Með fornbíladellu í blóðinu 19. september 2004 00:01 "Ég hef haft áhuga á fornbílum síðan ég man eftir mér. Ég ólst eiginlega upp í bílskúrnum hjá pabba sem var mikill bílaáhugamaður. Hann átti t.d. Citroën 1930 og Lanchester 1947 módelið. Þetta er því í blóðinu og af fjórum bræðrum erum við þrír með delluna," segir Árni Þorsteinsson fornbílaeigandi. Margir gætu haldið að það væri erfitt að fá varahluti í bíla sem var hætt að framleiða fyrir áratugum síðan. Sú er þó ekki raunin. "Við förum til dæmis nokkrir saman til Pennsylvaníu á hverju ári, á stærstu fornbílasýningu heims. Þar er hægt að kaupa bíla og varahluti, svo er líka hægt að panta úr vörulistum og á netinu. Í dag er aftur farið að framleiða varahluti í flesta þessara bíla svo að það er mjög auðvelt að fá það sem vantar," segir Árni. Kona Árna, Guðný Sigurðardóttir, hefur sama áhugamál. "Það er mjög gott að eiga konu sem skilur áhugamálið og tekur þátt í því. Hún klæðir til dæmis bílana að innan, saumar yfir sæti og hurðarspjöld. Hún tekur líka þátt í öllum ferðum." Þau hjónin eiga samtals fjóra bíla: Chevrolet Styleliner 52, Chevrolet Fleetmaster 48, Rambler Classic 65 og loks óuppgerðan Chevrolet 53. Árni og Guðný eru í Fornbílaklúbbi Íslands ásamt tæplega 600 öðrum meðlimum en konur eru að verða meira áberandi í klúbbnum en áður, bæði með mönnum sínum og líka sem bílaeigendur. "Klúbburinn kemur saman vikulega yfir vetrarmánuðina. Á sumrin eru svo mynda- og rabbkvöld auk margra ferða. Í sumar fórum við í 13 ferðir." En er ekki horft mikið á hann þegar hann ekur um götur bæjarins í nýbónuðum hálfrar aldar gömlum bíl? "Jú jú, fyrst fór maður hjá sér, en ég er eiginlega hættur að taka eftir því," segir Árni. "Það er gaman að sýna bílinn í kyrrstöðu en ekki eins gott þegar maður hægir á umferðinni af því að aðrir ökumenn eru svo uppteknir við að horfa á hann," segir Árni að lokum. Bílar Mest lesið Hundrað ára viðkvæmni Íslendinga: „Leið daglega yfir 40 til 50 manns“ Bíó og sjónvarp Brjáluð stemning í Eldhúspartýi FM957 Lífið Ungfrú Danmörk fegurst allra Lífið Fred again í sal en ekki á sviði: „Orðrómur sem við höfðum enga stjórn á“ Tónlist Stjörnulífið: „Það er gott að vera ekki í feluleik og flótta frá sjálfum sér“ Lífið Edrú í eitt ár Lífið Búa í einstakri þakíbúð í miðborginni en Halli keypti líka æskuheimilið sitt á móti Lífið Lára og Jens verða mamma og pabbi Lífið Fer ekki út úr húsi eftir greininguna Lífið Ballettdansarinn Vladimir Shklyarov látinn Menning Fleiri fréttir 52 ár á milli þeirra og þrjár bækur Ballettdansarinn Vladimir Shklyarov látinn Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Hvað gerist þegar Laddi hittir Eirík Fjalar, Skrám og Elsu Lund? „Alltaf að fylgja hjartanu í stað þess að velja einföldu leiðina“ Usli og glæsileiki á Kjarvalsstöðum Valgeir sár og Bubbi og Bó hneykslaðir Stappfullt á eina stærstu menningarhátíð ársins Sjóðheitt menningarrými á Baldursgötu Asifa Majid hlýtur Vigdísarverðlaunin 2024 Bjarni Ben fagnaði 140 ára afmæli Listasafns Íslands Han Kang hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Þetta er móðgun gegn Íslandi“ Henti listaverkinu í ruslið Kúltúrkettir landsins létu sig ekki vanta í Portið „Hrátt háþróað krass, langt leitt krot“ Bjóða landsmönnum nauðbeygð til messu Allt í banönum á Brút Bríet lét sig ekki vanta á sýningaropnun Ynju Blævar Sjá meira
"Ég hef haft áhuga á fornbílum síðan ég man eftir mér. Ég ólst eiginlega upp í bílskúrnum hjá pabba sem var mikill bílaáhugamaður. Hann átti t.d. Citroën 1930 og Lanchester 1947 módelið. Þetta er því í blóðinu og af fjórum bræðrum erum við þrír með delluna," segir Árni Þorsteinsson fornbílaeigandi. Margir gætu haldið að það væri erfitt að fá varahluti í bíla sem var hætt að framleiða fyrir áratugum síðan. Sú er þó ekki raunin. "Við förum til dæmis nokkrir saman til Pennsylvaníu á hverju ári, á stærstu fornbílasýningu heims. Þar er hægt að kaupa bíla og varahluti, svo er líka hægt að panta úr vörulistum og á netinu. Í dag er aftur farið að framleiða varahluti í flesta þessara bíla svo að það er mjög auðvelt að fá það sem vantar," segir Árni. Kona Árna, Guðný Sigurðardóttir, hefur sama áhugamál. "Það er mjög gott að eiga konu sem skilur áhugamálið og tekur þátt í því. Hún klæðir til dæmis bílana að innan, saumar yfir sæti og hurðarspjöld. Hún tekur líka þátt í öllum ferðum." Þau hjónin eiga samtals fjóra bíla: Chevrolet Styleliner 52, Chevrolet Fleetmaster 48, Rambler Classic 65 og loks óuppgerðan Chevrolet 53. Árni og Guðný eru í Fornbílaklúbbi Íslands ásamt tæplega 600 öðrum meðlimum en konur eru að verða meira áberandi í klúbbnum en áður, bæði með mönnum sínum og líka sem bílaeigendur. "Klúbburinn kemur saman vikulega yfir vetrarmánuðina. Á sumrin eru svo mynda- og rabbkvöld auk margra ferða. Í sumar fórum við í 13 ferðir." En er ekki horft mikið á hann þegar hann ekur um götur bæjarins í nýbónuðum hálfrar aldar gömlum bíl? "Jú jú, fyrst fór maður hjá sér, en ég er eiginlega hættur að taka eftir því," segir Árni. "Það er gaman að sýna bílinn í kyrrstöðu en ekki eins gott þegar maður hægir á umferðinni af því að aðrir ökumenn eru svo uppteknir við að horfa á hann," segir Árni að lokum.
Bílar Mest lesið Hundrað ára viðkvæmni Íslendinga: „Leið daglega yfir 40 til 50 manns“ Bíó og sjónvarp Brjáluð stemning í Eldhúspartýi FM957 Lífið Ungfrú Danmörk fegurst allra Lífið Fred again í sal en ekki á sviði: „Orðrómur sem við höfðum enga stjórn á“ Tónlist Stjörnulífið: „Það er gott að vera ekki í feluleik og flótta frá sjálfum sér“ Lífið Edrú í eitt ár Lífið Búa í einstakri þakíbúð í miðborginni en Halli keypti líka æskuheimilið sitt á móti Lífið Lára og Jens verða mamma og pabbi Lífið Fer ekki út úr húsi eftir greininguna Lífið Ballettdansarinn Vladimir Shklyarov látinn Menning Fleiri fréttir 52 ár á milli þeirra og þrjár bækur Ballettdansarinn Vladimir Shklyarov látinn Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Hvað gerist þegar Laddi hittir Eirík Fjalar, Skrám og Elsu Lund? „Alltaf að fylgja hjartanu í stað þess að velja einföldu leiðina“ Usli og glæsileiki á Kjarvalsstöðum Valgeir sár og Bubbi og Bó hneykslaðir Stappfullt á eina stærstu menningarhátíð ársins Sjóðheitt menningarrými á Baldursgötu Asifa Majid hlýtur Vigdísarverðlaunin 2024 Bjarni Ben fagnaði 140 ára afmæli Listasafns Íslands Han Kang hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Þetta er móðgun gegn Íslandi“ Henti listaverkinu í ruslið Kúltúrkettir landsins létu sig ekki vanta í Portið „Hrátt háþróað krass, langt leitt krot“ Bjóða landsmönnum nauðbeygð til messu Allt í banönum á Brút Bríet lét sig ekki vanta á sýningaropnun Ynju Blævar Sjá meira