Viðskipti

Fast­eigna­fé­lag Festar fær nýtt nafn

Festi hefur breytt nafninu á Festi fasteignum, einu ekstrarfélaga sinna sem sérhæfir sig í útleigu atvinnuhúsnæðis til félaga í verslunarrekstri og eru fasteignirnar að mestu leyti í útleigu til félaga innan samstæðunnar, það er N1, Krónunnar, Elko og Bakkans. Félagið hefur fengið nafnið Yrki eignir. 

Viðskipti innlent

Há­stökk Alvotech fyrir bí

Fjórða daginn í röð lækkar verð á bréfum í Alvotech eftir hástökkið á mánudaginn þegar verðið hækkaði um ellefu prósent. Það er nú lægra en það var áður en matvæla- og lyfjaeftirlit Bandaríkjanna veitti fyrirtækinu langþráð leyfi síðastliðna helgi.

Viðskipti innlent

Frum­sýning á nýjum Peu­geot E-2008 raf­bíl

Nýi Peugeot E-2008 rafbíllinn verður frumsýndur í sýningarsal Peugeot við Bíldshöfða 8, laugardaginn 2. mars í Reykjavík. Sýningar- og reynsluakstursbílar verða á staðnum og einnig verður í boði ráðgjöf varðandi hleðslu rafbíla og uppsetningu hleðslustöðva. Í tilefni frumsýningarinnar fylgja Nokian gæða vetrardekk með seldum bílum á frumsýningunni.

Samstarf

Hafa tryggt sér fjóra milljarða

Play hefur tryggt sér áskriftarloforð að andvirði fjögurra milljarða króna í heildina vegna hlutafjáraukningar sem unnið hefur verið að. Fjórir milljarðar var lágmark hlutafjáraukningarinnar og er hún nú háð leyfis hluthafa. Fáist það stendur til að auka hlutaféð á aðalfundi félagsins þann 21. mars.

Viðskipti innlent

Eig­andi Vy-þrifa orðinn eini eig­andi Wokon

Davíð Viðarsson, framkvæmdastjóri og eigandi þrifafyrirtækisins Vy-þrifa sem er til rannsóknar hjá lögreglu meðal annars fyrir mansal er orðinn einn eigandi og framkvæmdastjóri Wokon ehf. sem rekur samnefnda veitingastaði á höfuðborgarsvæðinu og víða um land.

Viðskipti innlent

Loðnan við Vest­firði ekki nægi­lega mikil

Loðnan sem fannst undan Patreksfirði í gær reyndist ekki vera í nægilegu magni til að unnt sé að heimila veiðar. Von um loðnuvertíð er því orðin veik og blasir loðnubrestur við þennan veturinn. Fulltrúar Hafrannsóknastofnunar funda með fulltrúum útgerðarinnar í dag um stöðuna.

Viðskipti innlent

Alvotech sagði 21 upp í gær

21 starfsmanni var sagt upp störfum hjá Alvotech í gær. Þar af voru fjórtán sem starfa á Íslandi. Þetta staðfestir Benedikt Stefánsson, forstöðumaður fjárfesta- og almannatengsla hjá Alvotech, í samtali við Vísi.

Viðskipti innlent

Hag­vöxtur 4,1 prósent í fyrra

Niðurstöður þjóðhagsreikninga fyrir síðasta ár benda til þess að hagvöxtur, það er breyting á landsframleiðslu á föstu verðlagi, hafi numið 4,1 prósent. Áætlað nafnvirði vergrar landsframleiðslu var 4.279 milljarðar króna.

Viðskipti innlent

Skagi inn í Kaup­höllina í stað VÍS

Skagi er nýtt móðurfélags VÍS, Fossa fjárfestingarbanka og SIV eignastýringar. Framtíðarskipulag samstæðunnar hefur verið kynnt og samþykkt af hluthöfum með tilfærslu tryggingareksturs í dótturfélag. Skagi verður skráða félagið í félagið í Kauphöll Íslands, sem áður var undir merkjum VÍS. 

Viðskipti innlent

Sýnileikadagur FKA: Erfiðast að rukka!

„Að rukka!“ svarar Elín Arnar hjá Birtu Media og hlær þegar hún er spurð um það, hvað henni hafi fundist erfiðast að yfirstíga á þeim tveimur árum sem fyrirtækið Birta Media hefur verið starfrækt.

Atvinnulíf

Elsta vöru­merki Bret­lands fær nýtt út­lit

Lyle's Golden Syrup hefur tekið til notkunar nýjar umbúðir á vörum sínum. Í stað rotnandi ljónshræs kemur teiknuð mynd af ljóni. Breytingin á þó einungis við sírópið sem fæst í flöskum en sírópsdósirnar vinsælu verða enn með sama útlit.

Viðskipti erlent

Verð­bólga hjaðnar lítil­lega

Verðbólga mælist nú 6,6 prósent en hún var 6,7 prósent í síðasta mánuði. Vísitala neysluverðs hækkaði um 1,33 prósent milli mánaða en verðbólgan hefur ekki verið lægri síðan í febrúar 2022.

Viðskipti innlent