Lifandi eða dautt 30. júní 2004 00:01 Svanborg Sigmarsdóttir veltir sér upp úr nostalgíu og minningunni um hina endalausu sól á Akureyri. Það er eitthvað við lyktina af nýslegnu grasi, þegar styttir upp eftir rigningu og sólin er rétt að ná að teygja úr geislum sínum í gegnum skýin. Og helst þarf maður að vera á Akureyri til að ná upplifuninni, með fuglasöng í bakgrunninum og minninguna um lykt af brenndu kaffi sem lagðist yfir bæinn. Þrátt fyrir að hafa aldrei átt lögheimili á Akureyri er ég föst í trúnni um að það sé alltaf gott veður fyrir norðan á sumrin. Og þegar er rigning, þá er það bara rétt til að bleyta í moldinni og til að skapa réttu lyktina, réttu stemninguna. Rigning á Akureyri er eitthvað sem ekki er hægt að taka alvarlega. Að minnsta kosti ekki fyrr en rigningin og rokið skellur á í göngugötunni og ég ekki klædd öðru en stuttbuxum og bol í óbilandi bjartsýni minni. Um daginn sá ég að það var verið að kalla eftir hugmyndum um hvernig bæta megi miðbæinn á Akureyri. Hvernig sem á það er litið er núverandi hönnun á miðbænum flopp. Uppfull af nostalgíu viðurkenni ég fúslega að ég hef aldrei verið sátt við steinsteypugarðinn sem skapaður var á torginu. Hann getur verið þægilegri í viðhaldi og notadrjúgri við mannamót en gamli grasbalinn en steinsteypan er of köld til að laða fram ímynd um ljúfan miðbæ, iðandi af mannlífi. Það hjálpar ekki til að tengingar við torgið eru steinsteyptar götur og bílastæði. Nýjungagirni norðanmanna fyrir Glerártorgi hlýtur að fara dvínandi en þá verður eitthvað að vera í miðbænum til að heilla heimamenn, því verslunarsvæði þrífst ekki á túristum nokkra daga á ári. Það er fátt sorglegra en að vera að væflast ein í göngugötunni á Akureyri og hafa ekki einu sinni grasbala á torginu til að hverfa til. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Stuð milli stríða Mest lesið Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir Skoðun Kennari í verkfalli Hólmfríður Þorgeirsdóttir Skoðun Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun Verðbólga í boði Viðreisnar Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Neglum niður vextina Kristrún Frostadóttir Skoðun Ekki láta kaupa atkvæði þitt Alexandra Briem Skoðun Ísland 2074 Kjartan Magnússon Skoðun 200 þúsund til að búa í fatahengi LOL Derek T. Allen Skoðun 16 ára aldurstakmark á samfélagsmiðlum Skúli Bragi Geirdal Skoðun
Svanborg Sigmarsdóttir veltir sér upp úr nostalgíu og minningunni um hina endalausu sól á Akureyri. Það er eitthvað við lyktina af nýslegnu grasi, þegar styttir upp eftir rigningu og sólin er rétt að ná að teygja úr geislum sínum í gegnum skýin. Og helst þarf maður að vera á Akureyri til að ná upplifuninni, með fuglasöng í bakgrunninum og minninguna um lykt af brenndu kaffi sem lagðist yfir bæinn. Þrátt fyrir að hafa aldrei átt lögheimili á Akureyri er ég föst í trúnni um að það sé alltaf gott veður fyrir norðan á sumrin. Og þegar er rigning, þá er það bara rétt til að bleyta í moldinni og til að skapa réttu lyktina, réttu stemninguna. Rigning á Akureyri er eitthvað sem ekki er hægt að taka alvarlega. Að minnsta kosti ekki fyrr en rigningin og rokið skellur á í göngugötunni og ég ekki klædd öðru en stuttbuxum og bol í óbilandi bjartsýni minni. Um daginn sá ég að það var verið að kalla eftir hugmyndum um hvernig bæta megi miðbæinn á Akureyri. Hvernig sem á það er litið er núverandi hönnun á miðbænum flopp. Uppfull af nostalgíu viðurkenni ég fúslega að ég hef aldrei verið sátt við steinsteypugarðinn sem skapaður var á torginu. Hann getur verið þægilegri í viðhaldi og notadrjúgri við mannamót en gamli grasbalinn en steinsteypan er of köld til að laða fram ímynd um ljúfan miðbæ, iðandi af mannlífi. Það hjálpar ekki til að tengingar við torgið eru steinsteyptar götur og bílastæði. Nýjungagirni norðanmanna fyrir Glerártorgi hlýtur að fara dvínandi en þá verður eitthvað að vera í miðbænum til að heilla heimamenn, því verslunarsvæði þrífst ekki á túristum nokkra daga á ári. Það er fátt sorglegra en að vera að væflast ein í göngugötunni á Akureyri og hafa ekki einu sinni grasbala á torginu til að hverfa til.
Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir Skoðun
Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun
Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun
Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir Skoðun
Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun
Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun