Veljum hagkvæmt 27. ágúst 2004 00:01 Sjónarmið - Guðmundur Magnússon Landsátakið "Veljum íslenskt - og allir vinna", sem hófst í byrjun vikunnar, á hugmyndalega rætur að rekja til "Íslensku vikunnar" í byrjun kreppunnar á fjórða áratugnum þegar það var ríkjandi skoðun að besta leiðin til að skapa atvinnu og betri lífskjör í landinu fælist í því að þjóðin yrði sjálfri sér nóg um framleiðslu á sem flestum sviðum. Hinn erlenda gjaldeyri, sem þjóðin fékk fyrir útflutningsvörur sínar, átti aðeins að nota til "þarflegra" innkaupa að ráði hinna bestu manna. Þetta þótti boðleg speki á hagstjórnarárum hafta og styrkja en er það ekki lengur þegar öllum ætti að vera orðið ljóst að leiðin til hagsældar felst í frjálsum og óheftum viðskiptum þjóða í milli. Eru raunar fáar þjóðir jafn háðar greiðum alþjóðaviðskiptum og við Íslendingar. Athyglisvert er að litlar opinberar umræður hafa orðið um þetta framtak sem Samtök iðnaðarins, Alþýðusambandið og Bændasamtökin standa fyrir. Framkvæmdastjóri Félags íslenskra stórkaupmanna kallaði það "gamaldags áróður" í útvarpsviðtali en fáir aðrir hafa lagt orð í belg. Sérstaklega er tekið eftir því að stjórnmálamenn virðast ekki telja sig hafa neitt til málanna að leggja, ef undan eru skildir Framsóknarráðherrarnir tveir sem tóku þátt í að hrinda átakinu úr vör. Skýringin er líklega sú að þetta þykir óþægilegt mál og er vandmeðfarið; allir upplýstir menn vita að hagfræðin í átakinu byggir á þokukenndri hugsun en enginn getur verið á móti því yfirlýsta markmiði að draga úr atvinnuleysi í landinu og efla innlenda framleiðslu- og þjónustustarfsemi. Enginn, síst af öllum stjórnmálamenn, vill heldur láta saka sig um skort á þjóðhollustu sem segja má að sé dulbúin réttlæting átaksins. Ekki skal dregið úr mikilvægi íslenskrar framleiðslu fyrir velferð þjóðarinnar. Rekja má um fimmtung verðmætasköpunar í landinu til íslensks iðnaðar, þaðan kemur einnig fimmtungur útflutningsteknanna og þar vinnur fimmtungur vinnufærra manna. En þessi starfsemi þrífst og dafnar við skilyrði frjáls innflutnings og alþjóðlegrar samkeppni. Hún nýtur ekki sérréttinda eða sérkjara eins og þekktist fyrr á árum. Um leið og eitthvað slíkt fer að verða á dagskrá er hættunni boðið heim. Þá eru kröfur um arðsemi og eðlilegar rekstrarforsendur ekki lengur leiðarljósið. Hættan við átak eins og "Veljum íslenskt" er einmitt sú að menn freistist til að vilja styðja ýmiss konar innlenda atvinnustarfsemi hennar sjálfrar vegna, af einhvers konar þjóðernislegum ástæðum, en ekki vegna þess að hún eigi sér raunverulegar rekstrarforsendur. Eðlilegra kjörorð neytenda er "Veljum hagkvæmt". Það er líka vænlegra til raunverulegs árangurs. Það má líka velta því fyrir sér hvort hin beina tenging átaksins við atvinnuleysi í landinu sé rétt leið til að styrkja ímynd íslenskrar atvinnustarfsemi. Atvinnuleysið er brýnt úrlausnarefni atvinnulífsins en rekstur sem stendur undir nafni þarfnast hvorki félagslegs né þjóðræknislegs stuðnings. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðmundur Magnússon Mest lesið Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir Skoðun Kennari í verkfalli Hólmfríður Þorgeirsdóttir Skoðun „Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir Skoðun Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun Verðbólga í boði Viðreisnar Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Stúlkur eiga undir högg að sækja í nauðgunarmálum Jörgen Ingimar Hansson Skoðun Neglum niður vextina Kristrún Frostadóttir Skoðun Ísland 2074 Kjartan Magnússon Skoðun 27-faldur hagnaður!? Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Á að vera landbúnaður á Íslandi? Ágústa Ágústsdóttir skrifar Skoðun Miðflokkurinn stendur vörð um bændur Högni Elfar Gylfason skrifar Skoðun Fjármál Kópavogsbæjar - hin hliðin Theódóra Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Feður eiga undir högg að sækja í forsjármálum Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Mikill má máttur Viðreisnar og áhrif um alla Evrópu, líka á Pútín, vera Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar Skoðun Frír hádegisverður í boði Friedmans Róbert Björnsson skrifar Skoðun Höldum áfram með íslenskuna og konuna Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Ekki láta kaupa atkvæði þitt Alexandra Briem skrifar Skoðun Afnemum fátæktina Helgi Máni Sigurðsson skrifar Skoðun Krónur, evrur og fullveldi Bjarni Benediktsson skrifar Skoðun Ný ríkisstjórn styrki meistarakerfi löggiltra iðngreina Hópur formanna fag- og meistarafélaga innan SI skrifar Skoðun Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Farsældarlögin snúast ekki um börnin Lúðvík Júlíusson skrifar Skoðun Víðtæk og öflug barátta gegn einmanaleika á Íslandi Guðrún Svava Viðarsdóttir skrifar Skoðun Framsókn í geðheilbrigðismálum Kjartan Helgi Ólafsson skrifar Skoðun 200 þúsund til að búa í fatahengi LOL Derek T. Allen skrifar Skoðun Kennari í verkfalli Hólmfríður Þorgeirsdóttir skrifar Skoðun Við viljum – kröfugerð fólks með fötlun! Unnur Hrefna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir skrifar Skoðun Óæskilegar uppskerur Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Úreltar og óréttmætar hvalveiðar Henry Alexander Henrysson skrifar Skoðun Bætum umhverfið svo öll börn geti blómstrað Kristín Kolbrún Kolbeinsdóttir Waage skrifar Skoðun Neglum niður vextina Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Áhyggjulaust ævikvöld Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Verðbólga í boði Viðreisnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Afsláttur af mannréttindum Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Er 0,145% bankaskattur virkilega nóg? Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Útrýmum kjaragliðnun Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar Skoðun 16 ára aldurstakmark á samfélagsmiðlum Skúli Bragi Geirdal skrifar Sjá meira
Sjónarmið - Guðmundur Magnússon Landsátakið "Veljum íslenskt - og allir vinna", sem hófst í byrjun vikunnar, á hugmyndalega rætur að rekja til "Íslensku vikunnar" í byrjun kreppunnar á fjórða áratugnum þegar það var ríkjandi skoðun að besta leiðin til að skapa atvinnu og betri lífskjör í landinu fælist í því að þjóðin yrði sjálfri sér nóg um framleiðslu á sem flestum sviðum. Hinn erlenda gjaldeyri, sem þjóðin fékk fyrir útflutningsvörur sínar, átti aðeins að nota til "þarflegra" innkaupa að ráði hinna bestu manna. Þetta þótti boðleg speki á hagstjórnarárum hafta og styrkja en er það ekki lengur þegar öllum ætti að vera orðið ljóst að leiðin til hagsældar felst í frjálsum og óheftum viðskiptum þjóða í milli. Eru raunar fáar þjóðir jafn háðar greiðum alþjóðaviðskiptum og við Íslendingar. Athyglisvert er að litlar opinberar umræður hafa orðið um þetta framtak sem Samtök iðnaðarins, Alþýðusambandið og Bændasamtökin standa fyrir. Framkvæmdastjóri Félags íslenskra stórkaupmanna kallaði það "gamaldags áróður" í útvarpsviðtali en fáir aðrir hafa lagt orð í belg. Sérstaklega er tekið eftir því að stjórnmálamenn virðast ekki telja sig hafa neitt til málanna að leggja, ef undan eru skildir Framsóknarráðherrarnir tveir sem tóku þátt í að hrinda átakinu úr vör. Skýringin er líklega sú að þetta þykir óþægilegt mál og er vandmeðfarið; allir upplýstir menn vita að hagfræðin í átakinu byggir á þokukenndri hugsun en enginn getur verið á móti því yfirlýsta markmiði að draga úr atvinnuleysi í landinu og efla innlenda framleiðslu- og þjónustustarfsemi. Enginn, síst af öllum stjórnmálamenn, vill heldur láta saka sig um skort á þjóðhollustu sem segja má að sé dulbúin réttlæting átaksins. Ekki skal dregið úr mikilvægi íslenskrar framleiðslu fyrir velferð þjóðarinnar. Rekja má um fimmtung verðmætasköpunar í landinu til íslensks iðnaðar, þaðan kemur einnig fimmtungur útflutningsteknanna og þar vinnur fimmtungur vinnufærra manna. En þessi starfsemi þrífst og dafnar við skilyrði frjáls innflutnings og alþjóðlegrar samkeppni. Hún nýtur ekki sérréttinda eða sérkjara eins og þekktist fyrr á árum. Um leið og eitthvað slíkt fer að verða á dagskrá er hættunni boðið heim. Þá eru kröfur um arðsemi og eðlilegar rekstrarforsendur ekki lengur leiðarljósið. Hættan við átak eins og "Veljum íslenskt" er einmitt sú að menn freistist til að vilja styðja ýmiss konar innlenda atvinnustarfsemi hennar sjálfrar vegna, af einhvers konar þjóðernislegum ástæðum, en ekki vegna þess að hún eigi sér raunverulegar rekstrarforsendur. Eðlilegra kjörorð neytenda er "Veljum hagkvæmt". Það er líka vænlegra til raunverulegs árangurs. Það má líka velta því fyrir sér hvort hin beina tenging átaksins við atvinnuleysi í landinu sé rétt leið til að styrkja ímynd íslenskrar atvinnustarfsemi. Atvinnuleysið er brýnt úrlausnarefni atvinnulífsins en rekstur sem stendur undir nafni þarfnast hvorki félagslegs né þjóðræknislegs stuðnings.
Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun
Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir Skoðun
„Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir Skoðun
Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun
Skoðun Mikill má máttur Viðreisnar og áhrif um alla Evrópu, líka á Pútín, vera Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar
Skoðun Ný ríkisstjórn styrki meistarakerfi löggiltra iðngreina Hópur formanna fag- og meistarafélaga innan SI skrifar
Skoðun Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir skrifar
Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun
Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir Skoðun
„Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir Skoðun
Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun