Gamlir seldir sem nýir 10. ágúst 2004 00:01 Nokkuð er um að bílar sem seldir eru á Íslandi sem nýir séu í raun gamlir bílar sem staðið hafa óseldir erlendis jafnvel í nokkur ár. Þetta getur haft í för með sér vandamál þar sem bílar geta skemmst ef þeir standa óhreyfðir. Að sögn Stefáns Ásgrímssonar hjá Félagi íslenskra bifreiðaeigenda hafa fimm slík mál borist á borð félagsins á þessu ári. Í framleiðslunúmeri er meðal annars að finna upplýsingar um í hvaða mánuði bílar hafa verið afgreiddir frá verksmiðju. Þetta framleiðslunúmer er ekki hluti af þeim upplýsingum sem nauðsynlegt er að fylgi skráningarskírteini á íslenskum bílum. Stefán segir Félag íslenskra bifreiðaeigenda vera mjög ósátt við að þær upplýsingar þurfi ekki að fylgja skráningarskírteinum. "Við sem neytendafélag teljum að það sé verið að fara aftan að venjulegu fólki. Satt að segja skiljum við ekki af hverju þetta var gert og af hverju þetta fyrirkomulag er hér," segir Stefán. Hann segir að upp hafi komið mál bæði hjá bílaumboðum og einstaklingum sem flytja inn bíla þar sem þetta hafi verið vandamál. Hann segir að umboðin hafi jafnvel þráast við að gefa upplýsingar um framleiðslunúmer þegar eftir því sé sóst. Stefán segir að ýmsir hlutir í bílum geti skemmst og ryðgað ef bíllinn er ónotaður en þær skemmdir komi svo í ljós þegar bíllinn sé gangsettur. Þar sé meðal annars um að ræða gírabúnað og annað sem ekki situr í olíu þegar bíllinn stendur óhreyfður. Einnig munu vera dæmi þess að bílar sem seldir eru sem nýir hafi orðið fyrir ryðskemmdum af því að standa lengi óhreyfðir utandyra. Erfitt er fyrir kaupendur að sækja rétt sinn í slíkum málum þar sem seljendum er ekki gert að gefa upplýsingar um framleiðslunúmerið. Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið „En við getum aldrei talað um að hann sé að gera þetta fyrir vin sinn“ Viðskipti innlent Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Viðskipti erlent KS við það að kaupa B. Jensen Viðskipti innlent Eini sjö sæta rafbíllinn í sínum verðflokki Samstarf Skerðingum að hluta frestað þökk sé hlýindum Viðskipti innlent Sólrún, Brynjar og Aníta til Reita Viðskipti innlent Kynna nýja samheitaorðbók sem samin er með hjálp gervigreindar Viðskipti innlent Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Viðskipti innlent Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Viðskipti innlent Níu varðhundar neytenda sameinast á einum vef Neytendur Fleiri fréttir Kynna nýja samheitaorðbók sem samin er með hjálp gervigreindar Skerðingum að hluta frestað þökk sé hlýindum Sólrún, Brynjar og Aníta til Reita „En við getum aldrei talað um að hann sé að gera þetta fyrir vin sinn“ KS við það að kaupa B. Jensen Icelandair byrjar að fljúga til Istanbúl Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Spá því að nefndin lækki stýrivexti duglega Spá því að verðbólgan fari í 4,5 prósent Telur enga frétt í leyniupptökunum um hvalveiðar Bein útsending: Leiðir til að lækka vexti Hagnaður Sýnar dróst verulega saman milli ára Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Spá hressilegri vaxtalækkun Lentu vélum easyJet örugglega á Akureyri þrátt fyrir hvassviðri Kaupmáttur á opinberum markaði minni vegna lausra samninga Þrjú ráðin til Tryggja Arna innkallar kaffiskyr með vanillubragði Bein útsending: Kosningafundur Viðskiptaráðs - Horfum til hagsældar Horfur tveggja banka úr stöðugum í jákvæðar Ísold ráðin markaðsstjóri Frá Bændasamtökunum til Samorku Fáránlegt að eiga ekki „smá Bitcoin“ á Íslandi Deildarstjóri, lögfræðingur og viðskiptastjóri ráðin til Mílu Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Sjá meira
Nokkuð er um að bílar sem seldir eru á Íslandi sem nýir séu í raun gamlir bílar sem staðið hafa óseldir erlendis jafnvel í nokkur ár. Þetta getur haft í för með sér vandamál þar sem bílar geta skemmst ef þeir standa óhreyfðir. Að sögn Stefáns Ásgrímssonar hjá Félagi íslenskra bifreiðaeigenda hafa fimm slík mál borist á borð félagsins á þessu ári. Í framleiðslunúmeri er meðal annars að finna upplýsingar um í hvaða mánuði bílar hafa verið afgreiddir frá verksmiðju. Þetta framleiðslunúmer er ekki hluti af þeim upplýsingum sem nauðsynlegt er að fylgi skráningarskírteini á íslenskum bílum. Stefán segir Félag íslenskra bifreiðaeigenda vera mjög ósátt við að þær upplýsingar þurfi ekki að fylgja skráningarskírteinum. "Við sem neytendafélag teljum að það sé verið að fara aftan að venjulegu fólki. Satt að segja skiljum við ekki af hverju þetta var gert og af hverju þetta fyrirkomulag er hér," segir Stefán. Hann segir að upp hafi komið mál bæði hjá bílaumboðum og einstaklingum sem flytja inn bíla þar sem þetta hafi verið vandamál. Hann segir að umboðin hafi jafnvel þráast við að gefa upplýsingar um framleiðslunúmer þegar eftir því sé sóst. Stefán segir að ýmsir hlutir í bílum geti skemmst og ryðgað ef bíllinn er ónotaður en þær skemmdir komi svo í ljós þegar bíllinn sé gangsettur. Þar sé meðal annars um að ræða gírabúnað og annað sem ekki situr í olíu þegar bíllinn stendur óhreyfður. Einnig munu vera dæmi þess að bílar sem seldir eru sem nýir hafi orðið fyrir ryðskemmdum af því að standa lengi óhreyfðir utandyra. Erfitt er fyrir kaupendur að sækja rétt sinn í slíkum málum þar sem seljendum er ekki gert að gefa upplýsingar um framleiðslunúmerið.
Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið „En við getum aldrei talað um að hann sé að gera þetta fyrir vin sinn“ Viðskipti innlent Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Viðskipti erlent KS við það að kaupa B. Jensen Viðskipti innlent Eini sjö sæta rafbíllinn í sínum verðflokki Samstarf Skerðingum að hluta frestað þökk sé hlýindum Viðskipti innlent Sólrún, Brynjar og Aníta til Reita Viðskipti innlent Kynna nýja samheitaorðbók sem samin er með hjálp gervigreindar Viðskipti innlent Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Viðskipti innlent Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Viðskipti innlent Níu varðhundar neytenda sameinast á einum vef Neytendur Fleiri fréttir Kynna nýja samheitaorðbók sem samin er með hjálp gervigreindar Skerðingum að hluta frestað þökk sé hlýindum Sólrún, Brynjar og Aníta til Reita „En við getum aldrei talað um að hann sé að gera þetta fyrir vin sinn“ KS við það að kaupa B. Jensen Icelandair byrjar að fljúga til Istanbúl Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Spá því að nefndin lækki stýrivexti duglega Spá því að verðbólgan fari í 4,5 prósent Telur enga frétt í leyniupptökunum um hvalveiðar Bein útsending: Leiðir til að lækka vexti Hagnaður Sýnar dróst verulega saman milli ára Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Spá hressilegri vaxtalækkun Lentu vélum easyJet örugglega á Akureyri þrátt fyrir hvassviðri Kaupmáttur á opinberum markaði minni vegna lausra samninga Þrjú ráðin til Tryggja Arna innkallar kaffiskyr með vanillubragði Bein útsending: Kosningafundur Viðskiptaráðs - Horfum til hagsældar Horfur tveggja banka úr stöðugum í jákvæðar Ísold ráðin markaðsstjóri Frá Bændasamtökunum til Samorku Fáránlegt að eiga ekki „smá Bitcoin“ á Íslandi Deildarstjóri, lögfræðingur og viðskiptastjóri ráðin til Mílu Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Sjá meira