Greiningardeildir fara varlega 11. júlí 2004 00:01 Greiningardeildir bankanna eru varkárar í ráðgjöf sinni til fjárfesta þótt almennrar bjartsýni gæti um þróun efnahagslífsins. Verðbréf hafa hækkað hratt í verði á Íslandi á þessu ári. Úrvalsvísitalan stóð í 2.114 stigum í lok árs en var 2.978 atig við lok viðskipta á fimmtudaginn. Þetta er ríflega 40% hækkun frá áramótum. Meiri hækkun hér en erlendisÍ Vegvísi greiningardeildar Landsbankans á föstudaginn var hækkun úrvalsvísitölunnar á Íslandi borin saman við nokkrar vísitölur í löndunum í kringum okkur. Niðurstaðan er sú að vöxturinn á Íslandi hefur verið miklum mun öflugri. Danska vísitalan kemst næst Úrvalsvísitölunnar og hefur hækkað um níu prósent en almennt hafa hlutabréfavísitölur hækkað mjög lítið - eða jafnvel lækkað eins og gerst hefur í Þýskalandi, Bandaríkjunum og Bretlandi. Þótt gengið á hlutabréfamarkaði sé gott eru greiningardeildirnar varkárar - ef til vill minnugar þess æðis sem greip um sig á markaðinum í uppganginum á síðustu árum tíunda áratugarins þegar margir brenndu sig á of heitum hlutabréfamarkaði. Góð ráð dýrStóru bankarnir þrír senda reglulega frá sér verðmat í fyrirtækjum í Kauphöllinni og á síðustu vikum hafa KB banki og Íslandsbanki sent frá sér spár um afkomu hlutafélaga á þessu ári og Greiningardeild Landsbankans sendi í vikunni frá sér afkomuspá fyrir annan ársfjórðung. Gerður er skýr greinamunur á milli hlutverks greiningardeilda annars vegar og miðlara hins vegar. Verðmat greiningardeilda á að segja til um raunverulegt virði en ekki sveiflast til eftir huglægum þáttum svo sem eins og stemmningu á markaði. Þannig ganga greiningardeildirnar út frá því að hagnaður fyrirtækisins sé nægur til þess að fjárfesting skili sér í formi arðgreiðslna en ekki spákaupmennsku. Sínum augum lítur hver silfriðKB banki telur að einungis eitt fyrirtæki í Úrvalsvísitölunni, Össur, sé vanmetið á markaði og ráðleggur því kaup á hlutum í því félagi. Bankinn telur hins vegar að þrjú önnur fyrirtæki séu líkleg til þess að hækka hraðar en markaðurinn á næstu misserum. Það eru Bakkavör, Marel og Samherji. Í greiningu Íslandsbanka er hins vegar talið að tvö fyrirtæki í úrvalsvísitölunni, Og Vodafone og Opin kerfi, séu vanmetin og þar liggi því kauptækifæri. Það er áhugavert að KB banki hefur þveröfuga skoðuna á þessum tveimur fyrirtækjum og ráðleggur eigendum hlutafjár í þeim að selja. Landsbankinn er hins vegar nær skoðun Íslandsbanka og gerir ráð fyrir því að félögin muni á næstunni hækka hraðar heldur en markaðurinn í heild. Greiningardeildirnar ráðleggja fólki almennt að kaupa í félögum sem þær telja undirverðlagðar en svokölluð vogunarráðgjöf tekur tillit til þess að sveiflur á markaði eru ekki endilega alltaf í samræmi við raunverulegt verðmæti. Af þessum sökum líta fjárfestar til vogunarráðgjafarinnar við mat á því hvort fjárfesting geti skilað arði til skamms tíma. Ráðgjöf um að kaupa, selja eða halda í hlutabréf byggist á langtímahorfum fyrirtækjanna til að skila hagnaði miðað við óbreyttan rekstur. Sjávarútvegur í lægðGreiningardeildirnar þrjár eru ekki sammála um vogunarspá fyrir neitt fyrirtæki í úrvalsvísitölunni þótt taka verði tillit til þess að greiningardeildirnar hafa ekki gefið út vogunarspá fyrir öll fyrirtækin í vísitölunni. KB banki og Íslandsbanki eru hins vegar sammála um að gera ráð fyrir að sjávarútvegsfyrirtækin í vísitölunni; Grandi, SÍF, Vinnslustöðin og Þormóður Rammi, muni hækka minna en verðbréf almennt á næstunni. KB banki er þó öllu bjartsýnni um gengi SH og telur að verð þess fyrirtækis muni hækka ámóta mikið og markaðurinn í heild. Góðar horfur um hagnaðAlmennt gera greiningardeildirnar ráð fyrir góðum hagnaði fyrirtækja á markaði í ár. Aðeins sjávarútvegsfyrirtækin reka lestina í þeim efnum en ekki er gert ráð fyrir góðri afkomu í þeim geira í ár. Bankarnir sjálfir gera það gott. Íslandsbanki spáir KB banka 11,4 milljarða hagnaði, KB banki spáir Íslandsbanka 8,1 milljarði í hagnað. Bæði KB banki og Íslandsbanki gera ráð fyrir því að hagnaður Landsbanka verði í kringum átta milljarða króna. Burðarás er einnig talinn skila mjög góðum hagnaði; um átta milljörðum króna. Greiningardeildirnar eru einnig bjartsýnar fyrir hönd helstu útrásarfyrirtækjanna á markaðnum. Gert er ráð fyrir að hagnaður Actavis hækki úr ríflega 3,5 milljörðum í 5,5 til 6,8 milljarða. Greiningardeildirnar gera ráð fyrir að hagnaður Össurar fari úr um 330 milljónum í um 900 milljónir.Einnig er gert ráð fyrir að afkoma Bakkavarar, sem hagnaðist um tæplega 1,8 milljarða í fyrra, batni lítillega. [email protected] Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið „En við getum aldrei talað um að hann sé að gera þetta fyrir vin sinn“ Viðskipti innlent Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Viðskipti erlent KS við það að kaupa B. Jensen Viðskipti innlent Eini sjö sæta rafbíllinn í sínum verðflokki Samstarf Skerðingum að hluta frestað þökk sé hlýindum Viðskipti innlent Sólrún, Brynjar og Aníta til Reita Viðskipti innlent Kynna nýja samheitaorðbók sem samin er með hjálp gervigreindar Viðskipti innlent Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Viðskipti innlent Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Viðskipti innlent Níu varðhundar neytenda sameinast á einum vef Neytendur Fleiri fréttir Kynna nýja samheitaorðbók sem samin er með hjálp gervigreindar Skerðingum að hluta frestað þökk sé hlýindum Sólrún, Brynjar og Aníta til Reita „En við getum aldrei talað um að hann sé að gera þetta fyrir vin sinn“ KS við það að kaupa B. Jensen Icelandair byrjar að fljúga til Istanbúl Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Spá því að nefndin lækki stýrivexti duglega Spá því að verðbólgan fari í 4,5 prósent Telur enga frétt í leyniupptökunum um hvalveiðar Bein útsending: Leiðir til að lækka vexti Hagnaður Sýnar dróst verulega saman milli ára Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Spá hressilegri vaxtalækkun Lentu vélum easyJet örugglega á Akureyri þrátt fyrir hvassviðri Kaupmáttur á opinberum markaði minni vegna lausra samninga Þrjú ráðin til Tryggja Arna innkallar kaffiskyr með vanillubragði Bein útsending: Kosningafundur Viðskiptaráðs - Horfum til hagsældar Horfur tveggja banka úr stöðugum í jákvæðar Ísold ráðin markaðsstjóri Frá Bændasamtökunum til Samorku Fáránlegt að eiga ekki „smá Bitcoin“ á Íslandi Deildarstjóri, lögfræðingur og viðskiptastjóri ráðin til Mílu Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Sjá meira
Greiningardeildir bankanna eru varkárar í ráðgjöf sinni til fjárfesta þótt almennrar bjartsýni gæti um þróun efnahagslífsins. Verðbréf hafa hækkað hratt í verði á Íslandi á þessu ári. Úrvalsvísitalan stóð í 2.114 stigum í lok árs en var 2.978 atig við lok viðskipta á fimmtudaginn. Þetta er ríflega 40% hækkun frá áramótum. Meiri hækkun hér en erlendisÍ Vegvísi greiningardeildar Landsbankans á föstudaginn var hækkun úrvalsvísitölunnar á Íslandi borin saman við nokkrar vísitölur í löndunum í kringum okkur. Niðurstaðan er sú að vöxturinn á Íslandi hefur verið miklum mun öflugri. Danska vísitalan kemst næst Úrvalsvísitölunnar og hefur hækkað um níu prósent en almennt hafa hlutabréfavísitölur hækkað mjög lítið - eða jafnvel lækkað eins og gerst hefur í Þýskalandi, Bandaríkjunum og Bretlandi. Þótt gengið á hlutabréfamarkaði sé gott eru greiningardeildirnar varkárar - ef til vill minnugar þess æðis sem greip um sig á markaðinum í uppganginum á síðustu árum tíunda áratugarins þegar margir brenndu sig á of heitum hlutabréfamarkaði. Góð ráð dýrStóru bankarnir þrír senda reglulega frá sér verðmat í fyrirtækjum í Kauphöllinni og á síðustu vikum hafa KB banki og Íslandsbanki sent frá sér spár um afkomu hlutafélaga á þessu ári og Greiningardeild Landsbankans sendi í vikunni frá sér afkomuspá fyrir annan ársfjórðung. Gerður er skýr greinamunur á milli hlutverks greiningardeilda annars vegar og miðlara hins vegar. Verðmat greiningardeilda á að segja til um raunverulegt virði en ekki sveiflast til eftir huglægum þáttum svo sem eins og stemmningu á markaði. Þannig ganga greiningardeildirnar út frá því að hagnaður fyrirtækisins sé nægur til þess að fjárfesting skili sér í formi arðgreiðslna en ekki spákaupmennsku. Sínum augum lítur hver silfriðKB banki telur að einungis eitt fyrirtæki í Úrvalsvísitölunni, Össur, sé vanmetið á markaði og ráðleggur því kaup á hlutum í því félagi. Bankinn telur hins vegar að þrjú önnur fyrirtæki séu líkleg til þess að hækka hraðar en markaðurinn á næstu misserum. Það eru Bakkavör, Marel og Samherji. Í greiningu Íslandsbanka er hins vegar talið að tvö fyrirtæki í úrvalsvísitölunni, Og Vodafone og Opin kerfi, séu vanmetin og þar liggi því kauptækifæri. Það er áhugavert að KB banki hefur þveröfuga skoðuna á þessum tveimur fyrirtækjum og ráðleggur eigendum hlutafjár í þeim að selja. Landsbankinn er hins vegar nær skoðun Íslandsbanka og gerir ráð fyrir því að félögin muni á næstunni hækka hraðar heldur en markaðurinn í heild. Greiningardeildirnar ráðleggja fólki almennt að kaupa í félögum sem þær telja undirverðlagðar en svokölluð vogunarráðgjöf tekur tillit til þess að sveiflur á markaði eru ekki endilega alltaf í samræmi við raunverulegt verðmæti. Af þessum sökum líta fjárfestar til vogunarráðgjafarinnar við mat á því hvort fjárfesting geti skilað arði til skamms tíma. Ráðgjöf um að kaupa, selja eða halda í hlutabréf byggist á langtímahorfum fyrirtækjanna til að skila hagnaði miðað við óbreyttan rekstur. Sjávarútvegur í lægðGreiningardeildirnar þrjár eru ekki sammála um vogunarspá fyrir neitt fyrirtæki í úrvalsvísitölunni þótt taka verði tillit til þess að greiningardeildirnar hafa ekki gefið út vogunarspá fyrir öll fyrirtækin í vísitölunni. KB banki og Íslandsbanki eru hins vegar sammála um að gera ráð fyrir að sjávarútvegsfyrirtækin í vísitölunni; Grandi, SÍF, Vinnslustöðin og Þormóður Rammi, muni hækka minna en verðbréf almennt á næstunni. KB banki er þó öllu bjartsýnni um gengi SH og telur að verð þess fyrirtækis muni hækka ámóta mikið og markaðurinn í heild. Góðar horfur um hagnaðAlmennt gera greiningardeildirnar ráð fyrir góðum hagnaði fyrirtækja á markaði í ár. Aðeins sjávarútvegsfyrirtækin reka lestina í þeim efnum en ekki er gert ráð fyrir góðri afkomu í þeim geira í ár. Bankarnir sjálfir gera það gott. Íslandsbanki spáir KB banka 11,4 milljarða hagnaði, KB banki spáir Íslandsbanka 8,1 milljarði í hagnað. Bæði KB banki og Íslandsbanki gera ráð fyrir því að hagnaður Landsbanka verði í kringum átta milljarða króna. Burðarás er einnig talinn skila mjög góðum hagnaði; um átta milljörðum króna. Greiningardeildirnar eru einnig bjartsýnar fyrir hönd helstu útrásarfyrirtækjanna á markaðnum. Gert er ráð fyrir að hagnaður Actavis hækki úr ríflega 3,5 milljörðum í 5,5 til 6,8 milljarða. Greiningardeildirnar gera ráð fyrir að hagnaður Össurar fari úr um 330 milljónum í um 900 milljónir.Einnig er gert ráð fyrir að afkoma Bakkavarar, sem hagnaðist um tæplega 1,8 milljarða í fyrra, batni lítillega. [email protected]
Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið „En við getum aldrei talað um að hann sé að gera þetta fyrir vin sinn“ Viðskipti innlent Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Viðskipti erlent KS við það að kaupa B. Jensen Viðskipti innlent Eini sjö sæta rafbíllinn í sínum verðflokki Samstarf Skerðingum að hluta frestað þökk sé hlýindum Viðskipti innlent Sólrún, Brynjar og Aníta til Reita Viðskipti innlent Kynna nýja samheitaorðbók sem samin er með hjálp gervigreindar Viðskipti innlent Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Viðskipti innlent Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Viðskipti innlent Níu varðhundar neytenda sameinast á einum vef Neytendur Fleiri fréttir Kynna nýja samheitaorðbók sem samin er með hjálp gervigreindar Skerðingum að hluta frestað þökk sé hlýindum Sólrún, Brynjar og Aníta til Reita „En við getum aldrei talað um að hann sé að gera þetta fyrir vin sinn“ KS við það að kaupa B. Jensen Icelandair byrjar að fljúga til Istanbúl Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Spá því að nefndin lækki stýrivexti duglega Spá því að verðbólgan fari í 4,5 prósent Telur enga frétt í leyniupptökunum um hvalveiðar Bein útsending: Leiðir til að lækka vexti Hagnaður Sýnar dróst verulega saman milli ára Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Spá hressilegri vaxtalækkun Lentu vélum easyJet örugglega á Akureyri þrátt fyrir hvassviðri Kaupmáttur á opinberum markaði minni vegna lausra samninga Þrjú ráðin til Tryggja Arna innkallar kaffiskyr með vanillubragði Bein útsending: Kosningafundur Viðskiptaráðs - Horfum til hagsældar Horfur tveggja banka úr stöðugum í jákvæðar Ísold ráðin markaðsstjóri Frá Bændasamtökunum til Samorku Fáránlegt að eiga ekki „smá Bitcoin“ á Íslandi Deildarstjóri, lögfræðingur og viðskiptastjóri ráðin til Mílu Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Sjá meira