Afskorin blóm setja svip 24. júní 2004 00:01 Þegar sumarið er loksins komið og sólin trónir hátt á lofti þá er um að gera að finna hvað sem er til að lífga upp á vistarverur okkar ef ekki er hægt að sleppa sér út í sólskinið. Afskorin blóm eru bæði falleg og gefa góðan ilm sem fyllir herbergið. Á þessum tíma er hægt að fá alls konar falleg blóm og í næstum því hvaða lit sem er. Rannsóknir hafa líka sannað að ef þú ert í vondu skapi eða hefur átt erfiðan dag þá gerir sá einfaldi hlutur að kaupa blóm gæfumuninn og getur komið næstum því öllum í gott skap. Og hver vill ekki vera í góðu skapi á sumrin í góða veðrinu? Að sögn Ómars Ellertssonar, yfirmanns blómadeildar í Blómavali, er allt í gangi um þessar mundir. "Fólk er tilbúið til að kaupa afbrigðileg blóm og leika sér meira með uppstillingar og blómvendi," segir Ómar. "Gerberur sem líta svolítið út eins og sólblóm lífga upp á herbergi og gladíólur eru löng og flott blóm sem sóma sér vel á góðum stað. Síðan er það krusi sem stendur lengst af öllum blómum. Krusi er líka fínn yfir sumartímann þar sem mjög heitt er inn í herbergjum og þolir hann það vel," segir Ómar en bætir við að rósirnar séu samt alltaf langvinsælastar. "Fólki finnst mjög gaman að brjóta upp uppstillingar og það er vinsælt núna og fallegt að hafa eitt og eitt blóm í vasa og hafa kannski tvo eða fleiri vasa hlið við hlið. Það gefur skemmtilegan svip á herbergið," segir Ómar en bæði dökkbleikt og bleikt er mjög vinsælt núna. Ómar notar líka ávexti í blómvendi og finnst gaman að nota til dæmis sítrónur og epli. "Fólk getur líka keypt ódýrt gler hér hjá okkur og sett bæði ávexti og blóm á það fyrir veislur og aðra viðburði sem er mjög skemmtilegt." Ómar er samt aldeilis ekki einn um að skreyta og setja saman fína blómvendi og fær hann dygga aðstoð frá samstarfskonu sinni, Díönu Allansdóttur. Svo er líka alltaf svolítið sætt að einfalt gefa sér tíu mínútur úti á næsta grasblett og tína í fallegan vönd til dæmis úr sóleyjum og fíflum. Það er bæði heimilislegt og fallegt og svo er um að gera að nota ímyndunaraflið til að nota þessi venjulegu blóm úr náttúrunni til að gera eitthvað nýtt og skemmtilegt. [email protected] Hús og heimili Mest lesið Tengdadóttir forsætisráðherra í innsta koppi Loftssystkina Lífið Tengdó hringdi og vildi vita hvort Sunnu Dís hefði í alvöru liðið svona Lífið „Getur líka fengið Óskarsverðlaun fyrir besta leik í aukahlutverki“ Lífið „Nýja heimsskipanin:“ Leynileg áætlun um heimsyfirráð í undirbúningi? Lífið Fáir sáu íslenskar bíómyndir sem fengu 350 milljónir króna í styrk Lífið Segir fjölskylduna flutta Lífið Bannað að hlæja: Stressið allsráðandi í upphafi kvöldsins Lífið Hafa bæði kvatt sín fyrrverandi og eru alsæl saman Lífið Skellti sér á djammið Lífið „Er ekki að fara fram á það lifa lífinu í bómull“ Lífið Fleiri fréttir Skellti sér á djammið Segir fjölskylduna flutta Fáir sáu íslenskar bíómyndir sem fengu 350 milljónir króna í styrk Stílhreinn glæsileiki og svartur marmari á Nesinu „Er ekki að fara fram á það lifa lífinu í bómull“ Conan O'Brien verður kynnir á Óskarnum Hafa bæði kvatt sín fyrrverandi og eru alsæl saman „Nýja heimsskipanin:“ Leynileg áætlun um heimsyfirráð í undirbúningi? Bannað að hlæja: Stressið allsráðandi í upphafi kvöldsins Katrín og Markus orðin tveggja barna foreldrar Tengdó hringdi og vildi vita hvort Sunnu Dís hefði í alvöru liðið svona „Getur líka fengið Óskarsverðlaun fyrir besta leik í aukahlutverki“ Heitir og hýrir flugþjónar í suðrænni stemningu Tengdadóttir forsætisráðherra í innsta koppi Loftssystkina Heitasti plötusnúður í heimi í Melabúðinni Emilíana Torrini einhleyp Fólkið sem fer yfir tíu tonn af fatnaði á dag „Vinkonusambönd virka aldrei ef það er afbrýðisemi“ Kári og Erla vilja 330 milljónir fyrir lúxusíbúð við höfnina Eiríkur og Guðrún selja eitt fallegasta hús Vesturbæjarins Edda Falak gaf bróður sínum nafna Krasinski er kynþokkafyllstur í ár Fólk fer of snemma af stað í næsta samband Tók ákvörðun um að hætta að gera ráð fyrir því að fólk hataði sig Linda Ben mætir á skjáinn í fyrsta sinn Stóð ekki á svörum um vandræðalegasta augnablikið Meinta mannætan fékk ófrjósemisaðgerð í afmælisgjöf frá mömmu Hvað skal gera þegar tilhugsunin er meira sexý en kynlífið? Sjáðu stikluna: Zellweger, Firth og Grant öll í nýjustu Bridget Jones Smekklegt einbýli í hjarta Hafnarfjarðar Sjá meira
Þegar sumarið er loksins komið og sólin trónir hátt á lofti þá er um að gera að finna hvað sem er til að lífga upp á vistarverur okkar ef ekki er hægt að sleppa sér út í sólskinið. Afskorin blóm eru bæði falleg og gefa góðan ilm sem fyllir herbergið. Á þessum tíma er hægt að fá alls konar falleg blóm og í næstum því hvaða lit sem er. Rannsóknir hafa líka sannað að ef þú ert í vondu skapi eða hefur átt erfiðan dag þá gerir sá einfaldi hlutur að kaupa blóm gæfumuninn og getur komið næstum því öllum í gott skap. Og hver vill ekki vera í góðu skapi á sumrin í góða veðrinu? Að sögn Ómars Ellertssonar, yfirmanns blómadeildar í Blómavali, er allt í gangi um þessar mundir. "Fólk er tilbúið til að kaupa afbrigðileg blóm og leika sér meira með uppstillingar og blómvendi," segir Ómar. "Gerberur sem líta svolítið út eins og sólblóm lífga upp á herbergi og gladíólur eru löng og flott blóm sem sóma sér vel á góðum stað. Síðan er það krusi sem stendur lengst af öllum blómum. Krusi er líka fínn yfir sumartímann þar sem mjög heitt er inn í herbergjum og þolir hann það vel," segir Ómar en bætir við að rósirnar séu samt alltaf langvinsælastar. "Fólki finnst mjög gaman að brjóta upp uppstillingar og það er vinsælt núna og fallegt að hafa eitt og eitt blóm í vasa og hafa kannski tvo eða fleiri vasa hlið við hlið. Það gefur skemmtilegan svip á herbergið," segir Ómar en bæði dökkbleikt og bleikt er mjög vinsælt núna. Ómar notar líka ávexti í blómvendi og finnst gaman að nota til dæmis sítrónur og epli. "Fólk getur líka keypt ódýrt gler hér hjá okkur og sett bæði ávexti og blóm á það fyrir veislur og aðra viðburði sem er mjög skemmtilegt." Ómar er samt aldeilis ekki einn um að skreyta og setja saman fína blómvendi og fær hann dygga aðstoð frá samstarfskonu sinni, Díönu Allansdóttur. Svo er líka alltaf svolítið sætt að einfalt gefa sér tíu mínútur úti á næsta grasblett og tína í fallegan vönd til dæmis úr sóleyjum og fíflum. Það er bæði heimilislegt og fallegt og svo er um að gera að nota ímyndunaraflið til að nota þessi venjulegu blóm úr náttúrunni til að gera eitthvað nýtt og skemmtilegt. [email protected]
Hús og heimili Mest lesið Tengdadóttir forsætisráðherra í innsta koppi Loftssystkina Lífið Tengdó hringdi og vildi vita hvort Sunnu Dís hefði í alvöru liðið svona Lífið „Getur líka fengið Óskarsverðlaun fyrir besta leik í aukahlutverki“ Lífið „Nýja heimsskipanin:“ Leynileg áætlun um heimsyfirráð í undirbúningi? Lífið Fáir sáu íslenskar bíómyndir sem fengu 350 milljónir króna í styrk Lífið Segir fjölskylduna flutta Lífið Bannað að hlæja: Stressið allsráðandi í upphafi kvöldsins Lífið Hafa bæði kvatt sín fyrrverandi og eru alsæl saman Lífið Skellti sér á djammið Lífið „Er ekki að fara fram á það lifa lífinu í bómull“ Lífið Fleiri fréttir Skellti sér á djammið Segir fjölskylduna flutta Fáir sáu íslenskar bíómyndir sem fengu 350 milljónir króna í styrk Stílhreinn glæsileiki og svartur marmari á Nesinu „Er ekki að fara fram á það lifa lífinu í bómull“ Conan O'Brien verður kynnir á Óskarnum Hafa bæði kvatt sín fyrrverandi og eru alsæl saman „Nýja heimsskipanin:“ Leynileg áætlun um heimsyfirráð í undirbúningi? Bannað að hlæja: Stressið allsráðandi í upphafi kvöldsins Katrín og Markus orðin tveggja barna foreldrar Tengdó hringdi og vildi vita hvort Sunnu Dís hefði í alvöru liðið svona „Getur líka fengið Óskarsverðlaun fyrir besta leik í aukahlutverki“ Heitir og hýrir flugþjónar í suðrænni stemningu Tengdadóttir forsætisráðherra í innsta koppi Loftssystkina Heitasti plötusnúður í heimi í Melabúðinni Emilíana Torrini einhleyp Fólkið sem fer yfir tíu tonn af fatnaði á dag „Vinkonusambönd virka aldrei ef það er afbrýðisemi“ Kári og Erla vilja 330 milljónir fyrir lúxusíbúð við höfnina Eiríkur og Guðrún selja eitt fallegasta hús Vesturbæjarins Edda Falak gaf bróður sínum nafna Krasinski er kynþokkafyllstur í ár Fólk fer of snemma af stað í næsta samband Tók ákvörðun um að hætta að gera ráð fyrir því að fólk hataði sig Linda Ben mætir á skjáinn í fyrsta sinn Stóð ekki á svörum um vandræðalegasta augnablikið Meinta mannætan fékk ófrjósemisaðgerð í afmælisgjöf frá mömmu Hvað skal gera þegar tilhugsunin er meira sexý en kynlífið? Sjáðu stikluna: Zellweger, Firth og Grant öll í nýjustu Bridget Jones Smekklegt einbýli í hjarta Hafnarfjarðar Sjá meira