Guðni forsætisráðherra 24. september 2004 00:01 Guðni Ágústsson er starfandi forsætisráðherra í forföllum Halldórs og Davíðs og er þetta í fyrsta skipti sem honum hlotnast sá heiður. "Mér finnst sólin eins, og jörðin eins þrátt fyrir þetta. Ég ætla að hugsa vel um þjóðina eins og alla aðra daga", sagði Guðni Ágústsson, starfandi forsætisráðherra og gerði lítið úr þessari upphefð. Halldór Ásgrímsson forsætisráðherra sem að öllu jöfnu leysir utanríkisráðherra af hólmi er í París, en Davíð Oddsson er staddur í Slóveníu. Geir H. Haarde, fjármálaráðherra er staddur í New York þar sem hann flytur ræðu Davíðs sem starfandi utanríkisráðherra. Björn Bjarnason, dómsmálaráðherra er því starfandi utanríkisráðherra hér á heimavígstöðvunum á meðan Halldór er úti, gerist þess þörf að leysa utanríkisráðherra af. Þegar Geir Haarde kemur heim verður hann svo starfandi dómsmálaráðherra í stað Björns sem er vanhæfur til að skipa hæstaréttardómara. En hver er þá starfandi fjármálaráðherra? "Sturla Böðvarsson" var svarað í fjármálaráðuneytinu. Þegar bent var á að Sturla væri farinn á menningarkynningu til Parísar, var Árni Mathiesen, sjávarútvegsráðherra nefndur til sögunnar. Árni er raunar staddur í Bandaríkjunum og ekki væntanlegur fyrr en miðja næstu viku. Fátt varð um svör þegar bent var á þetta. Engan skyldi því undra að bekkurinn skuli hafa verið þunnskipaður á ríkisstjórnarfundi í gær. Aðeins sex ráðherrar eða helmingur voru mættir en af þeim héldu þrír til Keflavíkur að fundi loknum. Halldór Ásgrímsson, Sturla Böðvarsson og Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir verða öll viðstödd menningarkynningu í París sem hefst á mánudag. Valgerður Sverrisdóttir, iðnaðarráðhera var fjarverandi en þó á landinu og því ekki viðstödd útnefningu sína sem samstarfsráðherra Norðurlanda. Hún heldur utan síðdegis á þriðjudag. Ekkert fararsnið til útlanda er á Árna Magnússyni, Jóni Kristjánssyni, Sigríði Önnu Þórðardóttur og Birni Bjarnasyni svo vitað sé. Guðni og Björn halda um stjórntaumana í forsætis- og utanríkisráðuneytum gerist þess þörf. "Gamall draumur að rætast " sagði reyndur embættismaður, þó aðeins um stundarsakir. [email protected] Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Innlent Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Erlent Milljónir ekki komið til Íslands þótt þær gætu það Innlent Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Næstu mánuðir skipta sköpum Erlent Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent „Ég er ekkert búin að læra“ Innlent Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Innlent Fleiri fréttir Milljónir ekki komið til Íslands þótt þær gætu það Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð „Ég er ekkert búin að læra“ Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Rýnt í kannanir og tendrun jólatrés í Hafnarfirði Alma verði heilbrigðisráðherra í stjórn Kristrúnar Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Hér eru „þessar elskur“ Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Sjá meira
Guðni Ágústsson er starfandi forsætisráðherra í forföllum Halldórs og Davíðs og er þetta í fyrsta skipti sem honum hlotnast sá heiður. "Mér finnst sólin eins, og jörðin eins þrátt fyrir þetta. Ég ætla að hugsa vel um þjóðina eins og alla aðra daga", sagði Guðni Ágústsson, starfandi forsætisráðherra og gerði lítið úr þessari upphefð. Halldór Ásgrímsson forsætisráðherra sem að öllu jöfnu leysir utanríkisráðherra af hólmi er í París, en Davíð Oddsson er staddur í Slóveníu. Geir H. Haarde, fjármálaráðherra er staddur í New York þar sem hann flytur ræðu Davíðs sem starfandi utanríkisráðherra. Björn Bjarnason, dómsmálaráðherra er því starfandi utanríkisráðherra hér á heimavígstöðvunum á meðan Halldór er úti, gerist þess þörf að leysa utanríkisráðherra af. Þegar Geir Haarde kemur heim verður hann svo starfandi dómsmálaráðherra í stað Björns sem er vanhæfur til að skipa hæstaréttardómara. En hver er þá starfandi fjármálaráðherra? "Sturla Böðvarsson" var svarað í fjármálaráðuneytinu. Þegar bent var á að Sturla væri farinn á menningarkynningu til Parísar, var Árni Mathiesen, sjávarútvegsráðherra nefndur til sögunnar. Árni er raunar staddur í Bandaríkjunum og ekki væntanlegur fyrr en miðja næstu viku. Fátt varð um svör þegar bent var á þetta. Engan skyldi því undra að bekkurinn skuli hafa verið þunnskipaður á ríkisstjórnarfundi í gær. Aðeins sex ráðherrar eða helmingur voru mættir en af þeim héldu þrír til Keflavíkur að fundi loknum. Halldór Ásgrímsson, Sturla Böðvarsson og Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir verða öll viðstödd menningarkynningu í París sem hefst á mánudag. Valgerður Sverrisdóttir, iðnaðarráðhera var fjarverandi en þó á landinu og því ekki viðstödd útnefningu sína sem samstarfsráðherra Norðurlanda. Hún heldur utan síðdegis á þriðjudag. Ekkert fararsnið til útlanda er á Árna Magnússyni, Jóni Kristjánssyni, Sigríði Önnu Þórðardóttur og Birni Bjarnasyni svo vitað sé. Guðni og Björn halda um stjórntaumana í forsætis- og utanríkisráðuneytum gerist þess þörf. "Gamall draumur að rætast " sagði reyndur embættismaður, þó aðeins um stundarsakir. [email protected]
Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Innlent Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Erlent Milljónir ekki komið til Íslands þótt þær gætu það Innlent Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Næstu mánuðir skipta sköpum Erlent Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent „Ég er ekkert búin að læra“ Innlent Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Innlent Fleiri fréttir Milljónir ekki komið til Íslands þótt þær gætu það Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð „Ég er ekkert búin að læra“ Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Rýnt í kannanir og tendrun jólatrés í Hafnarfirði Alma verði heilbrigðisráðherra í stjórn Kristrúnar Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Hér eru „þessar elskur“ Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Sjá meira