Fléttulistar afmá kynjamismunun 5. september 2004 00:01 "Það er mjög líklegt að það verði lagt til á næsta þingi að framboðslistar Samfylkingarinnar verði svokallaðir fléttulistar, þar sem kona og karl eiga sæti á víxl," segir Kjartan Valgarðsson. "Helmingur Samfylkingarinnar er konur og geri ég ráð fyrir því að að það muni endurspeglast í framboðslistum í næstu alþingiskosningum, 2007. Það gerir það reyndar nú þegar í þingflokknum," segir hann. Kjartan starfar í hópi Samfylkingarinnar sem vinnur að endurskoðun laga flokksins og hefur það meðal annars að markmiði að kanna hvernig auka megi lýðræði innan Samfylkingarinnar. Nú þegar segir í lögum Samfylkingarinnar að hvort kynið eigi rétt til að minnsta kosti 40 prósenta í öllum stofnunum flokksins og við skipan á framboðslista skuli stefnt að því að hlutfall kvenna og karla verði sem jafnast. "Eftir það sem gengið hefur á í Framsóknarflokknum mun enginn flokkur lengur komast upp með það að segja að "stefnt skuli að" jöfnu hlutfalli kynjanna. Kröfurnar hafa aukist og ekki verður lengur hægt að sætta sig við að "stefnt verði að" jafnmörgum frambjóðendum af hvoru kyni," segir Kjartan. "Samfylkingin á að vera í fararbroddi með breytingar sem þessar," segir Kjartan. Hann bendir á að fléttulistar hafi lengi tíðkast. "Íhaldssömustu karlmenn hafa verið hlynntir fléttulistum þegar það hentar þeim sjálfum. Til að mynda eru notaðir fléttulistar varðandi skipun á framboðslista eftir búsetu," segir Kjartan. Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, varaformaður Samfylkingarinnar, segir þetta jákvætt skref þótt auðvitað ætti ekki að vera þörf á lögum sem þessum. "Sú vitund ætti að vera til staðar að það sé sjálfsagt og sjálfgefið að kynin standi jafnfætis í öllu starfi og öllum stofnunum Samfylkingarinnar, samt sem áður þurfum við stöðuga áminningu um þetta. Slík samþykkt yrði sterk og jákvæð yfirlýsing frá flokknum," segir hún. Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Innlent Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Erlent Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Innlent „Ég er ekkert búin að læra“ Innlent Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Innlent Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð Innlent Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Erlent Fleiri fréttir Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð „Ég er ekkert búin að læra“ Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Rýnt í kannanir og tendrun jólatrés í Hafnarfirði Alma verði heilbrigðisráðherra í stjórn Kristrúnar Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Hér eru „þessar elskur“ Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Sjá meira
"Það er mjög líklegt að það verði lagt til á næsta þingi að framboðslistar Samfylkingarinnar verði svokallaðir fléttulistar, þar sem kona og karl eiga sæti á víxl," segir Kjartan Valgarðsson. "Helmingur Samfylkingarinnar er konur og geri ég ráð fyrir því að að það muni endurspeglast í framboðslistum í næstu alþingiskosningum, 2007. Það gerir það reyndar nú þegar í þingflokknum," segir hann. Kjartan starfar í hópi Samfylkingarinnar sem vinnur að endurskoðun laga flokksins og hefur það meðal annars að markmiði að kanna hvernig auka megi lýðræði innan Samfylkingarinnar. Nú þegar segir í lögum Samfylkingarinnar að hvort kynið eigi rétt til að minnsta kosti 40 prósenta í öllum stofnunum flokksins og við skipan á framboðslista skuli stefnt að því að hlutfall kvenna og karla verði sem jafnast. "Eftir það sem gengið hefur á í Framsóknarflokknum mun enginn flokkur lengur komast upp með það að segja að "stefnt skuli að" jöfnu hlutfalli kynjanna. Kröfurnar hafa aukist og ekki verður lengur hægt að sætta sig við að "stefnt verði að" jafnmörgum frambjóðendum af hvoru kyni," segir Kjartan. "Samfylkingin á að vera í fararbroddi með breytingar sem þessar," segir Kjartan. Hann bendir á að fléttulistar hafi lengi tíðkast. "Íhaldssömustu karlmenn hafa verið hlynntir fléttulistum þegar það hentar þeim sjálfum. Til að mynda eru notaðir fléttulistar varðandi skipun á framboðslista eftir búsetu," segir Kjartan. Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, varaformaður Samfylkingarinnar, segir þetta jákvætt skref þótt auðvitað ætti ekki að vera þörf á lögum sem þessum. "Sú vitund ætti að vera til staðar að það sé sjálfsagt og sjálfgefið að kynin standi jafnfætis í öllu starfi og öllum stofnunum Samfylkingarinnar, samt sem áður þurfum við stöðuga áminningu um þetta. Slík samþykkt yrði sterk og jákvæð yfirlýsing frá flokknum," segir hún.
Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Innlent Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Erlent Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Innlent „Ég er ekkert búin að læra“ Innlent Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Innlent Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð Innlent Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Erlent Fleiri fréttir Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð „Ég er ekkert búin að læra“ Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Rýnt í kannanir og tendrun jólatrés í Hafnarfirði Alma verði heilbrigðisráðherra í stjórn Kristrúnar Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Hér eru „þessar elskur“ Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Sjá meira