Vinsælir á homma- og lesbíuhátíðum 29. júní 2004 09:00 Meðlimir Lorts. "Lortur er framleiðslufyrirtæki sem sérhæfir sig í myndlist, tónlist og kvikmyndagerð," segir Ragnar Ísleifur Bragason, talsmaður Lorts, en fyrirtækið er um þessar mundir að vinna að glænýrri heimildamynd um tónleikaferðalag hljómsveitarinnar Sigur Rósar sem var farin sumarið 2003 og að heimildamynd um myndlistarmanninn Matthew Barney sem ber heitið Matthew Barney: Site pacific en sú mynd fjallar um sýningu hans í Nýlistasafninu í Reykjavík sem haldin var seinasta sumar. "Lortur samanstendur af fólki á öllum aldri sem víða hefur komið við, á sem flestum sviðum mannlífs, og stefnir fram á veginn," segir Ragnar ennfremur og kímir. Ragnar segir að Lortur hafi verið starfandi frá árinu 1996 og framleitt á þeim tíma fjölmargar stutt- og heimildamyndir. Myndir Lorts hafa vakið mikla athygli fyrir svartan og óvenjulegan húmor auk þess sem umfjöllunarefnin eru með fjölbreyttasta móti. Meðal kvikmynda eru Grön: mottan talar sem komst á kvikmyndahátíð í New York fyrr á þessu ári auk þess að vera sýnd á Reykjavík shorts & docs, Konur: Skapavandræði sem var sýnd á homma og lesbíuhátíð í Torínó á Ítalíu og er einnig komin inn á homma og lesbíu-hátíð í Dublin og Barcelona auk kvikmyndahátíðar í Vín. Marokkó: Leitina að heiðarlega arabanum, Georg: Lifandi lag og Hverfisrokk: Fyrir stelpur sem vilja pissa, en sú mynd var tekin upp í kringum Menningarhátíð Grandrokks fyrr á þessu ári. Ragnar segir að félagið stefni að fjölbreyttri dagskrá í sumar. "Margir félagsmenn eru dreifðir um heiminn á veturna annað hvort við nám eða við listsköpun en á sumrin söfnum við okkur saman og skemmtum okkur og öðrum. Fyrsti viðburðurinn verður í Klink og bank á laugardaginn milli 3 og 7, þegar kastljósinu verður beint að neðanjarðarkvikmyndagerð og tilraunaverkefnum. Myndir eftir Lort og gamlar sígildar myndir verða sýndar sem og brot úr heimildamynd um hljómsveitina Mínus eftir Frosta Runólfsson. Lortur hefur einnig stofnað hljómsveitina Forhúð forsetans með Davíð Þór Jónsson, Bjarna Massa, Hassa, Hjalta Bola og Kristján Loðmfjörð innanborðs en sú hljómsveit mun fyrst koma fram á tvíæringi sem haldin verður seinna í sumar þar sem Klaus Nilsen, Bjarni Massi, Davíð Örn Hamar, Stefan Feelgood (amerískur misskilningur), Valgarður Bragason og Hulda Vilhjálmsdóttir munu sýna myndlist sína. Auk þeirra mun Kristján Loðmfjörð sýna verkið Álafoss. Frekari upplýsingar um fyrirtækið og starfsemi þess er að finna á heimasíðu Lorts á slóðinni lortur.org. Menning Mest lesið Hundrað ára viðkvæmni Íslendinga: „Leið daglega yfir 40 til 50 manns“ Bíó og sjónvarp Skotheldar hugmyndir að góðri hlustun Lífið Fer ekki út úr húsi eftir greininguna Lífið Bjarki og Rósa orðin hjón Lífið Ballettdansarinn Vladimir Shklyarov látinn Menning Hjónabönd 50+: „Ekki gott ef gremjubankinn stækkar og stækkar“ Áskorun Sigríður Margrét orðin amma Lífið Fáir sáu íslenskar bíómyndir sem fengu 350 milljónir króna í styrk Lífið Hversdagslegir hlutir urðu óyfirstíganlegir Lífið Tengdó hringdi og vildi vita hvort Sunnu Dís hefði í alvöru liðið svona Lífið Fleiri fréttir Ballettdansarinn Vladimir Shklyarov látinn Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Hvað gerist þegar Laddi hittir Eirík Fjalar, Skrám og Elsu Lund? „Alltaf að fylgja hjartanu í stað þess að velja einföldu leiðina“ Usli og glæsileiki á Kjarvalsstöðum Valgeir sár og Bubbi og Bó hneykslaðir Stappfullt á eina stærstu menningarhátíð ársins Sjóðheitt menningarrými á Baldursgötu Asifa Majid hlýtur Vigdísarverðlaunin 2024 Bjarni Ben fagnaði 140 ára afmæli Listasafns Íslands Han Kang hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Þetta er móðgun gegn Íslandi“ Henti listaverkinu í ruslið Kúltúrkettir landsins létu sig ekki vanta í Portið „Hrátt háþróað krass, langt leitt krot“ Bjóða landsmönnum nauðbeygð til messu Allt í banönum á Brút Bríet lét sig ekki vanta á sýningaropnun Ynju Blævar Út um allar koppagrundir Alþingis: „Froðan flæðir endalaust, það er bara froða froða“ Sjá meira
"Lortur er framleiðslufyrirtæki sem sérhæfir sig í myndlist, tónlist og kvikmyndagerð," segir Ragnar Ísleifur Bragason, talsmaður Lorts, en fyrirtækið er um þessar mundir að vinna að glænýrri heimildamynd um tónleikaferðalag hljómsveitarinnar Sigur Rósar sem var farin sumarið 2003 og að heimildamynd um myndlistarmanninn Matthew Barney sem ber heitið Matthew Barney: Site pacific en sú mynd fjallar um sýningu hans í Nýlistasafninu í Reykjavík sem haldin var seinasta sumar. "Lortur samanstendur af fólki á öllum aldri sem víða hefur komið við, á sem flestum sviðum mannlífs, og stefnir fram á veginn," segir Ragnar ennfremur og kímir. Ragnar segir að Lortur hafi verið starfandi frá árinu 1996 og framleitt á þeim tíma fjölmargar stutt- og heimildamyndir. Myndir Lorts hafa vakið mikla athygli fyrir svartan og óvenjulegan húmor auk þess sem umfjöllunarefnin eru með fjölbreyttasta móti. Meðal kvikmynda eru Grön: mottan talar sem komst á kvikmyndahátíð í New York fyrr á þessu ári auk þess að vera sýnd á Reykjavík shorts & docs, Konur: Skapavandræði sem var sýnd á homma og lesbíuhátíð í Torínó á Ítalíu og er einnig komin inn á homma og lesbíu-hátíð í Dublin og Barcelona auk kvikmyndahátíðar í Vín. Marokkó: Leitina að heiðarlega arabanum, Georg: Lifandi lag og Hverfisrokk: Fyrir stelpur sem vilja pissa, en sú mynd var tekin upp í kringum Menningarhátíð Grandrokks fyrr á þessu ári. Ragnar segir að félagið stefni að fjölbreyttri dagskrá í sumar. "Margir félagsmenn eru dreifðir um heiminn á veturna annað hvort við nám eða við listsköpun en á sumrin söfnum við okkur saman og skemmtum okkur og öðrum. Fyrsti viðburðurinn verður í Klink og bank á laugardaginn milli 3 og 7, þegar kastljósinu verður beint að neðanjarðarkvikmyndagerð og tilraunaverkefnum. Myndir eftir Lort og gamlar sígildar myndir verða sýndar sem og brot úr heimildamynd um hljómsveitina Mínus eftir Frosta Runólfsson. Lortur hefur einnig stofnað hljómsveitina Forhúð forsetans með Davíð Þór Jónsson, Bjarna Massa, Hassa, Hjalta Bola og Kristján Loðmfjörð innanborðs en sú hljómsveit mun fyrst koma fram á tvíæringi sem haldin verður seinna í sumar þar sem Klaus Nilsen, Bjarni Massi, Davíð Örn Hamar, Stefan Feelgood (amerískur misskilningur), Valgarður Bragason og Hulda Vilhjálmsdóttir munu sýna myndlist sína. Auk þeirra mun Kristján Loðmfjörð sýna verkið Álafoss. Frekari upplýsingar um fyrirtækið og starfsemi þess er að finna á heimasíðu Lorts á slóðinni lortur.org.
Menning Mest lesið Hundrað ára viðkvæmni Íslendinga: „Leið daglega yfir 40 til 50 manns“ Bíó og sjónvarp Skotheldar hugmyndir að góðri hlustun Lífið Fer ekki út úr húsi eftir greininguna Lífið Bjarki og Rósa orðin hjón Lífið Ballettdansarinn Vladimir Shklyarov látinn Menning Hjónabönd 50+: „Ekki gott ef gremjubankinn stækkar og stækkar“ Áskorun Sigríður Margrét orðin amma Lífið Fáir sáu íslenskar bíómyndir sem fengu 350 milljónir króna í styrk Lífið Hversdagslegir hlutir urðu óyfirstíganlegir Lífið Tengdó hringdi og vildi vita hvort Sunnu Dís hefði í alvöru liðið svona Lífið Fleiri fréttir Ballettdansarinn Vladimir Shklyarov látinn Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Hvað gerist þegar Laddi hittir Eirík Fjalar, Skrám og Elsu Lund? „Alltaf að fylgja hjartanu í stað þess að velja einföldu leiðina“ Usli og glæsileiki á Kjarvalsstöðum Valgeir sár og Bubbi og Bó hneykslaðir Stappfullt á eina stærstu menningarhátíð ársins Sjóðheitt menningarrými á Baldursgötu Asifa Majid hlýtur Vigdísarverðlaunin 2024 Bjarni Ben fagnaði 140 ára afmæli Listasafns Íslands Han Kang hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Þetta er móðgun gegn Íslandi“ Henti listaverkinu í ruslið Kúltúrkettir landsins létu sig ekki vanta í Portið „Hrátt háþróað krass, langt leitt krot“ Bjóða landsmönnum nauðbeygð til messu Allt í banönum á Brút Bríet lét sig ekki vanta á sýningaropnun Ynju Blævar Út um allar koppagrundir Alþingis: „Froðan flæðir endalaust, það er bara froða froða“ Sjá meira