Um sjálfhverfa þingmenn Valgerður Bjarnadóttir skrifar 19. október 2004 00:01 Kostir þess að vera ekki á þingi - Valgerður Bjarnadóttir Er ekki stjórnarandstaðan óþörf? Eitthvað í þá áttina spurði þáttastjórnandinn og rétt á eftir sagði einn gesturinn að varaformaður næststærsta stjórnmálaflokks landsins hefði enga pólitíska stöðu, enga pólitíska aðkomu, vegna þess að hún væri ekki á þingi. Við erum orðin svo gegnsósa af atvinnupólitíkusum og valdhyggju að jafnvel sá maður sem hefur það að atvinnu að stefna saman fólki til að velta fyrir sér þjóðmálunum lætur sér detta í hug að stjórnarandstaða eigi ekki erindi. Og stjórnmálamennirnir sjálfir halda að þingmenn einir geti haft pólitískar skoðanir og boðað það fagnaðerindi. Vissulega geta þingmenn einir greitt atkvæði um lög og lagt fram tillögur á þingi, en þeir eru þar ekki fyrir sig sjálfa heldur í umboði okkar hinna og ættu að haga sér samkvæmt því. Það kæmi mér ekki á óvart að einhvern tímann kæmi í ljós að það er kannski helsti styrkur stjórnarandstöðunnar núna að einn sterkasti leiðtogi hennar er ekki á þingi. Ég segi þetta vegna þess að svo virðist sem margt fólk gangi í björg þegar það fer að vinna í steinhúsinu við Austurvöll. Það getur enginn með fullu viti neitað því að ríkisstjórnin og atvinnustjórnmálamenn þurftu að láta í minni pokann í sumar. Þó stjórnarandstaðan fegin vildi þakka sér útkomuna sem varð í fjölmiðlamálinu getur hún það ekki, því það var einfaldlega fólkið sem gerði uppreisn og forsetinn notaði það vald sem hann hefur, að því er ég held að mjög vandlega athuguðu máli og þegar hann þóttist fullviss um að með aðgerð sinni væri hann ekki að ganga erinda stjórnarandstöðunnar heldur fólksins í landinu. Reyndar má segja að forysta stjórnarandstöðunnar hafi hagað sér alveg eins og forysta ríkisstjórnarflokkanna. Við munum öll eftir því að fjölmiðlafrumvarpið tók breytingum í meðförum þingins, það var ekki af því að þingmenn breyttu því heldur vegna þess að Davíð og Halldór ákváðu að breyta því. Og hvað gerðu forystumenn stjórnarandstöðunnar? Þeir tóku sér sæti í allsherjarnefndinni og þá kom í ljós traustið sem þeir hafa á samverkamönnunum og samstarfsfólkinu, mamma mia ! Er einhver munur á þessu og foringjaræðinu í ríkisstjórninni, ég sé engan mun þar á. Sama viðhorfið endurspeglast með viðhorfinu til nýju fjölmiðlanefndarinnar, þegar stjórnarandstaðan mótmælti vegna þess að ekki áttu allir flokkarnir að fá sæti í nefndinni. Allir flokkarnir hvað, ætla menn að flytja þingstarfið í þessa nefnd? Ætla þingflokkarnir að skipa sjálfa sig í nefndina? Og til hvers er þá þingið? Einmitt vegna þess að þingmenn líta á sig sem sérstakan þjóðflokk sem hefur einkaleyfi til að fjalla um stjórnmál er gott að einn sterkasti stjórnmálamaður landsins sitji ekki á þingi. Þegar þessi varafomaður er kominn á þing eru allar líkur á því að hún hafi meiri skilning á þeirri nauðsyn að horfa til allra átta en ekki bara inn í þingsalinn. Enn eitt dæmi um sjálfhverfu þingmanna og í þetta skipti ekki stjórnarþingmanna heldur sitja Samfylkingarþingmenn einir í þeirri súpu. Sá þingflokkur lagði fram tillögur á dögunum um endurskoðun stjórnarskrárinnar. Það er hið besta mál, en hvernig er lagt til að staðið verði að þessu mikilsverða og áríðandi máli? Jú, það á að skipa nefnd sem skipuð er fulltrúum allra þingflokka. Enn og aftur þingflokkar hér og þingflokkar þar. Ég hefði viljað sjá tillögur þar sem lagt er til að sett verði stjórnlagaþing þar sem fulltrúar þjóðarinnar væru en ekki fulltrúar þingflokka. Það má hugsa sér ýmsar aðferðir til að velja á slíkt þing, tölvuúrtak úr þjóðskrá gæti verið ein. Stjórnarskráin er nefnilega ekki einkamál þingmanna heldur mál allrar þjóðarinnar. Fullt af fólki sem hefur eindregnar skoðanir á því þjóðfélagi sem við búum í og hvernig stjórnarskráin á að líta út hefur alls engan áhuga á því að vera í þingflokki. Af hverju er ekki gerð minnsta tilraun til að heyra raddir venjulegs fólks um þetta mál? Við eigum betra skilið en þessa sjálfhverfu stjórnmálamenn. Við þurfum stjórnmálamenn sem hlusta meira og tala minna. Stjórnmálamaður sem ekki situr á þingi er líklegri en hinir til að skilja þetta, þess vegna held ég að það sé kannski gæfa Samfylkingarinnar að varaformaðurinn er ekki á þingi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fastir pennar Valgerður Bjarnadóttir Mest lesið Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir Skoðun Kennari í verkfalli Hólmfríður Þorgeirsdóttir Skoðun Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun Verðbólga í boði Viðreisnar Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Neglum niður vextina Kristrún Frostadóttir Skoðun Ekki láta kaupa atkvæði þitt Alexandra Briem Skoðun Krónur, evrur og fullveldi Bjarni Benediktsson Skoðun Ísland 2074 Kjartan Magnússon Skoðun 200 þúsund til að búa í fatahengi LOL Derek T. Allen Skoðun
Kostir þess að vera ekki á þingi - Valgerður Bjarnadóttir Er ekki stjórnarandstaðan óþörf? Eitthvað í þá áttina spurði þáttastjórnandinn og rétt á eftir sagði einn gesturinn að varaformaður næststærsta stjórnmálaflokks landsins hefði enga pólitíska stöðu, enga pólitíska aðkomu, vegna þess að hún væri ekki á þingi. Við erum orðin svo gegnsósa af atvinnupólitíkusum og valdhyggju að jafnvel sá maður sem hefur það að atvinnu að stefna saman fólki til að velta fyrir sér þjóðmálunum lætur sér detta í hug að stjórnarandstaða eigi ekki erindi. Og stjórnmálamennirnir sjálfir halda að þingmenn einir geti haft pólitískar skoðanir og boðað það fagnaðerindi. Vissulega geta þingmenn einir greitt atkvæði um lög og lagt fram tillögur á þingi, en þeir eru þar ekki fyrir sig sjálfa heldur í umboði okkar hinna og ættu að haga sér samkvæmt því. Það kæmi mér ekki á óvart að einhvern tímann kæmi í ljós að það er kannski helsti styrkur stjórnarandstöðunnar núna að einn sterkasti leiðtogi hennar er ekki á þingi. Ég segi þetta vegna þess að svo virðist sem margt fólk gangi í björg þegar það fer að vinna í steinhúsinu við Austurvöll. Það getur enginn með fullu viti neitað því að ríkisstjórnin og atvinnustjórnmálamenn þurftu að láta í minni pokann í sumar. Þó stjórnarandstaðan fegin vildi þakka sér útkomuna sem varð í fjölmiðlamálinu getur hún það ekki, því það var einfaldlega fólkið sem gerði uppreisn og forsetinn notaði það vald sem hann hefur, að því er ég held að mjög vandlega athuguðu máli og þegar hann þóttist fullviss um að með aðgerð sinni væri hann ekki að ganga erinda stjórnarandstöðunnar heldur fólksins í landinu. Reyndar má segja að forysta stjórnarandstöðunnar hafi hagað sér alveg eins og forysta ríkisstjórnarflokkanna. Við munum öll eftir því að fjölmiðlafrumvarpið tók breytingum í meðförum þingins, það var ekki af því að þingmenn breyttu því heldur vegna þess að Davíð og Halldór ákváðu að breyta því. Og hvað gerðu forystumenn stjórnarandstöðunnar? Þeir tóku sér sæti í allsherjarnefndinni og þá kom í ljós traustið sem þeir hafa á samverkamönnunum og samstarfsfólkinu, mamma mia ! Er einhver munur á þessu og foringjaræðinu í ríkisstjórninni, ég sé engan mun þar á. Sama viðhorfið endurspeglast með viðhorfinu til nýju fjölmiðlanefndarinnar, þegar stjórnarandstaðan mótmælti vegna þess að ekki áttu allir flokkarnir að fá sæti í nefndinni. Allir flokkarnir hvað, ætla menn að flytja þingstarfið í þessa nefnd? Ætla þingflokkarnir að skipa sjálfa sig í nefndina? Og til hvers er þá þingið? Einmitt vegna þess að þingmenn líta á sig sem sérstakan þjóðflokk sem hefur einkaleyfi til að fjalla um stjórnmál er gott að einn sterkasti stjórnmálamaður landsins sitji ekki á þingi. Þegar þessi varafomaður er kominn á þing eru allar líkur á því að hún hafi meiri skilning á þeirri nauðsyn að horfa til allra átta en ekki bara inn í þingsalinn. Enn eitt dæmi um sjálfhverfu þingmanna og í þetta skipti ekki stjórnarþingmanna heldur sitja Samfylkingarþingmenn einir í þeirri súpu. Sá þingflokkur lagði fram tillögur á dögunum um endurskoðun stjórnarskrárinnar. Það er hið besta mál, en hvernig er lagt til að staðið verði að þessu mikilsverða og áríðandi máli? Jú, það á að skipa nefnd sem skipuð er fulltrúum allra þingflokka. Enn og aftur þingflokkar hér og þingflokkar þar. Ég hefði viljað sjá tillögur þar sem lagt er til að sett verði stjórnlagaþing þar sem fulltrúar þjóðarinnar væru en ekki fulltrúar þingflokka. Það má hugsa sér ýmsar aðferðir til að velja á slíkt þing, tölvuúrtak úr þjóðskrá gæti verið ein. Stjórnarskráin er nefnilega ekki einkamál þingmanna heldur mál allrar þjóðarinnar. Fullt af fólki sem hefur eindregnar skoðanir á því þjóðfélagi sem við búum í og hvernig stjórnarskráin á að líta út hefur alls engan áhuga á því að vera í þingflokki. Af hverju er ekki gerð minnsta tilraun til að heyra raddir venjulegs fólks um þetta mál? Við eigum betra skilið en þessa sjálfhverfu stjórnmálamenn. Við þurfum stjórnmálamenn sem hlusta meira og tala minna. Stjórnmálamaður sem ekki situr á þingi er líklegri en hinir til að skilja þetta, þess vegna held ég að það sé kannski gæfa Samfylkingarinnar að varaformaðurinn er ekki á þingi.
Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun
Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir Skoðun
Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun
Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun
Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir Skoðun
Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun