Viðræður við þingnefnd nauðsyn 8. júlí 2004 00:01 "Íslendingar þurfa að hafa frumkvæði að því að hefja viðræður við lykilmenn bandaríska þingsins ef tryggja á framtíð varnarsamningsins," segir Van Hipp, sérfræðingur í varnarmálum Bandaríkjanna og stjórnarformaður ráðgjafafyrirtækisins American Defense International. Að sögn Hipp fer nefnd á vegum bandaríska þingsins, sem nefnist The Armed Services Committee, með þetta mál og hefur úrslitavald um ákvarðanir. "Fundur Davíðs Oddssonar við Bush var skref í rétta átt en mun ekki skila neinu einn og sér. Íslendingar verða að skilja að forsetinn getur ekki einn tekið ákvörðun um málefni er varða herinn, þar hefur þingið síðasta orðið," segir Hipp. Hipp bendir á að í kjölfar fundarins við Davíð muni Bush hafa samband við nefndarmenn til að komast að því hver framtíðaráform þeirra eru varðandi varnarsamninginn. "Það væri sterkur leikur að Íslendingar settu sig í samband við þingmenn nefndarinnar er eru hliðhollir málefnum Íslendinga. Það er ekki víst að nefndin myndi annars leita við að uppfylla óskir Íslendinga. Bush þarf að hafa stuðning nefndarinnar til að gera svo," segir Hipp. Hann segir að Íslendingar verði að taka virkan þátt í ferli málsins innan bandaríska þingsins. "Aðrar þjóðir, svo sem Norðmenn, Frakkar og Indverjar, hafa gert þetta í því skyni að vinna að hagsmunum sínum," segir Hipp. "Hið eina sem Íslendingar þurfa að gera er að biðja um stuðning," segir hann og bætir við að ekki sé víst að nefndin muni vera málefnum Íslendinga hliðholl ef Íslendingar hafi ekki einu sinni haft samband við hana. "Íslendingar þurfa að útskýra sjónarmið sín fyrir vilhollum nefndarmönnum sem munu síðan tala þeirra máli. Við höfum mikinn áhuga á að veita löndum aðstoð sem hafa sýnt Bandaríkjunum stuðning sinn," segir Hipp. Hann segir það í sjálfu sér ótrúlegt mál að herstöðin sé enn starfandi í Keflavík án þess að samningar séu þar um. Hins vegar verði Íslendingar að bregðast fljótt við og láta þetta mál ekki bíða betri tíma. Hipp segist sjálfur hafa rætt við nefndarmenn og fengið það staðfest að Íslendingar hefðu ekki enn sett sig í samband við þá. Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Brenna líkin á nóttunni Innlent Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Innlent Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Innlent Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Erlent Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Innlent „Ég er ekkert búin að læra“ Innlent Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Innlent Fleiri fréttir Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð „Ég er ekkert búin að læra“ Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Rýnt í kannanir og tendrun jólatrés í Hafnarfirði Alma verði heilbrigðisráðherra í stjórn Kristrúnar Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Hér eru „þessar elskur“ Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Sjá meira
"Íslendingar þurfa að hafa frumkvæði að því að hefja viðræður við lykilmenn bandaríska þingsins ef tryggja á framtíð varnarsamningsins," segir Van Hipp, sérfræðingur í varnarmálum Bandaríkjanna og stjórnarformaður ráðgjafafyrirtækisins American Defense International. Að sögn Hipp fer nefnd á vegum bandaríska þingsins, sem nefnist The Armed Services Committee, með þetta mál og hefur úrslitavald um ákvarðanir. "Fundur Davíðs Oddssonar við Bush var skref í rétta átt en mun ekki skila neinu einn og sér. Íslendingar verða að skilja að forsetinn getur ekki einn tekið ákvörðun um málefni er varða herinn, þar hefur þingið síðasta orðið," segir Hipp. Hipp bendir á að í kjölfar fundarins við Davíð muni Bush hafa samband við nefndarmenn til að komast að því hver framtíðaráform þeirra eru varðandi varnarsamninginn. "Það væri sterkur leikur að Íslendingar settu sig í samband við þingmenn nefndarinnar er eru hliðhollir málefnum Íslendinga. Það er ekki víst að nefndin myndi annars leita við að uppfylla óskir Íslendinga. Bush þarf að hafa stuðning nefndarinnar til að gera svo," segir Hipp. Hann segir að Íslendingar verði að taka virkan þátt í ferli málsins innan bandaríska þingsins. "Aðrar þjóðir, svo sem Norðmenn, Frakkar og Indverjar, hafa gert þetta í því skyni að vinna að hagsmunum sínum," segir Hipp. "Hið eina sem Íslendingar þurfa að gera er að biðja um stuðning," segir hann og bætir við að ekki sé víst að nefndin muni vera málefnum Íslendinga hliðholl ef Íslendingar hafi ekki einu sinni haft samband við hana. "Íslendingar þurfa að útskýra sjónarmið sín fyrir vilhollum nefndarmönnum sem munu síðan tala þeirra máli. Við höfum mikinn áhuga á að veita löndum aðstoð sem hafa sýnt Bandaríkjunum stuðning sinn," segir Hipp. Hann segir það í sjálfu sér ótrúlegt mál að herstöðin sé enn starfandi í Keflavík án þess að samningar séu þar um. Hins vegar verði Íslendingar að bregðast fljótt við og láta þetta mál ekki bíða betri tíma. Hipp segist sjálfur hafa rætt við nefndarmenn og fengið það staðfest að Íslendingar hefðu ekki enn sett sig í samband við þá.
Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Brenna líkin á nóttunni Innlent Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Innlent Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Innlent Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Erlent Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Innlent „Ég er ekkert búin að læra“ Innlent Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Innlent Fleiri fréttir Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð „Ég er ekkert búin að læra“ Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Rýnt í kannanir og tendrun jólatrés í Hafnarfirði Alma verði heilbrigðisráðherra í stjórn Kristrúnar Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Hér eru „þessar elskur“ Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Sjá meira