Viðskipti innlent

Sjónum beint að Singer

Fjármálasérfræðingar hafa beint sjónum sínum að breska bankanum Singer og Friedlander eftir að Burðarás keypti tæplega þriggja og hálfs prósents hlut í honum í gær. Kaupþing á tæp tuttugu prósent í bankanum en hefur með yfirlýsingu skuldbundið sig til að gera ekki yfirtökutilboð fyrr en í fyrsta lagi um næstu mánaðamót. Yfirtaka er talin líklegt markmið forsvarsmanna KB banka og komi til þess má búast við að hluthöfum verði boðið um 15-20 prósentum hærra verð en markaðsgengi.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×