Viðskipti

Telja sig hlunnfarna um milljónir í laun frá Pizzunni

Hópur starfsmanna pítsukeðjunnar Pizzunnar telur sig hlunnfarinn um laun frá fyrirtækinu. Stéttarfélag starfsmannanna er með á milli sex og sjö milljóna króna í innheimtu frá fyrirtækinu vegna vangreiddra launa, einkum þar sem yfirvinnutímar hafa ekki verið greiddir sem slíkir.

Viðskipti innlent

Rifrildin heima fyrir eftir vinnu

Við ræðum oft um mikilvægi þess að aðskilja vinnu og einkalíf. Sem þó getur verið hægara sagt en gert. Því satt best að segja getur líðanin okkar verið mjög mismunandi þegar að við komum heim eftir vinnu.

Atvinnulíf

Þota frá Play lenti í fyrsta sinn á Reykjavíkurflugvelli

Forráðamenn flugfélagins Play og Kauphallar Íslands fögnuðu því í tólf þúsund feta hæð yfir hálendi Íslands í dag að fyrirtækið er að fara á hlutabréfamarkað. Hin hefðbundna bjölluhringing var tekin upp til að sýna á föstudag þegar markaðsviðskipti hefjast með bréf félagsins.

Viðskipti innlent

Þegar vandamálin heima fyrir hafa áhrif á vinnuna

Það skal enginn halda það að annað fólk fari í gegnum lífið án þess að alls kyns áskoranir geti komið upp heima fyrir. Þessar áskoranir geta verið af öllum toga og oft tekið á. Allt frá því að hafa áhyggjur af krökkunum, hjónabandinu eða hreinlega foreldrunum. Veikindi geta komið upp hjá vinum og vandamönnum, langvarandi og alvarleg eða bara að amma gamla fór í mjöðminni og þarf tímabundna hjálp.

Atvinnulíf

Fjöldi far­þega þre­faldaðist milli mánaða

Fjöldi farþega í millilandaflugi Icelandair rúmlega þrefaldaðist á milli maí og júní 2021. 72 þúsund farþegar flugu með félaginu í júní samanborið við 22 þúsund í fyrri mánuði. Samhliða því heldur farþegum í innanlandsflugi áfram að fjölga.

Viðskipti innlent

Ekki keypt jafn mikinn gjaldeyri í rúm fjögur ár

Íslenska krónan styrktist á móti evru í júní, en veiktist á móti Bandaríkjadal. Af átján viðskiptadögum í júní greip Seðlabanki Íslands inní á markaðinn sex daga, öll skiptin á kauphliðinni. Seðlabankinn keypti evrur fyrir 18,2 milljarða króna sem eru mestu kaup í einum mánuði síðan í febrúar 2017.

Viðskipti innlent

Bezos lætur af störfum sem forstjóri Amazon

Auðjöfurinn Jeff Bezos lætur í dag af störfum sem forstjóri Amazon, fyrirtækis sem hann stofnaði á árum áður og hefur stýrt í 27 ár. Við honum tekur Andy Jassy en Bezos mun áfram verða mjög áhrifamikill og tekur sér stöðu stjórnarformanns.

Viðskipti erlent