Skaði samkeppnisstöðu 31. ágúst 2004 00:01 Tillögur nefndar um íslenskt viðskiptaumhverfi munu hafa lítil áhrif á starfandi fyrirtæki á Íslandi verði þær að lögum en munu styrkja íslenskt efnahagslíf, að sögn Valgerðar Sverrisdóttur, iðnaðar- og viðskiptaráðherra. Fulltrúar atvinnulífsins og einn nefndarmanna telja þó að samkeppnisstaða íslenskra fyrirtækja muni skerðast miðað við það sem tíðkast í nágrannalöndunum ef tillögur nefndarinnar um að Samkeppnisstofnun verði heimilað að krefjast uppstokkun á fyrirtækjum teljist þau "hafa brotið gegn ákvæðum samkeppnislaga eða skapa[ð] aðstæður sem haf[i] skaðleg áhrif á samkeppnina". Þetta er mat Þórdísar J. Sigurðardóttur, framkvæmdastjóra Stjórnendaskóla Háskólans í Reykjavík sem átti sæti í nefndinni, Ara Edwald, framkvæmdastjóra Samtaka atvinnulífsins, Þórs Sigfússonar, framkvæmdastjóra Verslunarráðs, og Þórðar Friðjónssonar, forstjóra Kauphallarinnar. Tekið er fram í skýrslunni að tillagan sé í samræmi við breytingar sem nýlega voru gerðar á samkeppnisreglum Evrópusambandsins og norskum samkeppnislögum. Þá segir að sambærilegar heimildir sé að finna í fleiri löndum. Einnig er bent á að Samkeppnisstofnun hafi þegar heimild til þess að beita ákvæði sem þessu varðandi opinberar stofnanir sem stunda samkeppnisrekstur. Valgerður Sverrisdóttir, iðnaðar- og viðskiptaráðherra, segir að þessar áhyggjur séu byggðar á misskilningi. "Tillögur nefndarinnar eru í samræmi við það sem tíðkast í löndunum í kring um okkur og Evrópusambandið hefur þennan rétt. Ákvæðið verður tekið inn í EES-samninginn og því mun Eftirlitsstofnun EFTA, ESA, fylgjast með því að þessu verið framfylgt á EES-svæðinu," segir hún. Í skýrslunni er meðal annars lagt til að Samkeppnisráð verði lagt niður og þess í stað verði Samkeppnisstofnun efld og taki jafnframt við hlutverki Samkeppnisráðs. Sett verði á fót sérstök stofnun sem fari með eftirlit með ólögmætum viðskiptaháttum. Ekki þótti nefndinni ástæða til að setja sérstök lög um hringamyndun. Fréttir Innlent Stj.mál Viðskipti Mest lesið Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Innlent Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Innlent Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Erlent Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Innlent „Ég er ekkert búin að læra“ Innlent Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Innlent Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Innlent Fleiri fréttir Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð „Ég er ekkert búin að læra“ Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Rýnt í kannanir og tendrun jólatrés í Hafnarfirði Alma verði heilbrigðisráðherra í stjórn Kristrúnar Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Hér eru „þessar elskur“ Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Sjá meira
Tillögur nefndar um íslenskt viðskiptaumhverfi munu hafa lítil áhrif á starfandi fyrirtæki á Íslandi verði þær að lögum en munu styrkja íslenskt efnahagslíf, að sögn Valgerðar Sverrisdóttur, iðnaðar- og viðskiptaráðherra. Fulltrúar atvinnulífsins og einn nefndarmanna telja þó að samkeppnisstaða íslenskra fyrirtækja muni skerðast miðað við það sem tíðkast í nágrannalöndunum ef tillögur nefndarinnar um að Samkeppnisstofnun verði heimilað að krefjast uppstokkun á fyrirtækjum teljist þau "hafa brotið gegn ákvæðum samkeppnislaga eða skapa[ð] aðstæður sem haf[i] skaðleg áhrif á samkeppnina". Þetta er mat Þórdísar J. Sigurðardóttur, framkvæmdastjóra Stjórnendaskóla Háskólans í Reykjavík sem átti sæti í nefndinni, Ara Edwald, framkvæmdastjóra Samtaka atvinnulífsins, Þórs Sigfússonar, framkvæmdastjóra Verslunarráðs, og Þórðar Friðjónssonar, forstjóra Kauphallarinnar. Tekið er fram í skýrslunni að tillagan sé í samræmi við breytingar sem nýlega voru gerðar á samkeppnisreglum Evrópusambandsins og norskum samkeppnislögum. Þá segir að sambærilegar heimildir sé að finna í fleiri löndum. Einnig er bent á að Samkeppnisstofnun hafi þegar heimild til þess að beita ákvæði sem þessu varðandi opinberar stofnanir sem stunda samkeppnisrekstur. Valgerður Sverrisdóttir, iðnaðar- og viðskiptaráðherra, segir að þessar áhyggjur séu byggðar á misskilningi. "Tillögur nefndarinnar eru í samræmi við það sem tíðkast í löndunum í kring um okkur og Evrópusambandið hefur þennan rétt. Ákvæðið verður tekið inn í EES-samninginn og því mun Eftirlitsstofnun EFTA, ESA, fylgjast með því að þessu verið framfylgt á EES-svæðinu," segir hún. Í skýrslunni er meðal annars lagt til að Samkeppnisráð verði lagt niður og þess í stað verði Samkeppnisstofnun efld og taki jafnframt við hlutverki Samkeppnisráðs. Sett verði á fót sérstök stofnun sem fari með eftirlit með ólögmætum viðskiptaháttum. Ekki þótti nefndinni ástæða til að setja sérstök lög um hringamyndun.
Fréttir Innlent Stj.mál Viðskipti Mest lesið Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Innlent Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Innlent Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Erlent Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Innlent „Ég er ekkert búin að læra“ Innlent Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Innlent Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Innlent Fleiri fréttir Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð „Ég er ekkert búin að læra“ Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Rýnt í kannanir og tendrun jólatrés í Hafnarfirði Alma verði heilbrigðisráðherra í stjórn Kristrúnar Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Hér eru „þessar elskur“ Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Sjá meira