Framsóknarmenn sáttastir 2. september 2004 00:01 Samkvæmt þjóðarpúlsi Gallups fyrir septembermánuð, þar sem spurt var um viðhorf til kvótakerfisins og afstöðu fólks til frjáls innflutnings á landbúnaðarvörum, eru stuðningsmenn Framsóknarflokksins sáttastir við óbreytt fyrirkomulag í þessum málaflokkum . Einungis 16 prósent þeirra sögðust styðja frjálsan innflutning á landbúnaðarvörum og um 40 prósent þeirra segjast ánægð með kvótakerfið. Framsóknarmenn skera sig nokkuð úr þegar borið er saman við heildarniðurstöður. Þannig bendir könnunin til að einungis 18 prósent þjóðarinnar séu ánægð með kvótakerfið og að þriðjungur hennar vilji gefa innflutning á landbúnaðarvörum frjálsan. Stuðningur við frjálsan innflutning fer vaxandi. Síðast var spurt um viðhorf til kvótakerfisins árið 1998. Um 64 prósent sögðust óánægð með kvótakerfið nú í stað nærri 72 pósenta árið 1998. Ánægjan hefur að sama skapi aukist um 6 prósent, en hún var 12 prósent árið 1998 og mælist 18 prósent nú. Um 18 prósent eru hvorki ánægð né óánægð með kvótakerfið. Sjálfstæðismenn eru næstánægðastir með kerfið, á eftir framsóknarmönnum, en um 29 prósent þeirra sögðust sátt. Hins vegar styðja einungis 11 prósent Samfylkingarfólks kvótakerfið og 5 prósent vinstri grænna. Karlar virðast mun ánægðari með kerfið en konur. Um 25 prósent karla styðja það, en einungis 10 prósent kvenna. Gallup hefur spurt um viðhorf til frjáls innflutnings á landbúnaðarvörum reglulega síðan 1993. Þá vildu 23 prósent frjálsan innflutning og 31 prósent var alfarið á móti. Nú styður um þriðjungur þjóðarinnar frelsið og andstaðan er komin niður í 25 prósent. Mikill munur mælist á afstöðu kynjanna til málsins. Um 41 prósent karla er alfarið fylgjandi frjálsum innflutningi en einungis 24 prósent kvenna. Það eru helst stuðningsmenn Samfylkingarinnar sem vill frjálsan innflutning. Um 43 prósent þeirra eru fylgjandi því. Um 36 prósent sjálfstæðismanna vilja frjálsan innflutning og vinstri grænir virðast ekki vera svo mótfallnir hugmyndinni heldur, a.m.k. ekki miðað við framsóknarmenn. Um 28 prósent stuðningsmanna Vinstri grænna vilja frjálsan innflutning, en einungis 16 prósent framsóknarmanna, eins og áður segir. Könnunin var gerð dagana 11. til 24. ágúst. Úrtakið var 1.217 manns á aldrinum 18 til 75 ára, og var það valið með tilviljun úr þjóðskrá. Svarhlutfall var um 62%. Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Innlent Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Innlent Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Erlent Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Innlent „Ég er ekkert búin að læra“ Innlent Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Innlent Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð Innlent Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Innlent Fleiri fréttir Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð „Ég er ekkert búin að læra“ Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Rýnt í kannanir og tendrun jólatrés í Hafnarfirði Alma verði heilbrigðisráðherra í stjórn Kristrúnar Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Hér eru „þessar elskur“ Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Sjá meira
Samkvæmt þjóðarpúlsi Gallups fyrir septembermánuð, þar sem spurt var um viðhorf til kvótakerfisins og afstöðu fólks til frjáls innflutnings á landbúnaðarvörum, eru stuðningsmenn Framsóknarflokksins sáttastir við óbreytt fyrirkomulag í þessum málaflokkum . Einungis 16 prósent þeirra sögðust styðja frjálsan innflutning á landbúnaðarvörum og um 40 prósent þeirra segjast ánægð með kvótakerfið. Framsóknarmenn skera sig nokkuð úr þegar borið er saman við heildarniðurstöður. Þannig bendir könnunin til að einungis 18 prósent þjóðarinnar séu ánægð með kvótakerfið og að þriðjungur hennar vilji gefa innflutning á landbúnaðarvörum frjálsan. Stuðningur við frjálsan innflutning fer vaxandi. Síðast var spurt um viðhorf til kvótakerfisins árið 1998. Um 64 prósent sögðust óánægð með kvótakerfið nú í stað nærri 72 pósenta árið 1998. Ánægjan hefur að sama skapi aukist um 6 prósent, en hún var 12 prósent árið 1998 og mælist 18 prósent nú. Um 18 prósent eru hvorki ánægð né óánægð með kvótakerfið. Sjálfstæðismenn eru næstánægðastir með kerfið, á eftir framsóknarmönnum, en um 29 prósent þeirra sögðust sátt. Hins vegar styðja einungis 11 prósent Samfylkingarfólks kvótakerfið og 5 prósent vinstri grænna. Karlar virðast mun ánægðari með kerfið en konur. Um 25 prósent karla styðja það, en einungis 10 prósent kvenna. Gallup hefur spurt um viðhorf til frjáls innflutnings á landbúnaðarvörum reglulega síðan 1993. Þá vildu 23 prósent frjálsan innflutning og 31 prósent var alfarið á móti. Nú styður um þriðjungur þjóðarinnar frelsið og andstaðan er komin niður í 25 prósent. Mikill munur mælist á afstöðu kynjanna til málsins. Um 41 prósent karla er alfarið fylgjandi frjálsum innflutningi en einungis 24 prósent kvenna. Það eru helst stuðningsmenn Samfylkingarinnar sem vill frjálsan innflutning. Um 43 prósent þeirra eru fylgjandi því. Um 36 prósent sjálfstæðismanna vilja frjálsan innflutning og vinstri grænir virðast ekki vera svo mótfallnir hugmyndinni heldur, a.m.k. ekki miðað við framsóknarmenn. Um 28 prósent stuðningsmanna Vinstri grænna vilja frjálsan innflutning, en einungis 16 prósent framsóknarmanna, eins og áður segir. Könnunin var gerð dagana 11. til 24. ágúst. Úrtakið var 1.217 manns á aldrinum 18 til 75 ára, og var það valið með tilviljun úr þjóðskrá. Svarhlutfall var um 62%.
Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Innlent Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Innlent Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Erlent Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Innlent „Ég er ekkert búin að læra“ Innlent Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Innlent Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð Innlent Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Innlent Fleiri fréttir Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð „Ég er ekkert búin að læra“ Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Rýnt í kannanir og tendrun jólatrés í Hafnarfirði Alma verði heilbrigðisráðherra í stjórn Kristrúnar Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Hér eru „þessar elskur“ Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Sjá meira