Ráðherrar á faraldsfæti 23. júní 2004 00:01 Níu af tólf ráðherrum ríkisstjórnarinnar eru erlendis eða á leið til útlanda fyrir helgina. Ráðherrar fara auðvitað í sín sumarfrí einsog aðrir landsmenn en óvenju margir eru fjarverandi þessa dagana. Sumir eru í fríi og aðrir á fundum víða um heim en að segja má að ráðherravaldið hafi safnast á heldur fáar hendur. Davíð Oddsson, forsætisráðherra, er á landinu en heldur til Istanbúl á laugardag á fund Atlantshafsbandalagsins. Hann verður því farinn af landi brott þegar þjóðin gengur að kjörborðinu og kýs forseta lýðveldisins. Halldór Ásgrímsson, utanríkisráðherra, er í Genf en fer svo beint til Istanbúl á fund með Davíð og öðrum leiðtogum NATO. Venja er að Halldór Ásgrímsson gegni starfi forsætisráðherra í fjarveru Davíðs Oddssonar en þegar hann er einnig fjarverandi má ætla að Geir H. Haarde, fjármálaráðherra og varaformaður Sjálfstæðisflokksins, taki þann starfa að sér. Þetta verður ekki ákveðið fyrr en á föstudag. Geir er raunar einnig erlendis, þar sem hann tók þátt í fundi í Lettlandi, en hann er væntanlegur heim á morgun. Þriðji ráðherra Sjálfstæðismanna á faraldsfæti er Sturla Böðvarsson sem er á Grænlandi í opinberum erindagjörðum. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, menntamálaráðherra, hefur verið í Portúgal að undanförnu en kom heim í nótt. Hún gerir þó stuttan stans þar sem hún flýgur til Óslóar á morgun á ráðherrafund. Aðrir ráðherrar sjálfstæðismanna eru reyndar hér á landi, þeir Björn Bjarnason og Árni Mathiesen. Árni hefur gengt stöðum Geirs, Sturlu og Þorgerðar í þeirra fjarveru. Allir ráðherrar Framsóknarflokksins eru erlendis nema einn. Guðni Ágústsson, landbúnaðarráðherra, hefur verið á Mallorca en fer þaðan til Lúxemborgar. Jón Kristjánsson heilbrigðisráðherra er á ráðherrafundi í Ungverjalandi, Valgerður Sverrisdóttir, iðnaðar- og viðskiptaráðherra, er í Kanada, og Árni Magnússon er í sumarfríi í útlöndum en í félagsmálaráðuneytinu fékkst ekki uppgefið hvar hann dvelur. Árni er á heimleið en heldur aftur utan í opinberum erindagjörðum á laugardag. Þá er aðeins Siv Friðleifsdóttir eftir en umhverfisráðherra hefur gegnt ráðuneytum allra ráðherra Framsóknarflokksins, nema formannsins Halldórs Ásgrímssonar því Davíð Oddsson er nú starfandi utanríkisráðherra - eða þar til hann fer utan um helgina. Þá verður Valgerður Sverrisdóttir komin heim og tekur við utanríkismálunum. Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Brenna líkin á nóttunni Innlent Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Innlent Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Innlent Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Innlent Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Innlent Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Innlent Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Innlent Fleiri fréttir Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Rýnt í kannanir og tendrun jólatrés í Hafnarfirði Alma verði heilbrigðisráðherra í stjórn Kristrúnar Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Hér eru „þessar elskur“ Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sjá meira
Níu af tólf ráðherrum ríkisstjórnarinnar eru erlendis eða á leið til útlanda fyrir helgina. Ráðherrar fara auðvitað í sín sumarfrí einsog aðrir landsmenn en óvenju margir eru fjarverandi þessa dagana. Sumir eru í fríi og aðrir á fundum víða um heim en að segja má að ráðherravaldið hafi safnast á heldur fáar hendur. Davíð Oddsson, forsætisráðherra, er á landinu en heldur til Istanbúl á laugardag á fund Atlantshafsbandalagsins. Hann verður því farinn af landi brott þegar þjóðin gengur að kjörborðinu og kýs forseta lýðveldisins. Halldór Ásgrímsson, utanríkisráðherra, er í Genf en fer svo beint til Istanbúl á fund með Davíð og öðrum leiðtogum NATO. Venja er að Halldór Ásgrímsson gegni starfi forsætisráðherra í fjarveru Davíðs Oddssonar en þegar hann er einnig fjarverandi má ætla að Geir H. Haarde, fjármálaráðherra og varaformaður Sjálfstæðisflokksins, taki þann starfa að sér. Þetta verður ekki ákveðið fyrr en á föstudag. Geir er raunar einnig erlendis, þar sem hann tók þátt í fundi í Lettlandi, en hann er væntanlegur heim á morgun. Þriðji ráðherra Sjálfstæðismanna á faraldsfæti er Sturla Böðvarsson sem er á Grænlandi í opinberum erindagjörðum. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, menntamálaráðherra, hefur verið í Portúgal að undanförnu en kom heim í nótt. Hún gerir þó stuttan stans þar sem hún flýgur til Óslóar á morgun á ráðherrafund. Aðrir ráðherrar sjálfstæðismanna eru reyndar hér á landi, þeir Björn Bjarnason og Árni Mathiesen. Árni hefur gengt stöðum Geirs, Sturlu og Þorgerðar í þeirra fjarveru. Allir ráðherrar Framsóknarflokksins eru erlendis nema einn. Guðni Ágústsson, landbúnaðarráðherra, hefur verið á Mallorca en fer þaðan til Lúxemborgar. Jón Kristjánsson heilbrigðisráðherra er á ráðherrafundi í Ungverjalandi, Valgerður Sverrisdóttir, iðnaðar- og viðskiptaráðherra, er í Kanada, og Árni Magnússon er í sumarfríi í útlöndum en í félagsmálaráðuneytinu fékkst ekki uppgefið hvar hann dvelur. Árni er á heimleið en heldur aftur utan í opinberum erindagjörðum á laugardag. Þá er aðeins Siv Friðleifsdóttir eftir en umhverfisráðherra hefur gegnt ráðuneytum allra ráðherra Framsóknarflokksins, nema formannsins Halldórs Ásgrímssonar því Davíð Oddsson er nú starfandi utanríkisráðherra - eða þar til hann fer utan um helgina. Þá verður Valgerður Sverrisdóttir komin heim og tekur við utanríkismálunum.
Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Brenna líkin á nóttunni Innlent Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Innlent Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Innlent Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Innlent Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Innlent Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Innlent Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Innlent Fleiri fréttir Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Rýnt í kannanir og tendrun jólatrés í Hafnarfirði Alma verði heilbrigðisráðherra í stjórn Kristrúnar Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Hér eru „þessar elskur“ Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sjá meira