Ráðherra harðorður um Hæstarétt 24. september 2004 00:01 Björn Bjarnason dómsmálaráðherra fór hörðum orðum um Hæstarétt í ræðu á málþingi Lögfræðingafélags Íslands um eftirlit með störfum stjórnvalda. Björn fjallaði um hvort ástæða væri til að setja á fót stjórnsýsludómstól og tiltók þrjá dóma þar sem honum þótti Hæstiréttur hafa gert afdrifarík mistök. Björn sagði fyllilega réttmætt að velta fyrir sér hvort setja þyrfti á fót stjórnsýsludómstól enda væru fingurbrjótar Hæstaréttar áberandi og sumir alvarlegri en aðrir. "Sumum þeirra hefur ríkisstjórnin meira að segja neyðst til að bregðast við með því að leita eftir sérstakri lagasetningu til að draga úr fordæmisgildi dóma, þegar þeir hafa gengið þvert á allt, sem viðtekið hefur verið í stjórnsýslurétti eftir hefðbundum lögskýringaraðferðum." Einn dómanna sem Björn tiltók var á þá leið að ólöglegt hefði verið að flytja starfsemi Landmælinga Íslands til Akraness, svokallaður Stjörnugríssdómur sem var á þá leið að umfjöllun starfsmanna umhverfisráðuneytis hefði gert ráðherra vanhæfan til að úrskurða í málinu var annar og sá þriðji var á þá leið að minnisblað ríkisstjórnarinnar til nefndar sem fjallaði um öryrkjadóm væri opinbert plagg. Um þann dóm sagði Björn meðal annars: "Þennan dóm nefni ég hér vegna þess, að hann dregur öðru betur fram, hvað vanþekking á störfum og starfsháttum stjórnvalda getur brenglað allar forsendur fyrir niðurstöðum dómstóla og haft alvarlegar afleiðingar fyrir lagaframkvæmd á þeim sviðum, sem þær snerta." Atli Gíslason, hæstaréttarlögmaður og varaþingmaður Vinstri grænna, segir viðbrögð Björns harkalegri en dómarnir gefi tilefni til. "Sérstaklega umfjöllun um Stjörnugríssdóm sem ég met að sé alveg hárétt niðurstaða hjá Hæstarétti og byggi á fullkomlega réttu mati á vanhæfisreglum á grundvelli bréfs sem var undirritað fyrir hönd ráðherra. Hin tvö málin voru umdeild," sagði Atli og bætti við: "Það virtist koma fundarmönnum á óvart hvað hann var hatrammur í umtali um þessa dóma." Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Innlent Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Erlent Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Innlent „Ég er ekkert búin að læra“ Innlent Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Innlent Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Innlent Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Erlent Fleiri fréttir Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð „Ég er ekkert búin að læra“ Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Rýnt í kannanir og tendrun jólatrés í Hafnarfirði Alma verði heilbrigðisráðherra í stjórn Kristrúnar Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Hér eru „þessar elskur“ Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Sjá meira
Björn Bjarnason dómsmálaráðherra fór hörðum orðum um Hæstarétt í ræðu á málþingi Lögfræðingafélags Íslands um eftirlit með störfum stjórnvalda. Björn fjallaði um hvort ástæða væri til að setja á fót stjórnsýsludómstól og tiltók þrjá dóma þar sem honum þótti Hæstiréttur hafa gert afdrifarík mistök. Björn sagði fyllilega réttmætt að velta fyrir sér hvort setja þyrfti á fót stjórnsýsludómstól enda væru fingurbrjótar Hæstaréttar áberandi og sumir alvarlegri en aðrir. "Sumum þeirra hefur ríkisstjórnin meira að segja neyðst til að bregðast við með því að leita eftir sérstakri lagasetningu til að draga úr fordæmisgildi dóma, þegar þeir hafa gengið þvert á allt, sem viðtekið hefur verið í stjórnsýslurétti eftir hefðbundum lögskýringaraðferðum." Einn dómanna sem Björn tiltók var á þá leið að ólöglegt hefði verið að flytja starfsemi Landmælinga Íslands til Akraness, svokallaður Stjörnugríssdómur sem var á þá leið að umfjöllun starfsmanna umhverfisráðuneytis hefði gert ráðherra vanhæfan til að úrskurða í málinu var annar og sá þriðji var á þá leið að minnisblað ríkisstjórnarinnar til nefndar sem fjallaði um öryrkjadóm væri opinbert plagg. Um þann dóm sagði Björn meðal annars: "Þennan dóm nefni ég hér vegna þess, að hann dregur öðru betur fram, hvað vanþekking á störfum og starfsháttum stjórnvalda getur brenglað allar forsendur fyrir niðurstöðum dómstóla og haft alvarlegar afleiðingar fyrir lagaframkvæmd á þeim sviðum, sem þær snerta." Atli Gíslason, hæstaréttarlögmaður og varaþingmaður Vinstri grænna, segir viðbrögð Björns harkalegri en dómarnir gefi tilefni til. "Sérstaklega umfjöllun um Stjörnugríssdóm sem ég met að sé alveg hárétt niðurstaða hjá Hæstarétti og byggi á fullkomlega réttu mati á vanhæfisreglum á grundvelli bréfs sem var undirritað fyrir hönd ráðherra. Hin tvö málin voru umdeild," sagði Atli og bætti við: "Það virtist koma fundarmönnum á óvart hvað hann var hatrammur í umtali um þessa dóma."
Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Innlent Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Erlent Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Innlent „Ég er ekkert búin að læra“ Innlent Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Innlent Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Innlent Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Erlent Fleiri fréttir Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð „Ég er ekkert búin að læra“ Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Rýnt í kannanir og tendrun jólatrés í Hafnarfirði Alma verði heilbrigðisráðherra í stjórn Kristrúnar Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Hér eru „þessar elskur“ Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Sjá meira