Skrattakollurinn góði 29. júní 2004 00:01 Hellboy: Seed of Destruction Mike Mignola, John Byrne Þessi bók kynnir til sögunnar rauða tröllið með afsöguðu hornin sem kallar sig Hellboy. Nafnið er býsna viðeigandi þar sem allt bendir til þess að hann komi einmitt beint upp úr neðra með horn, hala og tilheyrandi, auk ógurlegrar grjótkrumlu sem ekkert bítur á. Ólíkt Andskotanum er Hellboy hins vegar drengur góður sem berst við hið illa og rannsakar yfirnáttúruleg fyrirbæri, svolítið eins og Fox Mulder - bara ljótari. Það má auðvitað teljast mesta mildi að skrattakollurinn sé í góða liðinu þar sem það var ekki minni eðalskúrkur en sjálfur Raspútín sem kallaði hann upp úr myrkrinu til þess að vinna illvirki fyrir verst þokkaða óþokka mannkynssögunnar, sjálfan Adolf Hitler. Að sköpunarsögu Hellboy lokinni stökkvum við með honum yfir í samtímann og fylgjumst með honum hafa uppi á Raspútín og gera upp við hann og illa anda sem eru eldri en risaeðlurnar. Það er því nóg að gerast, sagan er skemmtilegt og teikningarnar kúl. Bíómyndin um Hellboy, sem var frumsýnd ytra á dögunum, byggir að mestu leyti á þessari bók og miðað við dóma og fréttir af aðsókn hefur yfirfærsla myndasögunnar á hvíta tjaldið heppnast með miklum ágætum. Ég bíð í það minnsta spenntur og Hellboy æðið er þegar farið að gera vart við sig þar sem bækurnar um kappann eru komnar í stöflum í Nexus og nördarnir eru byrjaðir að hita upp. Ekki eru ráð nema í tíma séu tekin. Þórarinn Þórarinsson Mest lesið Tengdadóttir forsætisráðherra í innsta koppi Loftssystkina Lífið Tengdó hringdi og vildi vita hvort Sunnu Dís hefði í alvöru liðið svona Lífið „Getur líka fengið Óskarsverðlaun fyrir besta leik í aukahlutverki“ Lífið „Nýja heimsskipanin:“ Leynileg áætlun um heimsyfirráð í undirbúningi? Lífið Bannað að hlæja: Stressið allsráðandi í upphafi kvöldsins Lífið Heitir og hýrir flugþjónar í suðrænni stemningu Lífið Katrín og Markus orðin tveggja barna foreldrar Lífið Benedikt og Sunneva Einars selja slotið Lífið Heitasti plötusnúður í heimi í Melabúðinni Lífið Emilíana Torrini einhleyp Lífið Fleiri fréttir Ástkona njósnarans skildi eftir sig sjóðheit bréf Efni sem veldur uppköstum, yfirliðum og eilífri æsku The Bikeriders: Hvenær komum við í flugeldaverksmiðjuna!? Kælt niður í byrjun og svo búmm! DIMMA var flott en einhæf Sjá meira
Hellboy: Seed of Destruction Mike Mignola, John Byrne Þessi bók kynnir til sögunnar rauða tröllið með afsöguðu hornin sem kallar sig Hellboy. Nafnið er býsna viðeigandi þar sem allt bendir til þess að hann komi einmitt beint upp úr neðra með horn, hala og tilheyrandi, auk ógurlegrar grjótkrumlu sem ekkert bítur á. Ólíkt Andskotanum er Hellboy hins vegar drengur góður sem berst við hið illa og rannsakar yfirnáttúruleg fyrirbæri, svolítið eins og Fox Mulder - bara ljótari. Það má auðvitað teljast mesta mildi að skrattakollurinn sé í góða liðinu þar sem það var ekki minni eðalskúrkur en sjálfur Raspútín sem kallaði hann upp úr myrkrinu til þess að vinna illvirki fyrir verst þokkaða óþokka mannkynssögunnar, sjálfan Adolf Hitler. Að sköpunarsögu Hellboy lokinni stökkvum við með honum yfir í samtímann og fylgjumst með honum hafa uppi á Raspútín og gera upp við hann og illa anda sem eru eldri en risaeðlurnar. Það er því nóg að gerast, sagan er skemmtilegt og teikningarnar kúl. Bíómyndin um Hellboy, sem var frumsýnd ytra á dögunum, byggir að mestu leyti á þessari bók og miðað við dóma og fréttir af aðsókn hefur yfirfærsla myndasögunnar á hvíta tjaldið heppnast með miklum ágætum. Ég bíð í það minnsta spenntur og Hellboy æðið er þegar farið að gera vart við sig þar sem bækurnar um kappann eru komnar í stöflum í Nexus og nördarnir eru byrjaðir að hita upp. Ekki eru ráð nema í tíma séu tekin. Þórarinn Þórarinsson
Mest lesið Tengdadóttir forsætisráðherra í innsta koppi Loftssystkina Lífið Tengdó hringdi og vildi vita hvort Sunnu Dís hefði í alvöru liðið svona Lífið „Getur líka fengið Óskarsverðlaun fyrir besta leik í aukahlutverki“ Lífið „Nýja heimsskipanin:“ Leynileg áætlun um heimsyfirráð í undirbúningi? Lífið Bannað að hlæja: Stressið allsráðandi í upphafi kvöldsins Lífið Heitir og hýrir flugþjónar í suðrænni stemningu Lífið Katrín og Markus orðin tveggja barna foreldrar Lífið Benedikt og Sunneva Einars selja slotið Lífið Heitasti plötusnúður í heimi í Melabúðinni Lífið Emilíana Torrini einhleyp Lífið Fleiri fréttir Ástkona njósnarans skildi eftir sig sjóðheit bréf Efni sem veldur uppköstum, yfirliðum og eilífri æsku The Bikeriders: Hvenær komum við í flugeldaverksmiðjuna!? Kælt niður í byrjun og svo búmm! DIMMA var flott en einhæf Sjá meira