Mikill verðmunur á skólavörum 13. október 2005 14:32 Verslunin Office 1 í Kringlunni býður lægsta verðið á skólavörum þetta haustið af þeim tíu verslunum sem Fréttablaðið gerði könnun í um hádegisbil á mánudag. Karfan með 15 vörutegundum kostaði þar 404 krónur en næstlægsta verðið á henni var í Griffli, 528 krónur. Penninn/Eymundsson í Kringlunni var með þriðju ódýrustu körfuna, upp á 712 krónur, en fast á eftir fylgdu Mál og menning á Laugavegi með körfu upp á 741 krónur og Hagkaup á 796. Verðkönnunin náði til 15 vörutegunda og var listinn byggður að mestu á lista 5. bekkjar Foldaskóla í Grafarvogi. Alls staðar er miðað við stykkjaverð en ekki magnkaup, nema í tilviki línustrikaðra blaða í A4-stærð sem voru 100 í pakka og trélita sem voru 12 í pakka. Reyndar voru tvær verslanir, Bókabúð Grafarvogs og Fjarðarkaup, bara með A4-blöð í 50 stk. pökkum og tvöfölduðum við verðið í þeim tilvikum. Einnig voru blýantar ekki til í stykkjatali í Hagkaupum, heldur bara þrír í pakka, og í því tilfelli deildum við með 3 í pakkaverð til að fá út stykkjaverð. Alls staðar var beðið um ódýrustu vöruna í hverjum flokki, án tillits til gæða, en þó var ekki um magnpakkningar að ræða t.d. á stíla- og reikningsbókum, sem hugsanlega er hagkvæmast. Mikill munur er á verðinu milli verslana, eða 357,4% milli þeirrar ódýrustu og dýrustu. Bókabúð Grafarvogs er með dýrustu körfuna, 1.848 krónur, og Fjarðarkaup í Hafnarfirði þá næstdýrustu, 1.305 krónur. Þriðja dýrust er Skólavörubúðin með körfu upp á 1.286 krónur. Vert er að benda neytendum á að vera sjálfir vakandi fyrir verði og vörugæðum, sem eru afar mismunandi í skólavarningi. Ekki er síst ástæða til þess nú þegar vertíð er á skólavörumarkaðnum og mikið af óvönu fólki við afgreiðslu í þeim verslunum sem selja slíkar vörur. Í ljós kom þegar starfsmenn Fréttablaðsins voru á ferðinni að starfsmenn gátu í sumum tilvikum ekki vísað á ódýrustu vörurnar. Einnig má ljóst vera að þar sem verðið er svo lágt að ótrúlegt má teljast liggja líklegast ekki að baki vörur í háum gæðaflokki. Nám Mest lesið „Ég þori alveg að fullyrða að ég er skítsæmileg móðir“ Lífið „Það er enginn séns að reyna alltaf að útskýra sig“ Tónlist Endurgreiða alla miða ef tónleikahald tekst ekki í kvöld Lífið Hundruðum svekktra tónleikagesta vísað frá Hvalasafninu Lífið Frelsaði húsgögn Brynhildar Lífið Fréttatían: Mannlíf, ferðamenn og Trump Lífið Skautadiskó til styrktar góðu málefni Lífið samstarf Hafa bæði kvatt sín fyrrverandi og eru alsæl saman Lífið Tengdadóttir forsætisráðherra í innsta koppi Loftssystkina Lífið Skellti sér á djammið Lífið Fleiri fréttir Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Hvað gerist þegar Laddi hittir Eirík Fjalar, Skrám og Elsu Lund? „Alltaf að fylgja hjartanu í stað þess að velja einföldu leiðina“ Usli og glæsileiki á Kjarvalsstöðum Valgeir sár og Bubbi og Bó hneykslaðir Stappfullt á eina stærstu menningarhátíð ársins Sjóðheitt menningarrými á Baldursgötu Asifa Majid hlýtur Vigdísarverðlaunin 2024 Bjarni Ben fagnaði 140 ára afmæli Listasafns Íslands Han Kang hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Þetta er móðgun gegn Íslandi“ Henti listaverkinu í ruslið Kúltúrkettir landsins létu sig ekki vanta í Portið „Hrátt háþróað krass, langt leitt krot“ Bjóða landsmönnum nauðbeygð til messu Allt í banönum á Brút Bríet lét sig ekki vanta á sýningaropnun Ynju Blævar Út um allar koppagrundir Alþingis: „Froðan flæðir endalaust, það er bara froða froða“ Sjá meira
Verslunin Office 1 í Kringlunni býður lægsta verðið á skólavörum þetta haustið af þeim tíu verslunum sem Fréttablaðið gerði könnun í um hádegisbil á mánudag. Karfan með 15 vörutegundum kostaði þar 404 krónur en næstlægsta verðið á henni var í Griffli, 528 krónur. Penninn/Eymundsson í Kringlunni var með þriðju ódýrustu körfuna, upp á 712 krónur, en fast á eftir fylgdu Mál og menning á Laugavegi með körfu upp á 741 krónur og Hagkaup á 796. Verðkönnunin náði til 15 vörutegunda og var listinn byggður að mestu á lista 5. bekkjar Foldaskóla í Grafarvogi. Alls staðar er miðað við stykkjaverð en ekki magnkaup, nema í tilviki línustrikaðra blaða í A4-stærð sem voru 100 í pakka og trélita sem voru 12 í pakka. Reyndar voru tvær verslanir, Bókabúð Grafarvogs og Fjarðarkaup, bara með A4-blöð í 50 stk. pökkum og tvöfölduðum við verðið í þeim tilvikum. Einnig voru blýantar ekki til í stykkjatali í Hagkaupum, heldur bara þrír í pakka, og í því tilfelli deildum við með 3 í pakkaverð til að fá út stykkjaverð. Alls staðar var beðið um ódýrustu vöruna í hverjum flokki, án tillits til gæða, en þó var ekki um magnpakkningar að ræða t.d. á stíla- og reikningsbókum, sem hugsanlega er hagkvæmast. Mikill munur er á verðinu milli verslana, eða 357,4% milli þeirrar ódýrustu og dýrustu. Bókabúð Grafarvogs er með dýrustu körfuna, 1.848 krónur, og Fjarðarkaup í Hafnarfirði þá næstdýrustu, 1.305 krónur. Þriðja dýrust er Skólavörubúðin með körfu upp á 1.286 krónur. Vert er að benda neytendum á að vera sjálfir vakandi fyrir verði og vörugæðum, sem eru afar mismunandi í skólavarningi. Ekki er síst ástæða til þess nú þegar vertíð er á skólavörumarkaðnum og mikið af óvönu fólki við afgreiðslu í þeim verslunum sem selja slíkar vörur. Í ljós kom þegar starfsmenn Fréttablaðsins voru á ferðinni að starfsmenn gátu í sumum tilvikum ekki vísað á ódýrustu vörurnar. Einnig má ljóst vera að þar sem verðið er svo lágt að ótrúlegt má teljast liggja líklegast ekki að baki vörur í háum gæðaflokki.
Nám Mest lesið „Ég þori alveg að fullyrða að ég er skítsæmileg móðir“ Lífið „Það er enginn séns að reyna alltaf að útskýra sig“ Tónlist Endurgreiða alla miða ef tónleikahald tekst ekki í kvöld Lífið Hundruðum svekktra tónleikagesta vísað frá Hvalasafninu Lífið Frelsaði húsgögn Brynhildar Lífið Fréttatían: Mannlíf, ferðamenn og Trump Lífið Skautadiskó til styrktar góðu málefni Lífið samstarf Hafa bæði kvatt sín fyrrverandi og eru alsæl saman Lífið Tengdadóttir forsætisráðherra í innsta koppi Loftssystkina Lífið Skellti sér á djammið Lífið Fleiri fréttir Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Hvað gerist þegar Laddi hittir Eirík Fjalar, Skrám og Elsu Lund? „Alltaf að fylgja hjartanu í stað þess að velja einföldu leiðina“ Usli og glæsileiki á Kjarvalsstöðum Valgeir sár og Bubbi og Bó hneykslaðir Stappfullt á eina stærstu menningarhátíð ársins Sjóðheitt menningarrými á Baldursgötu Asifa Majid hlýtur Vigdísarverðlaunin 2024 Bjarni Ben fagnaði 140 ára afmæli Listasafns Íslands Han Kang hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Þetta er móðgun gegn Íslandi“ Henti listaverkinu í ruslið Kúltúrkettir landsins létu sig ekki vanta í Portið „Hrátt háþróað krass, langt leitt krot“ Bjóða landsmönnum nauðbeygð til messu Allt í banönum á Brút Bríet lét sig ekki vanta á sýningaropnun Ynju Blævar Út um allar koppagrundir Alþingis: „Froðan flæðir endalaust, það er bara froða froða“ Sjá meira