Fleiri konur í stjórnmál 15. september 2004 00:01 Halldór Ásgrímsson, forsætisráðherra, telur það mjög mikilvægt að konur komi í vaxandi mæli inn í íslensk stjórnmál og fagnar auknum áhuga kvenna á stjórnmálum. Halldór Ásgrímsson tók við embætti forsætisráðherra í gær. Af því tilefni ræddi Fréttablaðið meðal annars við hann um stöðu kvenna í íslenskum stjórnmálum í kjölfar óánægju framsóknarkvenna með ákvörðun Halldórs um að Sif Friðleifsdóttur yrði vikið úr ráðherrastóli. "Ég hef reynt að leggja mig fram um það að konur fái nauðsynlegan vettvang í stjórnmálum og ég fagna því starfi í Framsóknarflokknum," segir Halldór. Hann segist hafa reynt að stuðla að því að konum í stjórnmálum fjölgi. "Ég geri það vegna framtíðarinnar. Ég tel að konur muni skipa meiri og meiri sess í samfélaginu. Ég á engan son, ég á þrjár dætur og ég hlýt að hugsa um framtíð kvenna eins og hver annar faðir. Þar af leiðandi gleðst ég yfir því að mér finnst konur á margan hátt hafa meiri möguleika heldur en karlmennirnir. Við sjáum að þær standa sig afskaplega vel í námi, þær eru reglusamari og sennilega samviskusamari," segir hann. Spurður hvað hægt sé að gera til að auka þátttöku kvenna á efri stigum samfélagsins enn fremur en orðið hefur, segir hann að hvatning til að taka þátt og vera óhræddar til að takast á við erfið verkefni sé mikilvæg. "Ég held að það sé einnig að hluta til spurning um sjálfstraust. Konur eru smátt og smátt að öðlast meira sjálfstraust. Breytingin sem orðið hefur á fyrirkomulagi fæðingarorlofs skiptir einnig miklu máli. Þar er lögð áhersla á ábyrgð feðra ekki síður en mæðra. Því verður ekkert á móti mælt að til dæmis mín kynslóð hefur vanist því að mæðurnar beri meiri og aðra ábyrgð á börnunum en feðurnir. Ég held að það muni smátt og smátt breyta miklu, jafnvel tiltölulega hratt," segir Halldór. Hann segir að karlmenn geti lagt sig fram við að bæta jafnrétti kynjanna enn meir en orðið hefur. "Þeir mættu taka meira tillit til kvennanna og viðurkenna að hæfileikar þeirra séu ekki síðri en karlanna. Það hefur stundum skort á það. Karlmenn þykjast oft geta miklu meira en konurnar, það er kannski helst vegna þess að þeir hafa meiri líkamlega burði, en það eru nú að verða færri og færri störf sem þurfa alla þessa líkamlegu burði," segir Halldór. [email protected] Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Innlent Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Erlent Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Innlent „Ég er ekkert búin að læra“ Innlent Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Innlent Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð Innlent Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Erlent Fleiri fréttir Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð „Ég er ekkert búin að læra“ Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Rýnt í kannanir og tendrun jólatrés í Hafnarfirði Alma verði heilbrigðisráðherra í stjórn Kristrúnar Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Hér eru „þessar elskur“ Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Sjá meira
Halldór Ásgrímsson, forsætisráðherra, telur það mjög mikilvægt að konur komi í vaxandi mæli inn í íslensk stjórnmál og fagnar auknum áhuga kvenna á stjórnmálum. Halldór Ásgrímsson tók við embætti forsætisráðherra í gær. Af því tilefni ræddi Fréttablaðið meðal annars við hann um stöðu kvenna í íslenskum stjórnmálum í kjölfar óánægju framsóknarkvenna með ákvörðun Halldórs um að Sif Friðleifsdóttur yrði vikið úr ráðherrastóli. "Ég hef reynt að leggja mig fram um það að konur fái nauðsynlegan vettvang í stjórnmálum og ég fagna því starfi í Framsóknarflokknum," segir Halldór. Hann segist hafa reynt að stuðla að því að konum í stjórnmálum fjölgi. "Ég geri það vegna framtíðarinnar. Ég tel að konur muni skipa meiri og meiri sess í samfélaginu. Ég á engan son, ég á þrjár dætur og ég hlýt að hugsa um framtíð kvenna eins og hver annar faðir. Þar af leiðandi gleðst ég yfir því að mér finnst konur á margan hátt hafa meiri möguleika heldur en karlmennirnir. Við sjáum að þær standa sig afskaplega vel í námi, þær eru reglusamari og sennilega samviskusamari," segir hann. Spurður hvað hægt sé að gera til að auka þátttöku kvenna á efri stigum samfélagsins enn fremur en orðið hefur, segir hann að hvatning til að taka þátt og vera óhræddar til að takast á við erfið verkefni sé mikilvæg. "Ég held að það sé einnig að hluta til spurning um sjálfstraust. Konur eru smátt og smátt að öðlast meira sjálfstraust. Breytingin sem orðið hefur á fyrirkomulagi fæðingarorlofs skiptir einnig miklu máli. Þar er lögð áhersla á ábyrgð feðra ekki síður en mæðra. Því verður ekkert á móti mælt að til dæmis mín kynslóð hefur vanist því að mæðurnar beri meiri og aðra ábyrgð á börnunum en feðurnir. Ég held að það muni smátt og smátt breyta miklu, jafnvel tiltölulega hratt," segir Halldór. Hann segir að karlmenn geti lagt sig fram við að bæta jafnrétti kynjanna enn meir en orðið hefur. "Þeir mættu taka meira tillit til kvennanna og viðurkenna að hæfileikar þeirra séu ekki síðri en karlanna. Það hefur stundum skort á það. Karlmenn þykjast oft geta miklu meira en konurnar, það er kannski helst vegna þess að þeir hafa meiri líkamlega burði, en það eru nú að verða færri og færri störf sem þurfa alla þessa líkamlegu burði," segir Halldór. [email protected]
Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Innlent Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Erlent Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Innlent „Ég er ekkert búin að læra“ Innlent Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Innlent Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð Innlent Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Erlent Fleiri fréttir Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð „Ég er ekkert búin að læra“ Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Rýnt í kannanir og tendrun jólatrés í Hafnarfirði Alma verði heilbrigðisráðherra í stjórn Kristrúnar Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Hér eru „þessar elskur“ Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Sjá meira