Viðskipti

Loks opnað fyrir um­sóknir um hlutdeildarlán

Opnað hefur verið að nýju fyrir umsóknir um hlutdeildarlán hjá Húsnæðis- og mannvirkjastofnun. Hlutdeildarlán eru veitt til kaupa á nýjum íbúðum og standa til boða fyrir fyrstu kaupendur og þau sem ekki hafa átt íbúð síðastliðin fimm ár og eru undir tilteknum tekjumörkum.

Viðskipti innlent

Indó lækkar líka vexti

Sparisjóðurinn Indó hefur ákveðið að lækka vexti sína í kjölfar stýrivaxtalækkunar Seðlabankans. Framkvæmdastjóri sjóðsins segir eðlilegt að fjármálafyrirtæki lækki vexti sína þegar Seðlabankinnn gerir það, alveg eins og það er eðlilegt að hækka vexti þegar stýrivextir hækka.

Viðskipti innlent

Ert þú á leið í fram­kvæmdir og veist ekki hvar þú átt að byrja?

Framkvæmdaráðgjöf BYKO hefur verið starfrækt um fimm ára skeið en hún er samstarfsverkefni BYKO og Gísla Álfgeirssonar hjá Heildstæðri hönnun. Í framkvæmdaráðgjöfinni er Gísli viðskiptavinum BYKO innan handa frá upphafi framkvæmda og auðveldar þeim lífið með alhliða ráðgjöf og gagnlegum ráðum í tengslum við stórar sem smáar framkvæmdir heima fyrir eða í bústaðnum.

Samstarf

Arion fyrstur til að til­kynna lækkun

Arion banki hefur tilkynnt vaxtalækkun í kjölfar ákvörðunar Seðlabanka Íslands um að lækka stýrivexti. Óverðtryggðir vextir íbúðalána lækka um allt að 0,6 prósentustig en verðtryggðir vextir standa í stað.

Viðskipti innlent

Gerir ó­þægi­legt sam­tal auð­veldara

Ný launavakt, Rúna, gefur fyrirtækjum færi á að fá upplýsingar um laun starfsmanna mánaðarlega. Lausnin er hönnuð hjá Origo og er ætlað að auka gagnsæi í launum. Lausnin hefur verið í þróun í tvö ár og var opnuð fyrirtækjum síðasta föstudag.

Viðskipti innlent

Þessir sprotar taka þátt í Startup SuperN­ova í ár

Búið er að kynna þau tíu sprotaverkefni sem taka þátt í viðskiptahraðalnum Startup SuperNova í ár. Sérstakur fjárfestadagur hraðalsins fór fram í Grósku á dögunum þar sem frumkvöðlar, fjárfestar, sprotar og fleiri komu saman til að hlýða á fulltrúa sprotanna tíu kynna viðskiptalausnir sínar fyrir framan pallborð skipað fjárfestum og öðrum frumkvöðlum.

Viðskipti innlent

Skiltið skuli fjar­lægt

Umdeilt auglýsingaskilti á útvegg bílskúrs á Digranesvegi í Kópavogi skal fjarlægt. Ákvörðun byggingarfulltrúa Kópavogsbæjar um það stendur óhögguð, að því er fram kemur í úrskurði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála. Nefndin hafnaði kröfu eigenda að Digranesvegi 81 um að fella ákvörðunina úr gildi.

Viðskipti innlent

„En það hefur líka margt fal­legt komið út úr þessu“

„Það er allt upp á borðum. Við ræðum allt. Og auðvitað hafa þetta verið krefjandi tímar, ekki síst fyrir starfsfólkið ,“ segir Sigrún Halldórsdóttir framkvæmdastjóri mannauðs, menningar og öryggis hjá Bláa Lóninu um tímabilið síðan rýmingin var í Grindavík þann 10.nóvember árið 2023.

Atvinnulíf