Innlent

Samfylkingin stærst

Samfylkingin fengi 33,6% atkvæða ef kosið yrði til Alþingis nú, samkvæmt nýjum Þjóðarpúlsi Gallups. Sjálfstæðisflokkurinn fengi 31,1%. Könnunin var gerð á tímabilinu frá 26. maí til 24. júní. Úrtakið var 2.638 manns en 63% þeirra svöruðu. Sjálfstæðisflokkurinn var 29% fylgi í síðustu könnun g bætir því lítillega við sig. Sömu sögu er að segja um Samfylkinguna sem var með 33% síðast en hækkar um hálft prósentustig, að því er fram kom í RÚV. Fylgi vinstri grænna minnkar lítillega á milli kannanna, fengi nú 17,5% sem er um einu og hálfu prósentustigi minna en síðast. Framsóknarflokkurinn vinnur eitt prósentustig og mælist nú með 15% fylgi. Lítil breyting er á fylgi Frjálslyndra sem er með tæp 5% fylgi samkvæmt könnun Gallups nú, en var með rúm 5% síðast.  Rúmlega 42% segjast styðja ríkisstjórnina nú, sem er tveggja prósentustiga aukning frá því síðast og andstæðingum hennar fækkar að sama skapi og nú eru um 58% kjósenda henni andvíg. Enn sem fyrr nýtur ríkisstjórnin meira fylgis á meðal karla en kvenna.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×