Viðskipti

Að hræðast ekki þótt maður sé kominn djúpt í laugina og ekki alveg syndur

„Frægasta tískubúð á Íslandi fyrr og síðar var Sesar á Akureyri. Þar tókst mér að selja 20 þúsund gallabuxur í 10 þúsund manna bæ á sínum tíma. Saga mín í viðskiptum spannar marga áratugi og er ansi ótrúleg á köflum. Það hafa ekki alltaf verið jólin, en með þrautseigju, einstöku samstarfsfólki, góðum viðskiptafélögum og jákvæðni er staðan í dag frábær,“ segir hinn nær áttræði, framkvæmdaglaði Herbert Óskar Ólafsson, betur þekktur sem Kóki, sem rekur reiðtygja og reiðfataframleiðsluna Top Reiter, að líkindum þá stærstu í íslenska hestaheiminum.

Viðskipti innlent

75 ára í IKEA: Trúði því alltaf að hún væri kraftaverkabarn

„Nei ég var ekkert að hugsa um að hætta þegar að ég varð sjötug. Við fórum til Los Angeles og vorum þar, ég og börnin, í heimsókn hjá dóttur minni sem er búsett þar. Ég fékk líka 70 rósir í gjöf frá IKEA,“ segir Guðrún Hlín Þórarinsdóttir sem nú er 75 ára og enn í 100% starfi hjá IKEA.

Atvinnulíf

Þúsundum starfs­manna sagt upp

Elon Musk hefur sagt upp rúmlega helmingi starfsmanna samfélagsmiðilsins Twitter. Musk er sagður hafa lagt niður heilu deildirnar, þar á meðal deild sem á að sporna gegn dreifingu falsfrétta og röngum eða villandi upplýsingum á miðlinum.

Viðskipti erlent

Kvartar undan tekjutapi Twitter

Auðjöfurinn Elon Musk, nýr eigandi Twitter, segir fyrirtækið hafa orðið fyrir miklu tekjutapi því auglýsendur hafi hætt að auglýsa á samfélagsmiðlinum. Til stendur að segja upp stórum hópi starfsmanna fyrirtækisins, viku eftir að Musk eignaðist Twitter og tók fyrirtækið af hlutabréfamarkaði.

Viðskipti erlent

Nýir stjórnendur hjá ELKO

Þrír nýir stjórnendur hafa verið ráðnir til ELKO. Sófús Árni Hafsteinsson tekur við nýju stöðugildi viðskiptaþróunarstjóra, Jónína Birgisdóttir hefur verið ráðin þjónustustjóri og Þórkell Þórðarson verður sérfræðingur í stafrænni þróun.

Viðskipti innlent

„Sannkallað afrek að ungt fyrirtæki nái rekstrarhagnaði“

Birgir Jónsson forstjóri Play segir það sannkallað afrek að ungt fyrirtæki nái rekstrarhagnaði miðað við krefjandi ytri aðstæður undanfarið. Play skilaði uppgjöri fyrir þriðja ársfjórðung í dag. Hins vegar býst flugfélagið við því að rekstrarniðurstaðan verði neikvæð þegar litið er á síðari hluta ársins og árið í heild. 

Viðskipti innlent

Actice ehf. undir hatt Kynnis­ferða

Ferðaþjónustufyrirtækið Kynnisferðir hefur nú undirritað samkomulag við fyrirtækið Actice ehf. um kaup á því síðarnefnda. Actice ehf. eða Activity Iceland sérhæfir sig í sérsniðnum ferðalausnum í íslenskri náttúru.

Viðskipti innlent

Að segja sannleikann: „Við vælum pínu mikið í lúxuslandi“

„En fyrst við erum að tala um þriðja æviskeiðið er kannski líka tilefni til að nefna að það er ekkert endilega eldra fólkið sem kemur verra út í mælingum. Því við fáum stundum til okkar fjölskyldur og þá er það oftar en ekki foreldrarnir sem eru að koma betur út í lífgildum en ungmennin,“ segir Lukka Pálsdóttir hjá Greenfit og vísar þar til heilsu fólks sem er 25 ára og yngra.

Atvinnulíf

Musk leitar nýrra tekjulinda fyrir Twitter

Auðjöfurinn Elon Musk vinnur hörðum höndum að því að auka tekjur samfélagsmiðlafyrirtækisins Twitter, sem hann keypti nýverið. Mestar tekjur Twitter eru til komnar vegna auglýsingasölu en því vill Musk breyta. Þá þarf hann að auka tekjur fyrirtækisins vegna mikilla skulda sem það tók á sig við yfirtöku hans.

Viðskipti erlent