Þrjú frumvörp í smíðum 1. september 2004 00:01 Þrjú frumvörp eru í smíðum í viðskiptaráðuneytinu sem samin verða í anda nýrrar skýrslu nefndar viðskiptaráðherra um íslenskt viðskiptaumhverfi og eru þau til breytinga á hlutafélagalögum, lögum um einkahlutafélög og samkeppnislögum. Vonast er til að frumvörpin verði tilbúin á næstu tveimur vikum og hægt verði að leggja þau fyrir Alþingi í upphafi þings. Samkvæmt upplýsingum frá viðskiptaráðuneytinu er líklegt að í frumvörpunum felist allar þær tillögur er nefndin setti fram í skýrslunni en Valgerður Sverrisdóttir viðskiptaráðherra hefur lýst því yfir að í niðurstöðum nefndarinnar sé ekkert sem hún sé ósátt við. Breytingarnar verða þríþættar. Í fyrsta lagi varða þær stjórnunarhætti fyrirtækja. Lagt verður til að lágmarksfrestur stjórnar hlutafélags til að boða hlutafélagafund verði lengdur í tvær vikur og frambjóðendum til stjórnar beri að tilkynna framboð minnst tveimur dögum fyrir stjórnarkjör. Hlutafélögum verði gert kleift að kjósa bréfleiðis eða með rafrænum hætti og hægt verði að halda fundi með rafrænum hætti. Þá þurfi samþykki hluthafafundar á starfskjarastefnu fyrir stjórnendur. Enn fremur verði stjórnarformanni hlutafélags ekki heimilt að taka að sér önnur störf fyrir félagið en þau sem falli undir "eðlileg störf stjórnarformanns". Jafnframt verði stjórnarmönnum gert kleift að funda án framkvæmdastjóra. Upplýsa verði stjórn um öll veruleg viðskipti félagsins við tengda aðila. Einnig er lagt til að tíundi hluti hluthafa í hlutafélögum og einkahlutafélögum geti farið fram á sérstaka rannsókn á starfsemi félags og sömuleiðis höfðað skaðabótamál í nafni félags gegn þeim sem taldir eru hafa valdið félaginu tjóni í störfum sínum. Í öðru lagi gerir nefndin tillögur um breytingar á Samkeppnisstofnun og að hún fari jafnframt með núverandi hlutverk Samkeppnisráðs, sem verði lagt niður. Samkeppnisstofnun verði veitt aukið rekstrarfé, henni verði skipt upp og sá hluti hennar er hefur eftirlit með samkeppnishömlum á markaði verði settur undir sérstaka stofnun. Í þriðja lagi leggur nefndin til að Samkeppnisstofnun verði veitt heimild til að stokka upp fyrirtæki sem brotið hafa gegn ákvæðum samkeppnislaga eða skapa aðstæður sem hafa skaðleg áhrif á samkeppnina. Þá verði stofnuninni veittar ríkari heimildir til vettvangsrannsókna. Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Innlent Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Erlent Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Innlent „Ég er ekkert búin að læra“ Innlent Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Innlent Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Innlent Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Erlent Fleiri fréttir Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð „Ég er ekkert búin að læra“ Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Rýnt í kannanir og tendrun jólatrés í Hafnarfirði Alma verði heilbrigðisráðherra í stjórn Kristrúnar Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Hér eru „þessar elskur“ Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Sjá meira
Þrjú frumvörp eru í smíðum í viðskiptaráðuneytinu sem samin verða í anda nýrrar skýrslu nefndar viðskiptaráðherra um íslenskt viðskiptaumhverfi og eru þau til breytinga á hlutafélagalögum, lögum um einkahlutafélög og samkeppnislögum. Vonast er til að frumvörpin verði tilbúin á næstu tveimur vikum og hægt verði að leggja þau fyrir Alþingi í upphafi þings. Samkvæmt upplýsingum frá viðskiptaráðuneytinu er líklegt að í frumvörpunum felist allar þær tillögur er nefndin setti fram í skýrslunni en Valgerður Sverrisdóttir viðskiptaráðherra hefur lýst því yfir að í niðurstöðum nefndarinnar sé ekkert sem hún sé ósátt við. Breytingarnar verða þríþættar. Í fyrsta lagi varða þær stjórnunarhætti fyrirtækja. Lagt verður til að lágmarksfrestur stjórnar hlutafélags til að boða hlutafélagafund verði lengdur í tvær vikur og frambjóðendum til stjórnar beri að tilkynna framboð minnst tveimur dögum fyrir stjórnarkjör. Hlutafélögum verði gert kleift að kjósa bréfleiðis eða með rafrænum hætti og hægt verði að halda fundi með rafrænum hætti. Þá þurfi samþykki hluthafafundar á starfskjarastefnu fyrir stjórnendur. Enn fremur verði stjórnarformanni hlutafélags ekki heimilt að taka að sér önnur störf fyrir félagið en þau sem falli undir "eðlileg störf stjórnarformanns". Jafnframt verði stjórnarmönnum gert kleift að funda án framkvæmdastjóra. Upplýsa verði stjórn um öll veruleg viðskipti félagsins við tengda aðila. Einnig er lagt til að tíundi hluti hluthafa í hlutafélögum og einkahlutafélögum geti farið fram á sérstaka rannsókn á starfsemi félags og sömuleiðis höfðað skaðabótamál í nafni félags gegn þeim sem taldir eru hafa valdið félaginu tjóni í störfum sínum. Í öðru lagi gerir nefndin tillögur um breytingar á Samkeppnisstofnun og að hún fari jafnframt með núverandi hlutverk Samkeppnisráðs, sem verði lagt niður. Samkeppnisstofnun verði veitt aukið rekstrarfé, henni verði skipt upp og sá hluti hennar er hefur eftirlit með samkeppnishömlum á markaði verði settur undir sérstaka stofnun. Í þriðja lagi leggur nefndin til að Samkeppnisstofnun verði veitt heimild til að stokka upp fyrirtæki sem brotið hafa gegn ákvæðum samkeppnislaga eða skapa aðstæður sem hafa skaðleg áhrif á samkeppnina. Þá verði stofnuninni veittar ríkari heimildir til vettvangsrannsókna.
Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Innlent Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Erlent Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Innlent „Ég er ekkert búin að læra“ Innlent Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Innlent Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Innlent Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Erlent Fleiri fréttir Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð „Ég er ekkert búin að læra“ Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Rýnt í kannanir og tendrun jólatrés í Hafnarfirði Alma verði heilbrigðisráðherra í stjórn Kristrúnar Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Hér eru „þessar elskur“ Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Sjá meira