Næstu þingkosningar ráða úrslitum 5. júlí 2004 00:01 "Tillögur ríkisstjórnarinnar voru samþykktar samhljóða," sagði Davíð Oddsson forsætisráðherra eftir þingflokksfund Sjálfstæðisflokksins sem lauk upp úr átta í gærkvöld. "Tillögurnar eru þær að það verður lagt fram nýtt frumvarp að fjölmiðlalögum þar sem verða gerðar tvær efnisbreytingar frá fyrra frumvarpi. Annars vegar það að réttur markaðsráðandi fyrirtækja til þátttöku í útvarpsrekstri er rýmkaður úr 5% í 10%. Í öðru lagi, og það sem kannski mikilvægara er, að gildistöku frumvarpsins er frestað til 1. september 2007. Það þýðir með öðrum orðum að menn kjósa til Alþingis á nýjan leik áður en lögin taka gildi og sá þingmeirihluti sem til staðar er eftir þær kosningar hefur allmarga mánuði eftir að þing kemur saman til þess að ákveða hvort þeir vilji gera breytingar á þessum lögum; fresta gildistöku enn freka eða láta lögin standa. Kjósendur í landinu hafa með þeim hætti atbeina til að láta áhuga sinn á þessu máli ráða því hvernig þeir haga atkvæði sínu í kosningunum." Davíð segir engar forsendur til þess að Ólafur Ragnar Grímsson forseti hafni þessum lögum. "Enda væri þá kominn upp skrípaleikur í landi sem ég held að enginn vilji stuðla að." Davíð segir frumvarpið ekki sprottið af ósamkomulagi stjórnarflokkanna heldur hafi ágreiningur lögfræðinga um 26. grein stjórnarskrárinnar og þjóðaratkvæðagreiðsluna verið djúpstæður. "Þannig að menn losa sig og þjóðina út úr þeim ógöngum að vera að fara með þetta mál fram í fullkominni óvissu," segir Davíð og bætir við: "Þannig að með þessu þá hefst hvoru tveggja, að lögin lengja aðlögunarfrestinn og eins hefur þjóðin tækifæri til að koma að málunum áður en þau taka gildi." Hugmyndina hafi Davíð fengið fyrir þremur dögum. Hann hafi farið yfir málið með forsetanum. "Ég fór yfir málið og gerði grein fyrir þessum tillögum og gerði grein fyrir því að þetta frumvarp yrði sent honum til áritunar [í dag] ef menn samþykktu. Viðbrögð forsetans voru ekki önnur en þau að fara yfir þetta í stuttu máli og lýsa því yfir að sér þætti þetta fróðlegt." Davíð segir óhjákvæmilegt að huga að breytingu á stjórnarskrárákvæði um þjóðaratkvæðagreiðslu. Það sé algerlega óframbærilegt "... og hefur ekkert verið lagað vegna þess að menn hafa verið í tímaþröng og ætlað svo að klára það árið eftir en hafa ekki gert það, sennilega vegna þess að þeir töldu að þessu ákvæði yrði aldrei beitt." Fjölmiðlalög Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Brenna líkin á nóttunni Innlent Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Innlent Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Erlent Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Innlent Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Innlent „Ég er ekkert búin að læra“ Innlent Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Innlent Fleiri fréttir Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð „Ég er ekkert búin að læra“ Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Rýnt í kannanir og tendrun jólatrés í Hafnarfirði Alma verði heilbrigðisráðherra í stjórn Kristrúnar Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Hér eru „þessar elskur“ Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Sjá meira
"Tillögur ríkisstjórnarinnar voru samþykktar samhljóða," sagði Davíð Oddsson forsætisráðherra eftir þingflokksfund Sjálfstæðisflokksins sem lauk upp úr átta í gærkvöld. "Tillögurnar eru þær að það verður lagt fram nýtt frumvarp að fjölmiðlalögum þar sem verða gerðar tvær efnisbreytingar frá fyrra frumvarpi. Annars vegar það að réttur markaðsráðandi fyrirtækja til þátttöku í útvarpsrekstri er rýmkaður úr 5% í 10%. Í öðru lagi, og það sem kannski mikilvægara er, að gildistöku frumvarpsins er frestað til 1. september 2007. Það þýðir með öðrum orðum að menn kjósa til Alþingis á nýjan leik áður en lögin taka gildi og sá þingmeirihluti sem til staðar er eftir þær kosningar hefur allmarga mánuði eftir að þing kemur saman til þess að ákveða hvort þeir vilji gera breytingar á þessum lögum; fresta gildistöku enn freka eða láta lögin standa. Kjósendur í landinu hafa með þeim hætti atbeina til að láta áhuga sinn á þessu máli ráða því hvernig þeir haga atkvæði sínu í kosningunum." Davíð segir engar forsendur til þess að Ólafur Ragnar Grímsson forseti hafni þessum lögum. "Enda væri þá kominn upp skrípaleikur í landi sem ég held að enginn vilji stuðla að." Davíð segir frumvarpið ekki sprottið af ósamkomulagi stjórnarflokkanna heldur hafi ágreiningur lögfræðinga um 26. grein stjórnarskrárinnar og þjóðaratkvæðagreiðsluna verið djúpstæður. "Þannig að menn losa sig og þjóðina út úr þeim ógöngum að vera að fara með þetta mál fram í fullkominni óvissu," segir Davíð og bætir við: "Þannig að með þessu þá hefst hvoru tveggja, að lögin lengja aðlögunarfrestinn og eins hefur þjóðin tækifæri til að koma að málunum áður en þau taka gildi." Hugmyndina hafi Davíð fengið fyrir þremur dögum. Hann hafi farið yfir málið með forsetanum. "Ég fór yfir málið og gerði grein fyrir þessum tillögum og gerði grein fyrir því að þetta frumvarp yrði sent honum til áritunar [í dag] ef menn samþykktu. Viðbrögð forsetans voru ekki önnur en þau að fara yfir þetta í stuttu máli og lýsa því yfir að sér þætti þetta fróðlegt." Davíð segir óhjákvæmilegt að huga að breytingu á stjórnarskrárákvæði um þjóðaratkvæðagreiðslu. Það sé algerlega óframbærilegt "... og hefur ekkert verið lagað vegna þess að menn hafa verið í tímaþröng og ætlað svo að klára það árið eftir en hafa ekki gert það, sennilega vegna þess að þeir töldu að þessu ákvæði yrði aldrei beitt."
Fjölmiðlalög Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Brenna líkin á nóttunni Innlent Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Innlent Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Erlent Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Innlent Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Innlent „Ég er ekkert búin að læra“ Innlent Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Innlent Fleiri fréttir Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð „Ég er ekkert búin að læra“ Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Rýnt í kannanir og tendrun jólatrés í Hafnarfirði Alma verði heilbrigðisráðherra í stjórn Kristrúnar Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Hér eru „þessar elskur“ Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Sjá meira