Leyndardómsfullur Ólafur Jóhann 19. ágúst 2004 00:01 Það er óhætt að segja að sköpunarkrafturinn ráði ríkjum hjá Ólafi Jóhanni Ólafssyni um þessar mundir en fimm mánaðagömul dóttir hans, Sóley, afhenti í gær útgáfustjóra Máls og menningar, Páli Valssyni, endanlegt handrit að glænýrri skáldsögu rithöfundarins. "Ein aðalpersóna bókarinnar heitir líka Sóley en þó að ég hafi ráðið nafngiftinni í bókinni var það Anna konan mín sem valdi nafnið á dótturina," segir hinn ástsæli höfundur Ólafur Jóhann. Nýja skáldsagan er mikil að vöxtum, um fimm hundruð blaðsíður eftir grimman niðurskurð, en áætlað er að bókin komi út í október. "Að mínu mati er þetta metnaðarfyllsta bókmenntaverk sem Ólafur hefur skrifað til þessa," segir Páll Valsson. "Þetta er breið epísk saga sem fer víða bæði í tíma og rúmi, mikil örlagasaga, en við getum ekkert gefið meira upp um efni hennar að sinni." Mikil leynd hvílir yfir væntanlegri bók en Ólafur segir ástæðuna að finna í viðfangsefninu. Nýja bókin er byggð á ýmsum raunverulegum atburðum líkt og var um síðustu bók Ólafs, Höll minninganna, þar sem persóna af holdi og blóði var kveikjan að skáldsögunni. "Munurinn er sá að hér er um að ræða fleiri en eina manneskju og þetta fólk er ekki úr fortíðinni heldur samtímanum," segir Ólafur sem hefur unnið bæði upp úr samtölum við fólk og rituðum heimildum. "Það hafa líka þó nokkrir haft samband við mig að fyrra bragði og lagt fram upplýsingar og margir hverjir hafa tekið af mér loforð um að ég láti aldrei uppi hvaðan þær upplýsingar komu. Sem ég stend að sjálfsögðu við." Fyrri bækur Ólafs hafa komið út undir merki Vöku Helgafells og ekki verður breyting á því þótt Ólafur vinni nú með útgáfustjóra Máls og menningar enda eru bæði útgáfumerkin undir hatti Eddu útgáfu. "Ég var svo heppinn að fá nú Pál Valsson til að ritstýra mér í fyrsta sinn," segir Ólafur en í gegnum árin hafa þeir félagarnir spilað reglulega saman fótbolta og segir Páll að samspil þeirra hafi verið mjög gefandi og skemmtilegt, bæði á fótboltavellinum og ritvellinum. Höll minninganna kom út árið 2001 á Íslandi. Bókin seldist þá í um 18 þúsund eintökum og hefur nýverið fengið afar lofsamlega dóma bæði í Bandaríkjunum og á Bretlandi en áætlað er að nýja skáldsagan komi út í Bretlandi árið 2006. "Ég hef ekki enn sett mig í samband við útgáfustjórann minn í Bandaríkjunum," segir Ólafur. "Þó að ég búi lungann af árinu í Bandaríkjunum og bækurnar mínar séu farnar að koma nokkuð víða út í heiminum, þá snertir það mig alltaf mest þegar þær koma út á Íslandi. Enda eru genin íslensk." Auk þess að eignast dóttur og gefa út bók með stuttu millibili er einnig í bígerð Hollywood-kvikmynd sem er unnin upp úr skáldsögu Ólafs Slóð fiðrildanna . "Handritið er tilbúið en það er unnið af Liv Ullmann sem er jafnframt leikstjóri myndarinnar," segir Ólafur og ýjar að því að næstu stórtíðindi gætu orðið af því hvaða leikkona hreppi aðalhlutverk kvikmyndarinnar. Bókmenntir Mest lesið Hundrað ára viðkvæmni Íslendinga: „Leið daglega yfir 40 til 50 manns“ Bíó og sjónvarp Brjáluð stemning í Eldhúspartýi FM957 Lífið Ungfrú Danmörk fegurst allra Lífið Fred again í sal en ekki á sviði: „Orðrómur sem við höfðum enga stjórn á“ Tónlist Stjörnulífið: „Það er gott að vera ekki í feluleik og flótta frá sjálfum sér“ Lífið Edrú í eitt ár Lífið Lára og Jens verða mamma og pabbi Lífið Fer ekki út úr húsi eftir greininguna Lífið Ballettdansarinn Vladimir Shklyarov látinn Menning Bjarki og Rósa orðin hjón Lífið Fleiri fréttir 52 ár á milli þeirra og þrjár bækur Ballettdansarinn Vladimir Shklyarov látinn Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Hvað gerist þegar Laddi hittir Eirík Fjalar, Skrám og Elsu Lund? „Alltaf að fylgja hjartanu í stað þess að velja einföldu leiðina“ Usli og glæsileiki á Kjarvalsstöðum Valgeir sár og Bubbi og Bó hneykslaðir Stappfullt á eina stærstu menningarhátíð ársins Sjóðheitt menningarrými á Baldursgötu Asifa Majid hlýtur Vigdísarverðlaunin 2024 Bjarni Ben fagnaði 140 ára afmæli Listasafns Íslands Han Kang hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Þetta er móðgun gegn Íslandi“ Henti listaverkinu í ruslið Kúltúrkettir landsins létu sig ekki vanta í Portið „Hrátt háþróað krass, langt leitt krot“ Bjóða landsmönnum nauðbeygð til messu Allt í banönum á Brút Bríet lét sig ekki vanta á sýningaropnun Ynju Blævar Sjá meira
Það er óhætt að segja að sköpunarkrafturinn ráði ríkjum hjá Ólafi Jóhanni Ólafssyni um þessar mundir en fimm mánaðagömul dóttir hans, Sóley, afhenti í gær útgáfustjóra Máls og menningar, Páli Valssyni, endanlegt handrit að glænýrri skáldsögu rithöfundarins. "Ein aðalpersóna bókarinnar heitir líka Sóley en þó að ég hafi ráðið nafngiftinni í bókinni var það Anna konan mín sem valdi nafnið á dótturina," segir hinn ástsæli höfundur Ólafur Jóhann. Nýja skáldsagan er mikil að vöxtum, um fimm hundruð blaðsíður eftir grimman niðurskurð, en áætlað er að bókin komi út í október. "Að mínu mati er þetta metnaðarfyllsta bókmenntaverk sem Ólafur hefur skrifað til þessa," segir Páll Valsson. "Þetta er breið epísk saga sem fer víða bæði í tíma og rúmi, mikil örlagasaga, en við getum ekkert gefið meira upp um efni hennar að sinni." Mikil leynd hvílir yfir væntanlegri bók en Ólafur segir ástæðuna að finna í viðfangsefninu. Nýja bókin er byggð á ýmsum raunverulegum atburðum líkt og var um síðustu bók Ólafs, Höll minninganna, þar sem persóna af holdi og blóði var kveikjan að skáldsögunni. "Munurinn er sá að hér er um að ræða fleiri en eina manneskju og þetta fólk er ekki úr fortíðinni heldur samtímanum," segir Ólafur sem hefur unnið bæði upp úr samtölum við fólk og rituðum heimildum. "Það hafa líka þó nokkrir haft samband við mig að fyrra bragði og lagt fram upplýsingar og margir hverjir hafa tekið af mér loforð um að ég láti aldrei uppi hvaðan þær upplýsingar komu. Sem ég stend að sjálfsögðu við." Fyrri bækur Ólafs hafa komið út undir merki Vöku Helgafells og ekki verður breyting á því þótt Ólafur vinni nú með útgáfustjóra Máls og menningar enda eru bæði útgáfumerkin undir hatti Eddu útgáfu. "Ég var svo heppinn að fá nú Pál Valsson til að ritstýra mér í fyrsta sinn," segir Ólafur en í gegnum árin hafa þeir félagarnir spilað reglulega saman fótbolta og segir Páll að samspil þeirra hafi verið mjög gefandi og skemmtilegt, bæði á fótboltavellinum og ritvellinum. Höll minninganna kom út árið 2001 á Íslandi. Bókin seldist þá í um 18 þúsund eintökum og hefur nýverið fengið afar lofsamlega dóma bæði í Bandaríkjunum og á Bretlandi en áætlað er að nýja skáldsagan komi út í Bretlandi árið 2006. "Ég hef ekki enn sett mig í samband við útgáfustjórann minn í Bandaríkjunum," segir Ólafur. "Þó að ég búi lungann af árinu í Bandaríkjunum og bækurnar mínar séu farnar að koma nokkuð víða út í heiminum, þá snertir það mig alltaf mest þegar þær koma út á Íslandi. Enda eru genin íslensk." Auk þess að eignast dóttur og gefa út bók með stuttu millibili er einnig í bígerð Hollywood-kvikmynd sem er unnin upp úr skáldsögu Ólafs Slóð fiðrildanna . "Handritið er tilbúið en það er unnið af Liv Ullmann sem er jafnframt leikstjóri myndarinnar," segir Ólafur og ýjar að því að næstu stórtíðindi gætu orðið af því hvaða leikkona hreppi aðalhlutverk kvikmyndarinnar.
Bókmenntir Mest lesið Hundrað ára viðkvæmni Íslendinga: „Leið daglega yfir 40 til 50 manns“ Bíó og sjónvarp Brjáluð stemning í Eldhúspartýi FM957 Lífið Ungfrú Danmörk fegurst allra Lífið Fred again í sal en ekki á sviði: „Orðrómur sem við höfðum enga stjórn á“ Tónlist Stjörnulífið: „Það er gott að vera ekki í feluleik og flótta frá sjálfum sér“ Lífið Edrú í eitt ár Lífið Lára og Jens verða mamma og pabbi Lífið Fer ekki út úr húsi eftir greininguna Lífið Ballettdansarinn Vladimir Shklyarov látinn Menning Bjarki og Rósa orðin hjón Lífið Fleiri fréttir 52 ár á milli þeirra og þrjár bækur Ballettdansarinn Vladimir Shklyarov látinn Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Hvað gerist þegar Laddi hittir Eirík Fjalar, Skrám og Elsu Lund? „Alltaf að fylgja hjartanu í stað þess að velja einföldu leiðina“ Usli og glæsileiki á Kjarvalsstöðum Valgeir sár og Bubbi og Bó hneykslaðir Stappfullt á eina stærstu menningarhátíð ársins Sjóðheitt menningarrými á Baldursgötu Asifa Majid hlýtur Vigdísarverðlaunin 2024 Bjarni Ben fagnaði 140 ára afmæli Listasafns Íslands Han Kang hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Þetta er móðgun gegn Íslandi“ Henti listaverkinu í ruslið Kúltúrkettir landsins létu sig ekki vanta í Portið „Hrátt háþróað krass, langt leitt krot“ Bjóða landsmönnum nauðbeygð til messu Allt í banönum á Brút Bríet lét sig ekki vanta á sýningaropnun Ynju Blævar Sjá meira