Samkeppnisyfirvöld gagnrýnd 20. október 2004 00:01 Samkeppnisráði hefur verið sent bréf þar sem Olíufélögin óska eftir skýringum á ýmsum atriðum sem ástæða þótti að gera athugasemdir við í kjölfar fundar félaganna með Samkeppnisráði á mánudaginn var, samkvæmt heimildum Fréttablaðsins. Olíufélögin telja ástæðu til að gagnrýna málsmeðferð Samkeppnisstofnunar vegna rannsóknar á meintu samráði félaganna á árunum 1993-2001. Fundurinn á mánudaginn var svokölluð reifun, þar sem olíufélögunum gafst færi á að tjá sig munnlega fyrir Samkeppnisráði. Þótti olíufélögunum gagnrýnivert að reifuninni lokinni sátu starfsmenn Samkeppnisstofnunar fund með Samkeppnisráði þar sem ræða átti lokaniðurstöðu málsins og úrskurð Samkeppnisráðs. Einnig þótti olíufélögunum ástæða til að spyrjast fyrir um hvaða gögn Samkeppnisráð væri með undir höndum því við reifunina hafi virst sem Samkeppnisráð hafi vantað gögn úr andmælunum sem olíufélögin skiluðu inn skriflega. Einnig hafi ráðið haft undir höndum gögn er ekki voru í andmælunum. Ásgeir Einarsson, yfirlögfræðingur Samkeppnisstofnunar, neitar því að Samkeppnisráð hafi ekki verið afhent öll þau gögn er fram komu í andmælunum. "Samkeppnisráð hefur við úrlausn málsins undir höndum öll gögn, þar á meðal eintök af andmælum félaganna," segir Ásgeir. Varðandi gagnrýni olíufélaganna á óeðlilegt samstarf Samkeppnisstofnunar og Samkeppnisráðs við úrskurð málsins segir Ásgeir: "Eins og áfrýjunarnefnd samkeppnismála hefur bent á og dómstólar staðfest eru Samkeppnisstofnun og Samkeppnisráð aðilar sem ber að vinna sameiginlega að rannsókn og ákvörðun í samkeppnismálum en eru ekki aðskilin stjórnvöld. Samkeppnisráð tekur ákvörðun á fyrsta stjórnsýslustigi en samkvæmt samkeppnislögum annast Samkeppnisstofnun dagleg störf ráðsins og undirbýr mál sem lögð eru fyrir Samkeppnisráð," segir Ásgeir. Olíufélögin benda á að í dómsniðurstöðum héraðsdóms í grænmetismálinu svokallaða hafi dómnum þótt ástæða til að gagnrýna málsmeðferð Samkeppnisstofnunar og hafi sagt hana "fara nokkuð á sveig við viðurkennd sjónarmið um óhlutdrægni og jafnræði." Beinist gagnrýni olíufélaganna því að sömu vinnubrögðum og héraðsdómur gerði athugasemdir við. Héraðsdómur segir það fela í sér "hættulega hlutdrægni" að sömu starfsmenn Samkeppnisstofnunar vinni að rannsókn máls og ákveði hvaða þættir þess komi til ákvörðunar Samkeppnisráðs. Olíufélögin benda á að hæstiréttur gerði ekki athugasemdir við sjónarmið héraðsdóms varðandi þetta. Fréttir Innlent Samráð olíufélaga Mest lesið Viðbrögð við ákvörðun Þórðar: „Þetta er mikil synd“ Innlent Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Þórður Snær mun ekki taka þingsæti Innlent Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Innlent Tíu ungbörn létust og sextán særðust í eldsvoða á nýburadeild Erlent „Ég hafna þessari gagnrýni algjörlega“ Innlent Rússar segja til hvers annars líkt og á tímum Stalíns Erlent Vélsleðaslys í Langjökli Innlent Segir fund ráðherra og lögreglustjóra til marks um spillingu Innlent Fleiri fréttir Gengur upp og niður Garðskagavita í eitt ár Telur útfærslu kennara á verkföllum ekki líklega til árangurs Rýnt í ákvörðun Þórðar Snæs og kjaradeilu kennara Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Nokkuð öflugur skjálfti í Bárðarbungu Vélsleðaslys í Langjökli Viðbrögð við ákvörðun Þórðar: „Þetta er mikil synd“ Meirihluti telur stjórnvöld gera of lítið til að draga úr losun Lyfjapokar úr gömlum gardínum og borðdúkum á Selfossi „Þessi ákvörðun var tekin að frumkvæði Þórðar“ Staðan ólík því sem sést í Bandaríkjunum enda fylgið á fleygiferð #ÉgKýs: Kosningafundur ungs fólks „Ég hafna þessari gagnrýni algjörlega“ Þórður Snær mun ekki taka þingsæti Ráðherra hafnar gagnrýni og óvissa um tónleika á Hvalasafninu Samningur undirritaður um augnlækningar á Austurlandi Þingmaður Pírata vill í kærunefnd útlendingamála Segir fund ráðherra og lögreglustjóra til marks um spillingu Ný geðdeildarbygging utan Hringbrautarlóðar Milljónir ekki komið til Íslands þótt þær gætu það Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð „Ég er ekkert búin að læra“ Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Rýnt í kannanir og tendrun jólatrés í Hafnarfirði Alma verði heilbrigðisráðherra í stjórn Kristrúnar Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Sjá meira
Samkeppnisráði hefur verið sent bréf þar sem Olíufélögin óska eftir skýringum á ýmsum atriðum sem ástæða þótti að gera athugasemdir við í kjölfar fundar félaganna með Samkeppnisráði á mánudaginn var, samkvæmt heimildum Fréttablaðsins. Olíufélögin telja ástæðu til að gagnrýna málsmeðferð Samkeppnisstofnunar vegna rannsóknar á meintu samráði félaganna á árunum 1993-2001. Fundurinn á mánudaginn var svokölluð reifun, þar sem olíufélögunum gafst færi á að tjá sig munnlega fyrir Samkeppnisráði. Þótti olíufélögunum gagnrýnivert að reifuninni lokinni sátu starfsmenn Samkeppnisstofnunar fund með Samkeppnisráði þar sem ræða átti lokaniðurstöðu málsins og úrskurð Samkeppnisráðs. Einnig þótti olíufélögunum ástæða til að spyrjast fyrir um hvaða gögn Samkeppnisráð væri með undir höndum því við reifunina hafi virst sem Samkeppnisráð hafi vantað gögn úr andmælunum sem olíufélögin skiluðu inn skriflega. Einnig hafi ráðið haft undir höndum gögn er ekki voru í andmælunum. Ásgeir Einarsson, yfirlögfræðingur Samkeppnisstofnunar, neitar því að Samkeppnisráð hafi ekki verið afhent öll þau gögn er fram komu í andmælunum. "Samkeppnisráð hefur við úrlausn málsins undir höndum öll gögn, þar á meðal eintök af andmælum félaganna," segir Ásgeir. Varðandi gagnrýni olíufélaganna á óeðlilegt samstarf Samkeppnisstofnunar og Samkeppnisráðs við úrskurð málsins segir Ásgeir: "Eins og áfrýjunarnefnd samkeppnismála hefur bent á og dómstólar staðfest eru Samkeppnisstofnun og Samkeppnisráð aðilar sem ber að vinna sameiginlega að rannsókn og ákvörðun í samkeppnismálum en eru ekki aðskilin stjórnvöld. Samkeppnisráð tekur ákvörðun á fyrsta stjórnsýslustigi en samkvæmt samkeppnislögum annast Samkeppnisstofnun dagleg störf ráðsins og undirbýr mál sem lögð eru fyrir Samkeppnisráð," segir Ásgeir. Olíufélögin benda á að í dómsniðurstöðum héraðsdóms í grænmetismálinu svokallaða hafi dómnum þótt ástæða til að gagnrýna málsmeðferð Samkeppnisstofnunar og hafi sagt hana "fara nokkuð á sveig við viðurkennd sjónarmið um óhlutdrægni og jafnræði." Beinist gagnrýni olíufélaganna því að sömu vinnubrögðum og héraðsdómur gerði athugasemdir við. Héraðsdómur segir það fela í sér "hættulega hlutdrægni" að sömu starfsmenn Samkeppnisstofnunar vinni að rannsókn máls og ákveði hvaða þættir þess komi til ákvörðunar Samkeppnisráðs. Olíufélögin benda á að hæstiréttur gerði ekki athugasemdir við sjónarmið héraðsdóms varðandi þetta.
Fréttir Innlent Samráð olíufélaga Mest lesið Viðbrögð við ákvörðun Þórðar: „Þetta er mikil synd“ Innlent Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Þórður Snær mun ekki taka þingsæti Innlent Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Innlent Tíu ungbörn létust og sextán særðust í eldsvoða á nýburadeild Erlent „Ég hafna þessari gagnrýni algjörlega“ Innlent Rússar segja til hvers annars líkt og á tímum Stalíns Erlent Vélsleðaslys í Langjökli Innlent Segir fund ráðherra og lögreglustjóra til marks um spillingu Innlent Fleiri fréttir Gengur upp og niður Garðskagavita í eitt ár Telur útfærslu kennara á verkföllum ekki líklega til árangurs Rýnt í ákvörðun Þórðar Snæs og kjaradeilu kennara Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Nokkuð öflugur skjálfti í Bárðarbungu Vélsleðaslys í Langjökli Viðbrögð við ákvörðun Þórðar: „Þetta er mikil synd“ Meirihluti telur stjórnvöld gera of lítið til að draga úr losun Lyfjapokar úr gömlum gardínum og borðdúkum á Selfossi „Þessi ákvörðun var tekin að frumkvæði Þórðar“ Staðan ólík því sem sést í Bandaríkjunum enda fylgið á fleygiferð #ÉgKýs: Kosningafundur ungs fólks „Ég hafna þessari gagnrýni algjörlega“ Þórður Snær mun ekki taka þingsæti Ráðherra hafnar gagnrýni og óvissa um tónleika á Hvalasafninu Samningur undirritaður um augnlækningar á Austurlandi Þingmaður Pírata vill í kærunefnd útlendingamála Segir fund ráðherra og lögreglustjóra til marks um spillingu Ný geðdeildarbygging utan Hringbrautarlóðar Milljónir ekki komið til Íslands þótt þær gætu það Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð „Ég er ekkert búin að læra“ Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Rýnt í kannanir og tendrun jólatrés í Hafnarfirði Alma verði heilbrigðisráðherra í stjórn Kristrúnar Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Sjá meira