóli úti á landi“ Innlent „Hálfur millimetri í aðra hvora áttina, þá hefði hann ekki lifað af“ Innlent Áfallið mikið en „svo er bara að bretta upp ermar“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Upplifir mikið vonleysi og gengur á sumarfrísdagana Innlent Þúsundir hænsna drápust í bruna á eggjabúi við Voga Innlent Nýr prófastur ætlar ekki að hætta með kindurnar sínar Innlent Segir verkföll ekki mismuna börnum Innlent Formaður Kennarasambandsins svarar gagnrýni Innlent Fleiri fréttir Þrír fluttir á sjúkrahús Þyrlan kölluð út vegna umferðarslyss við Þrastarlund Brynjar verður ekki í stjórn Mannréttindastofnunar Segir verkföll ekki mismuna börnum Upplifir mikið vonleysi og gengur á sumarfrísdagana Formaður Kennarasambandsins svarar gagnrýni „Hvers konar hrokasvar er þetta?“ Bein útsending: Frambjóðendur ræða listir og menningu Vinstri græn kynna áherslumál sín fyrir kosningarnar „Eins og við séum gleymd, bara einhver skóli úti á landi“ Nýr prófastur ætlar ekki að hætta með kindurnar sínar Fimmtán prósent allra hænsna á búinu drápust Áfallið mikið en „svo er bara að bretta upp ermar“ Tryggingagjald, andstæðir pólar og orkuskipti í Sprengisandi Hiti í fólki í miðbænum á kaldri sunnudagsnóttu Þúsundir hænsna drápust í bruna á eggjabúi við Voga „Hálfur millimetri í aðra hvora áttina, þá hefði hann ekki lifað af“ „Einkennilegt að vera með örhóp í verkfalli“ Kveikt í uppstilltum bílflökum til að líkja eftir brotlentri flugvél Fólk ofmeti áhrif einstakra mála og frambjóðenda á kjósendur Ari Eldjárn lofar að hætta að segja „beisiklí“ Gengur upp og niður Garðskagavita í eitt ár Telur útfærslu kennara á verkföllum ekki líklega til árangurs Rýnt í ákvörðun Þórðar Snæs og kjaradeilu kennara Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Nokkuð öflugur skjálfti í Bárðarbungu Vélsleðaslys í Langjökli Viðbrögð við ákvörðun Þórðar: „Þetta er mikil synd“ Meirihluti telur stjórnvöld gera of lítið til að draga úr losun Lyfjapokar úr gömlum gardínum og borðdúkum á Selfossi Sjá meira