Viðskipti

Sjö ráðin til indó

Íslenski sparisjóðurinn indó hefur ráðið sjö nýja starfsmenn, þau Hjördísi Elsu Ásgeirsdóttur, EInar Björgvin Eiðsson, Stefaníu Sch. Thorsteinsson, Lilju Kristínu Birgisdóttur, Söru Mildred Harðardóttur, Hermann Guðmundsson og Valgerði Kristinsdóttur.

Viðskipti innlent

KKÍ og Ölgerðin endurnýja samstarf

KKÍ og Ölgerðin hafa endurnýjað sitt góða samstarf með undirritun á nýjum samningi en Ölgerðin og vörumerkið Kristall hefur verið góður samstarfsaðili KKÍ undanfarin ár.

Samstarf

Verðbólga mælist 8,8 prósent

Verðbólga síðustu tólf mánuði mælist nú 8,8 prósent samkvæmt neysluvísitölu Hagstofu Íslands. Verðbólga hefur ekki verið eins mikil á Íslandi frá því á haustmánuðum 2009.

Viðskipti innlent

Arion banki fyrstur til að hækka vexti

Á morgun munu inn- og útlánavextir hjá Arion banka hækka í kjölfar stýrivaxtahækkunar Seðlabanka Íslands. Breytingarnar ná til óverðtryggða íbúðalána, kjörvaxta, bílalána og innlána. Íslandsbanki hefur einnig boðað hækkanir þann 1. júlí næstkomandi.

Viðskipti innlent

Loksins Lands­mót - hófa­dynur á Rang­ár­bökkum

Landsmót hestamanna verður haldið dagana 3. til 10. júlí á Rangárbökkum við Hellu. „Loksins,“ segja margir þar sem Landsmótið fór síðast fram 2018. Nú verður öllu til tjaldað og býst Magnús Benediktsson, framkvæmdastjóri hins langþráða Landsmóts við frábærri mætingu.

Samstarf

Segja óboðlegt fyrir Norður- og Austurland ef strandveiðar stöðvast í næsta mánuði

Formenn þriggja samtaka smábátaeigenda á svæðum norðanlands og austan skora á Svandísi Svavarsdóttur matvælaráðherra að tryggja strandveiðar til ágústloka þannig að jafnræðis sé gætt milli landshluta. Núna sé ljóst að ætlaðar veiðiheimildir muni ekki duga til að tryggja strandveiðisjómönnum 48 veiðidaga í fulla fjóra mánuði, 12 daga í hverjum, eins og þeir segja að markmiðið hafi verið með síðustu breytingum á veiðikerfinu.

Viðskipti innlent

Starfsmannafjöldinn meira en þrefaldast á tíu árum

„Það er mikið um að vera í íslensku atvinnulífi í dag. Við þjónustum fyrirtæki af öllum stærðum og gerðum á sviði endurskoðunar, ársreikningsgerðar, skattaráðgjafar, bókhalds og almennrar fjármála- og fyrirtækjaráðgjafar. Áhugi fyrir fjárfestingum er mikill bæði hjá innlendum og erlendum aðilum og höfum við umsjón með kaupum og sölu og önnumst ráðgjöf,“ segir Davíð Búi Halldórsson, framkvæmdastjóri og hluthafi í endurskoðunarfyrirtækinu Enor ehf.

Samstarf

Bruggarar sjá fram á tafir: „En þessi dagsetning verður alltaf í minnum höfð“

Ólíklegt er að brugghús geti hafið sölu á áfengi út úr húsi strax og ný áfengislög taka gildi næsta föstudag. Bruggarar eru að minnsta kosti ekki bjartsýnir á að það verði enda þurfa þeir að fara í gegn um langt umsóknarkerfi hjá sýslumanni og sveitarfélögum til að mega hefja sölu. Dómsmálaráðherra vonast þó til að málunum verði veitt flýtimeðferð í stjórnkerfinu.

Viðskipti innlent

Kvörtunum í tengslum við flug­ferðir rignir inn

Kvörtunum vegna seinkana og niðurfellinga á flugferðum hefur stórfjölgað að sögn formanns Neytendasamtakanna en mikil mannekla er á flugvöllum víða um heim. Hann telur flugfélög þurfa að standa sig betur í að upplýsa farþega um réttindi sín.

Neytendur

Útgerðarfélag Akureyringa selur línuskipið Önnu EA 305

Útgerðarfélag Akureyringa hefur selt línuskipið Önnu EA 305 til kanadíska fyrirtækisins Arctic Fishery Alliance. Að sögn Kristjáns Vilhelmssonar, útgerðarstjóra Samherja, er helsta ástæða sölunnar að útgerðin borgaði sig ekki fjárhagslega og því hafi þótt rökrétt að selja skipið.

Viðskipti innlent