Tveir létust í bílveltu 10. október 2004 00:01 Tveir menn biðu bana og fimm slösuðust þegar jeppi valt á Þjórsárdalsvegi rétt ofan við afleggjarann að Skriðufelli í Skeiða- og Gnúpverjahreppi í gærmorgun. Sjö manns voru í bílnum, tveir eru taldir hafa látist samstundis og fimm voru sendir á sjúkrahús í Reykjavík. Tveir farþeganna slösuðust alvarlega og gekkst annar þeirra, kona, undir aðgerð vegna innvortis meiðsla. Henni var haldið sofandi í öndunarvél eftir aðgerðina. Tveir voru útskrifaðir af sjúkrahúsinu en sá þriðji var lagður inn en var ekki þungt haldinn. Tildrög slyssins eru óljós en lögreglunni á Selfossi barst tilkynning um slysið frá vegfaranda skömmu eftir klukkan 11. Fimm lögreglubílar, sjúkrabíll og bíll frá slökkviliðinu með klippur fóru á staðinn og óskað var eftir aðstoð Landhelgisgæslunnar sem sendi stærri björgunarþyrlu sína, TF-LÍF, í loftið klukkan 11:36. Lenti þyrlan á slysstað klukkan 12:07 og flutti tvo hinna slösuðu á Landspítala-háskólasjúkrahús í Fossvogi en hinir þrír voru fluttir með sjúkrabíl til Reykjavíkur. Enginn af hinum slösuðu var fastur í bifreiðinni og reyndist því ekki þörf á að beita klippum slökkviliðsins. Þeir sem létust voru íslenskur ökumaður bílsins og erlendur ferðamaður. Ökumaðurinn hét Þórarinn Björn Magnússon. Hann var 23 ára og til heimilis að Vatnsendabletti 6 í Kópavogi. Ekki er hægt að greina frá nafni erlenda ferðamannsins að svo stöddu. Lögreglan á Selfossi fer með rannsókn málsins en þegar Fréttablaðið fór í prentun í gærkvöldi var ekki ljóst um tildrög slyssins. Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið „Hvers konar hrokasvar er þetta?“ Innlent „Eins og við séum gleymd, bara einhver skóli úti á landi“ Innlent „Hálfur millimetri í aðra hvora áttina, þá hefði hann ekki lifað af“ Innlent Áfallið mikið en „svo er bara að bretta upp ermar“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Þúsundir hænsna drápust í bruna á eggjabúi við Voga Innlent Nýr prófastur ætlar ekki að hætta með kindurnar sínar Innlent Upplifir mikið vonleysi og gengur á sumarfrísdagana Innlent Formaður Kennarasambandsins svarar gagnrýni Innlent „Einkennilegt að vera með örhóp í verkfalli“ Innlent Fleiri fréttir Þyrlan kölluð út vegna umferðarslyss við Þrastarlund Brynjar verður ekki í stjórn Mannréttindastofnunar Segir verkföll ekki mismuna börnum Upplifir mikið vonleysi og gengur á sumarfrísdagana Formaður Kennarasambandsins svarar gagnrýni „Hvers konar hrokasvar er þetta?“ Bein útsending: Frambjóðendur ræða listir og menningu Vinstri græn kynna áherslumál sín fyrir kosningarnar „Eins og við séum gleymd, bara einhver skóli úti á landi“ Nýr prófastur ætlar ekki að hætta með kindurnar sínar Fimmtán prósent allra hænsna á búinu drápust Áfallið mikið en „svo er bara að bretta upp ermar“ Tryggingagjald, andstæðir pólar og orkuskipti í Sprengisandi Hiti í fólki í miðbænum á kaldri sunnudagsnóttu Þúsundir hænsna drápust í bruna á eggjabúi við Voga „Hálfur millimetri í aðra hvora áttina, þá hefði hann ekki lifað af“ „Einkennilegt að vera með örhóp í verkfalli“ Kveikt í uppstilltum bílflökum til að líkja eftir brotlentri flugvél Fólk ofmeti áhrif einstakra mála og frambjóðenda á kjósendur Ari Eldjárn lofar að hætta að segja „beisiklí“ Gengur upp og niður Garðskagavita í eitt ár Telur útfærslu kennara á verkföllum ekki líklega til árangurs Rýnt í ákvörðun Þórðar Snæs og kjaradeilu kennara Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Nokkuð öflugur skjálfti í Bárðarbungu Vélsleðaslys í Langjökli Viðbrögð við ákvörðun Þórðar: „Þetta er mikil synd“ Meirihluti telur stjórnvöld gera of lítið til að draga úr losun Lyfjapokar úr gömlum gardínum og borðdúkum á Selfossi „Þessi ákvörðun var tekin að frumkvæði Þórðar“ Sjá meira
Tveir menn biðu bana og fimm slösuðust þegar jeppi valt á Þjórsárdalsvegi rétt ofan við afleggjarann að Skriðufelli í Skeiða- og Gnúpverjahreppi í gærmorgun. Sjö manns voru í bílnum, tveir eru taldir hafa látist samstundis og fimm voru sendir á sjúkrahús í Reykjavík. Tveir farþeganna slösuðust alvarlega og gekkst annar þeirra, kona, undir aðgerð vegna innvortis meiðsla. Henni var haldið sofandi í öndunarvél eftir aðgerðina. Tveir voru útskrifaðir af sjúkrahúsinu en sá þriðji var lagður inn en var ekki þungt haldinn. Tildrög slyssins eru óljós en lögreglunni á Selfossi barst tilkynning um slysið frá vegfaranda skömmu eftir klukkan 11. Fimm lögreglubílar, sjúkrabíll og bíll frá slökkviliðinu með klippur fóru á staðinn og óskað var eftir aðstoð Landhelgisgæslunnar sem sendi stærri björgunarþyrlu sína, TF-LÍF, í loftið klukkan 11:36. Lenti þyrlan á slysstað klukkan 12:07 og flutti tvo hinna slösuðu á Landspítala-háskólasjúkrahús í Fossvogi en hinir þrír voru fluttir með sjúkrabíl til Reykjavíkur. Enginn af hinum slösuðu var fastur í bifreiðinni og reyndist því ekki þörf á að beita klippum slökkviliðsins. Þeir sem létust voru íslenskur ökumaður bílsins og erlendur ferðamaður. Ökumaðurinn hét Þórarinn Björn Magnússon. Hann var 23 ára og til heimilis að Vatnsendabletti 6 í Kópavogi. Ekki er hægt að greina frá nafni erlenda ferðamannsins að svo stöddu. Lögreglan á Selfossi fer með rannsókn málsins en þegar Fréttablaðið fór í prentun í gærkvöldi var ekki ljóst um tildrög slyssins.
Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið „Hvers konar hrokasvar er þetta?“ Innlent „Eins og við séum gleymd, bara einhver skóli úti á landi“ Innlent „Hálfur millimetri í aðra hvora áttina, þá hefði hann ekki lifað af“ Innlent Áfallið mikið en „svo er bara að bretta upp ermar“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Þúsundir hænsna drápust í bruna á eggjabúi við Voga Innlent Nýr prófastur ætlar ekki að hætta með kindurnar sínar Innlent Upplifir mikið vonleysi og gengur á sumarfrísdagana Innlent Formaður Kennarasambandsins svarar gagnrýni Innlent „Einkennilegt að vera með örhóp í verkfalli“ Innlent Fleiri fréttir Þyrlan kölluð út vegna umferðarslyss við Þrastarlund Brynjar verður ekki í stjórn Mannréttindastofnunar Segir verkföll ekki mismuna börnum Upplifir mikið vonleysi og gengur á sumarfrísdagana Formaður Kennarasambandsins svarar gagnrýni „Hvers konar hrokasvar er þetta?“ Bein útsending: Frambjóðendur ræða listir og menningu Vinstri græn kynna áherslumál sín fyrir kosningarnar „Eins og við séum gleymd, bara einhver skóli úti á landi“ Nýr prófastur ætlar ekki að hætta með kindurnar sínar Fimmtán prósent allra hænsna á búinu drápust Áfallið mikið en „svo er bara að bretta upp ermar“ Tryggingagjald, andstæðir pólar og orkuskipti í Sprengisandi Hiti í fólki í miðbænum á kaldri sunnudagsnóttu Þúsundir hænsna drápust í bruna á eggjabúi við Voga „Hálfur millimetri í aðra hvora áttina, þá hefði hann ekki lifað af“ „Einkennilegt að vera með örhóp í verkfalli“ Kveikt í uppstilltum bílflökum til að líkja eftir brotlentri flugvél Fólk ofmeti áhrif einstakra mála og frambjóðenda á kjósendur Ari Eldjárn lofar að hætta að segja „beisiklí“ Gengur upp og niður Garðskagavita í eitt ár Telur útfærslu kennara á verkföllum ekki líklega til árangurs Rýnt í ákvörðun Þórðar Snæs og kjaradeilu kennara Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Nokkuð öflugur skjálfti í Bárðarbungu Vélsleðaslys í Langjökli Viðbrögð við ákvörðun Þórðar: „Þetta er mikil synd“ Meirihluti telur stjórnvöld gera of lítið til að draga úr losun Lyfjapokar úr gömlum gardínum og borðdúkum á Selfossi „Þessi ákvörðun var tekin að frumkvæði Þórðar“ Sjá meira