Listamenn atvinnulífsins 15. júní 2004 00:01 Guðmundur MagnússonStundum er yfir því kvartað að íslensk stórfyrirtæki séu ekki nægilega rausnarleg við menningarlíf og vísindastarfsemi í landinu. Sagt er að þau ættu að verja meira fé til lista, mennta og rannsókna. Ekki skal dregið úr þýðingu þess að atvinnulífið sýni hinum svokölluðu skapandi iðkunum stuðning. Hinu mega menn aftur á móti ekki gleyma að verðmætasti stuðningur fyrirtækjanna við þjóðfélagið, þar á meðal andlega lífið og afþreyinguna, felst í þróttmiklum rekstri sem skapar vinnu og tekjur og ný tækifæri.Á sextíu ára afmæli lýðveldisins, þegar tungan, bókmenntirnar og fræðin, þjóðernið og sjálfstæðið eru í brennidepli, er að sama skapi hollt að hafa í huga að þjóðin nýtur ekki til fulls hins andlega, upplífgandi og táknræna, sem lofað er í ræðum og greinum á tyllidögum, nema efnahagslegar undirstöður þjóðlífsins séu traustar. Á afmæli lýðveldisins er ekki síður mikilvægt að láta hugann hvarfla til atvinnulífsins en menningar og sögu. Gæfa þjóðarinnar felst í því að okkur takist að fletta þetta tvennt saman með árangursríkum hætti.Svo er annað sem rétt er að viðurkenna. Sköpun á sér ekkert síður stað í viðskiptum og rekstri en listum og vísindum. Snjall kaupsýslumaður er á sinn hátt sambland af listamanni og vísindamanni. Nema hvað hann er ekki styrkþegi ríkissjóðs og kemur ekki til álita þegar menningarvitarnir úthluta verðlaunum og viðurkenningum.Varla er unnt að hugsa sér betri gjöf stórfyrirtækis til lands og þjóðar á lýðveldisafmælinu en kaup KB banka á danska fjárfestingarbankanum FIH sem tilkynnt var um í fyrradag. Upphæðirnar sem viðskiptin snúast um eru svimandi, jafnvel miðað við þær háu tölur sem við erum farin að venjast á því nýja ævintýraskeiði atvinnulífsins sem hér hefur staðið undanfarinn tæpan áratug. Enginn vafi er á því að heppnist þessi fjárfesting, eins og öll rök hníga að, er hún mikils háttar búhnykkur fyrir þjóðfélagið. Hún skapar Íslendingum atvinnu, ríkissjóði auknar tekjur, færir erlendan gjaldeyri inn í landið og stuðlar að efnahagslegri sveiflujöfnun gagnvart stóriðjuframkvæmdum í landinu. Ekki er síður mikilsvert hvernig hún mun auka þekkingu og reynslu íslenskra kaupsýslumanna, styrkja þá og búa undir enn frekari útrásir. En best er að hún er ekki einangraður atburður heldur þáttur í frjósamri ræktun sem borið hefur ríkulegan ávöxt á undanförnum árum.Einu sinni var talað um athafnaskáld. Þá var verið að vísa til framkvæmdamannanna sem ruddu nútímanum braut á Íslandi í upphafi síðustu aldar. Leiðtogar KB banka, kaupsýslumennirnir Sigurður Einarsson og Hreiðar Már Sigurðsson, eru meðal eftirtektarverðustu athafnaskálda nútímans. Þeir hafa ekki aðeins stuðlað að framsókn í nafni bankans sem slíks heldur lyft grettistaki í viðskiptalífinu með stuðningi við sprotafyrirtæki og útrásar. Þeir hafa að mörgu leyti sameinað í viðskiptum sínum bestu kosti hugvitsmanna og skapandi listamanna. Kannski ættum við allt eins að nefna þá kauplistamenn eða kaupvísindamenn. Það er heppin þjóð sem á slíka syni. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðmundur Magnússon Mest lesið Á að vera landbúnaður á Íslandi? Ágústa Ágústsdóttir Skoðun Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir Skoðun Kennari í verkfalli Hólmfríður Þorgeirsdóttir Skoðun Neglum niður vextina Kristrún Frostadóttir Skoðun Miðflokkurinn stendur vörð um bændur Högni Elfar Gylfason Skoðun Krónur, evrur og fullveldi Bjarni Benediktsson Skoðun Stúlkur eiga undir högg að sækja í nauðgunarmálum Jörgen Ingimar Hansson Skoðun Plan Samfylkingar: Svona náum við niður vöxtunum Jóhann Páll Jóhannsson Skoðun Ísland 2074 Kjartan Magnússon Skoðun Höldum áfram með íslenskuna og konuna Helga Dögg Sverrisdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Á að vera landbúnaður á Íslandi? Ágústa Ágústsdóttir skrifar Skoðun Miðflokkurinn stendur vörð um bændur Högni Elfar Gylfason skrifar Skoðun Fjármál Kópavogsbæjar - hin hliðin Theódóra Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Feður eiga undir högg að sækja í forsjármálum Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Mikill má máttur Viðreisnar og áhrif um alla Evrópu, líka á Pútín, vera Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar Skoðun Frír hádegisverður í boði Friedmans Róbert Björnsson skrifar Skoðun Höldum áfram með íslenskuna og konuna Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Ekki láta kaupa atkvæði þitt Alexandra Briem skrifar Skoðun Afnemum fátæktina Helgi Máni Sigurðsson skrifar Skoðun Krónur, evrur og fullveldi Bjarni Benediktsson skrifar Skoðun Ný ríkisstjórn styrki meistarakerfi löggiltra iðngreina Hópur formanna fag- og meistarafélaga innan SI skrifar Skoðun Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Farsældarlögin snúast ekki um börnin Lúðvík Júlíusson skrifar Skoðun Víðtæk og öflug barátta gegn einmanaleika á Íslandi Guðrún Svava Viðarsdóttir skrifar Skoðun Framsókn í geðheilbrigðismálum Kjartan Helgi Ólafsson skrifar Skoðun 200 þúsund til að búa í fatahengi LOL Derek T. Allen skrifar Skoðun Kennari í verkfalli Hólmfríður Þorgeirsdóttir skrifar Skoðun Við viljum – kröfugerð fólks með fötlun! Unnur Hrefna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir skrifar Skoðun Óæskilegar uppskerur Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Úreltar og óréttmætar hvalveiðar Henry Alexander Henrysson skrifar Skoðun Bætum umhverfið svo öll börn geti blómstrað Kristín Kolbrún Kolbeinsdóttir Waage skrifar Skoðun Neglum niður vextina Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Áhyggjulaust ævikvöld Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Verðbólga í boði Viðreisnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Afsláttur af mannréttindum Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Er 0,145% bankaskattur virkilega nóg? Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Útrýmum kjaragliðnun Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar Skoðun 16 ára aldurstakmark á samfélagsmiðlum Skúli Bragi Geirdal skrifar Sjá meira
Guðmundur MagnússonStundum er yfir því kvartað að íslensk stórfyrirtæki séu ekki nægilega rausnarleg við menningarlíf og vísindastarfsemi í landinu. Sagt er að þau ættu að verja meira fé til lista, mennta og rannsókna. Ekki skal dregið úr þýðingu þess að atvinnulífið sýni hinum svokölluðu skapandi iðkunum stuðning. Hinu mega menn aftur á móti ekki gleyma að verðmætasti stuðningur fyrirtækjanna við þjóðfélagið, þar á meðal andlega lífið og afþreyinguna, felst í þróttmiklum rekstri sem skapar vinnu og tekjur og ný tækifæri.Á sextíu ára afmæli lýðveldisins, þegar tungan, bókmenntirnar og fræðin, þjóðernið og sjálfstæðið eru í brennidepli, er að sama skapi hollt að hafa í huga að þjóðin nýtur ekki til fulls hins andlega, upplífgandi og táknræna, sem lofað er í ræðum og greinum á tyllidögum, nema efnahagslegar undirstöður þjóðlífsins séu traustar. Á afmæli lýðveldisins er ekki síður mikilvægt að láta hugann hvarfla til atvinnulífsins en menningar og sögu. Gæfa þjóðarinnar felst í því að okkur takist að fletta þetta tvennt saman með árangursríkum hætti.Svo er annað sem rétt er að viðurkenna. Sköpun á sér ekkert síður stað í viðskiptum og rekstri en listum og vísindum. Snjall kaupsýslumaður er á sinn hátt sambland af listamanni og vísindamanni. Nema hvað hann er ekki styrkþegi ríkissjóðs og kemur ekki til álita þegar menningarvitarnir úthluta verðlaunum og viðurkenningum.Varla er unnt að hugsa sér betri gjöf stórfyrirtækis til lands og þjóðar á lýðveldisafmælinu en kaup KB banka á danska fjárfestingarbankanum FIH sem tilkynnt var um í fyrradag. Upphæðirnar sem viðskiptin snúast um eru svimandi, jafnvel miðað við þær háu tölur sem við erum farin að venjast á því nýja ævintýraskeiði atvinnulífsins sem hér hefur staðið undanfarinn tæpan áratug. Enginn vafi er á því að heppnist þessi fjárfesting, eins og öll rök hníga að, er hún mikils háttar búhnykkur fyrir þjóðfélagið. Hún skapar Íslendingum atvinnu, ríkissjóði auknar tekjur, færir erlendan gjaldeyri inn í landið og stuðlar að efnahagslegri sveiflujöfnun gagnvart stóriðjuframkvæmdum í landinu. Ekki er síður mikilsvert hvernig hún mun auka þekkingu og reynslu íslenskra kaupsýslumanna, styrkja þá og búa undir enn frekari útrásir. En best er að hún er ekki einangraður atburður heldur þáttur í frjósamri ræktun sem borið hefur ríkulegan ávöxt á undanförnum árum.Einu sinni var talað um athafnaskáld. Þá var verið að vísa til framkvæmdamannanna sem ruddu nútímanum braut á Íslandi í upphafi síðustu aldar. Leiðtogar KB banka, kaupsýslumennirnir Sigurður Einarsson og Hreiðar Már Sigurðsson, eru meðal eftirtektarverðustu athafnaskálda nútímans. Þeir hafa ekki aðeins stuðlað að framsókn í nafni bankans sem slíks heldur lyft grettistaki í viðskiptalífinu með stuðningi við sprotafyrirtæki og útrásar. Þeir hafa að mörgu leyti sameinað í viðskiptum sínum bestu kosti hugvitsmanna og skapandi listamanna. Kannski ættum við allt eins að nefna þá kauplistamenn eða kaupvísindamenn. Það er heppin þjóð sem á slíka syni.
Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir Skoðun
Skoðun Mikill má máttur Viðreisnar og áhrif um alla Evrópu, líka á Pútín, vera Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar
Skoðun Ný ríkisstjórn styrki meistarakerfi löggiltra iðngreina Hópur formanna fag- og meistarafélaga innan SI skrifar
Skoðun Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir skrifar
Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir Skoðun