Lífið

Gamalt baðkar gert upp

Sæll Frikki ! Ég er í vandræðum með baðkarið hjá mér. Það er gamalt og húðin er farin af því og því setjast óhreinindi í það og virkar því mjög skítugt fyrir vikið. Geturðu gefið mér góð ráð með það hvaða efni gæti virkað best til að gera það hvítara? Ein í baðkarsvandræðum Sæl sjálf Nú veit ég ekki hvort um gamalt pott-baðkar er að ræða eður ei. Ef svo er þá hef ég einu sinni gert upp pott-baðkar sjálfur og þá pússaði ég það upp með fínum sandpappír og lakkaði það svo með epoxy-lakki, þetta reyndist vel enda mjög gott efni og sterkt. Ef um nýlegt baðkar er að ræða þá er ég viss um að þetta gæti virkað en held að um bráðabirgðalausn væri að ræða, þau voru bara betri í gamla daga. Ef þú svo ákveður að gera þetta ekki mundi ég bara tala við eitthvert hreingerningafyrirtæki og athuga hvort til séu einhver atvinnumannaefni sem duga á þetta. Nú eða bara að skipta út, fá þér nuddbaðkar og sleppa sumarfríinu! Kveðja Frikki Vantar þig góð ráð? Sendu Frikka póst á [email protected]





Fleiri fréttir

Sjá meira


×