Telja takmarkanir ólýðræðislegar 29. júní 2004 00:01 Það er ólýðræðislegt, ólöglegt og ósiðlegt að setja takmarkanir af nokkru tagi um þjóðaratkvæðagreiðslu," sagði Jónatan Þórmundsson, talsmaður Þjóðarhreyfingarinnar, viðbragðshóp sérfræðinga, sem kynnti skýrslu um þjóðaratkvæðagreiðslu fyrir blaðamönnum í gær. Að skýrslunni unnu, auk Jónatans, Margrét Heinreksdóttir, Kristrún Heimisdóttir, Ólafur Hannibalsson, Þorvaldur Gylfason og Örn Bárður Jónsson. "Þó svo að sumar takmarkanir sýnist saklausar á yfirborðinu koma þær í veg fyrir að kjósendur séu allir jafnir," sagði Jónatan. Í stjórnarskrá séu engin takmörk á kosningarétti önnur en aldur, ríkisborgararéttur og lögheimili. og því sé hæpið að rýmka megi eða þrengja þessi kosningaskilyrð við aðrar þjóðaratkvæðagreiðslur samkvæmt stjórnarskránni. "Meginreglan er skýr samkvæmt íslenskri löggjöf og lýðræðishefð, sem og samkvæmt alþjóðlegum mannréttindasáttmálum: Víðtækur kosningaréttur og óheft kosningatækifæri allrar þjóðarinnar í leynilegri atkvæðagreiðslu, jafnt í almennum kosninigum sem lögbundnum þjóðaratkvæðagreiðslum, og án ósanngjarnra og ómálefnalegra skilyrða eða takmarkana," segir í skýrslunni. Jónatan benti á að í skýrslu starfshóps ríkisstjórnarinnar um þjóðaratkvæðagreiðslu hafi ekki verið minnst á atkvæðagreiðslu utan kjörstaðar. Hann sagði það brot á mannréttindum, sem og borgaralegum og stjórnmálalegum réttindum þeirra kjósenda sem ekki væri gert kleift að kjósa vegna fjarveru á kjördag. Vakin var athygli á því að í hefðbundnum kosningum greiddu að jafnaði 10 prósent atkvæði utan kjörstaðar í kosningum sem fram færu að vetri til en 15-20 prósent að sumri til. Margrét Heinreksdóttir vakti athygli á því að komandi þjóðaratkvæðagreiðsla væri jafnframt prófsteinn á vilja þjóðarinnar varðandi 26. grein stjórnarskrárinnar sem kveður á um málskotsrétt forseta. Ef þáttaka í þjóðaratkvæðagreiðslu verði lítil megi túlka það sem svo að vilji þjóðarinnar stæði til að afnema málskotsréttinn og taka ætti mið af því við endurskoðun stjórnarskrárinnar. "Þetta er úrslitaatriði um framtíðina og hvernig stjórnskipun okkar eigi að vera," sagði Margrét. Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Brenna líkin á nóttunni Innlent Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Innlent Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Innlent Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Innlent Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Innlent Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Innlent Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Innlent Fleiri fréttir Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Rýnt í kannanir og tendrun jólatrés í Hafnarfirði Alma verði heilbrigðisráðherra í stjórn Kristrúnar Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Hér eru „þessar elskur“ Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sjá meira
Það er ólýðræðislegt, ólöglegt og ósiðlegt að setja takmarkanir af nokkru tagi um þjóðaratkvæðagreiðslu," sagði Jónatan Þórmundsson, talsmaður Þjóðarhreyfingarinnar, viðbragðshóp sérfræðinga, sem kynnti skýrslu um þjóðaratkvæðagreiðslu fyrir blaðamönnum í gær. Að skýrslunni unnu, auk Jónatans, Margrét Heinreksdóttir, Kristrún Heimisdóttir, Ólafur Hannibalsson, Þorvaldur Gylfason og Örn Bárður Jónsson. "Þó svo að sumar takmarkanir sýnist saklausar á yfirborðinu koma þær í veg fyrir að kjósendur séu allir jafnir," sagði Jónatan. Í stjórnarskrá séu engin takmörk á kosningarétti önnur en aldur, ríkisborgararéttur og lögheimili. og því sé hæpið að rýmka megi eða þrengja þessi kosningaskilyrð við aðrar þjóðaratkvæðagreiðslur samkvæmt stjórnarskránni. "Meginreglan er skýr samkvæmt íslenskri löggjöf og lýðræðishefð, sem og samkvæmt alþjóðlegum mannréttindasáttmálum: Víðtækur kosningaréttur og óheft kosningatækifæri allrar þjóðarinnar í leynilegri atkvæðagreiðslu, jafnt í almennum kosninigum sem lögbundnum þjóðaratkvæðagreiðslum, og án ósanngjarnra og ómálefnalegra skilyrða eða takmarkana," segir í skýrslunni. Jónatan benti á að í skýrslu starfshóps ríkisstjórnarinnar um þjóðaratkvæðagreiðslu hafi ekki verið minnst á atkvæðagreiðslu utan kjörstaðar. Hann sagði það brot á mannréttindum, sem og borgaralegum og stjórnmálalegum réttindum þeirra kjósenda sem ekki væri gert kleift að kjósa vegna fjarveru á kjördag. Vakin var athygli á því að í hefðbundnum kosningum greiddu að jafnaði 10 prósent atkvæði utan kjörstaðar í kosningum sem fram færu að vetri til en 15-20 prósent að sumri til. Margrét Heinreksdóttir vakti athygli á því að komandi þjóðaratkvæðagreiðsla væri jafnframt prófsteinn á vilja þjóðarinnar varðandi 26. grein stjórnarskrárinnar sem kveður á um málskotsrétt forseta. Ef þáttaka í þjóðaratkvæðagreiðslu verði lítil megi túlka það sem svo að vilji þjóðarinnar stæði til að afnema málskotsréttinn og taka ætti mið af því við endurskoðun stjórnarskrárinnar. "Þetta er úrslitaatriði um framtíðina og hvernig stjórnskipun okkar eigi að vera," sagði Margrét.
Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Brenna líkin á nóttunni Innlent Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Innlent Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Innlent Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Innlent Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Innlent Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Innlent Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Innlent Fleiri fréttir Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Rýnt í kannanir og tendrun jólatrés í Hafnarfirði Alma verði heilbrigðisráðherra í stjórn Kristrúnar Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Hér eru „þessar elskur“ Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sjá meira