Viðskipti innlent

Arion fyrstur til að til­kynna lækkun

Arion banki hefur tilkynnt vaxtalækkun í kjölfar ákvörðunar Seðlabanka Íslands um að lækka stýrivexti. Óverðtryggðir vextir íbúðalána lækka um allt að 0,6 prósentustig en verðtryggðir vextir standa í stað.

Viðskipti innlent

Gerir ó­þægi­legt sam­tal auð­veldara

Ný launavakt, Rúna, gefur fyrirtækjum færi á að fá upplýsingar um laun starfsmanna mánaðarlega. Lausnin er hönnuð hjá Origo og er ætlað að auka gagnsæi í launum. Lausnin hefur verið í þróun í tvö ár og var opnuð fyrirtækjum síðasta föstudag.

Viðskipti innlent

Þessir sprotar taka þátt í Startup SuperN­ova í ár

Búið er að kynna þau tíu sprotaverkefni sem taka þátt í viðskiptahraðalnum Startup SuperNova í ár. Sérstakur fjárfestadagur hraðalsins fór fram í Grósku á dögunum þar sem frumkvöðlar, fjárfestar, sprotar og fleiri komu saman til að hlýða á fulltrúa sprotanna tíu kynna viðskiptalausnir sínar fyrir framan pallborð skipað fjárfestum og öðrum frumkvöðlum.

Viðskipti innlent

Skiltið skuli fjar­lægt

Umdeilt auglýsingaskilti á útvegg bílskúrs á Digranesvegi í Kópavogi skal fjarlægt. Ákvörðun byggingarfulltrúa Kópavogsbæjar um það stendur óhögguð, að því er fram kemur í úrskurði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála. Nefndin hafnaði kröfu eigenda að Digranesvegi 81 um að fella ákvörðunina úr gildi.

Viðskipti innlent

Efla fjár­málin með Elfu

Elfa Björg Aradóttir hefur verið ráðin í stöðu fjármálastjóra hjá Borealis Data Center, sem rekur gagnaver á þremur stöðum hér á landi og í Kajaani í Norður-Finnlandi. Þetta kemur fram í tilkynningu.

Viðskipti innlent

Ekkert á­fengi á sunnu­dögum og seint á kvöldin

Dómsmálaráðherra hefur birt drög að frumvarpi til laga um breytingu á áfengislögum í samráðsgátt. Samkvæmt drögunum verður innlend netverslun með áfengi heimiluð, að ákveðnum skilyrðum uppfylltum. Til að mynda yrði ekki heimilt að afhenda áfengi á helgidögum, þar á meðal sunnudögum.

Viðskipti innlent

Upp­sagnir hjá ÁTVR

Sjö starfsmönnum á skrifstofu ÁTVR var sagt upp í gær. Staða verslunarstjóra í tveimur Vínbúðum á höfuðborgarsvæðinu hefur verið lögð niður og þá hefur verið ráðist í fleiri aðgerðir til að bregðast við kröfum um hagræðingu í rekstri. Stöður aðstoðarverslunarstjóra hafa sömuleiðis verið lagðar niður í nokkrum verslunum.

Viðskipti innlent

Ragn­heiður Theo­dórs ein af fimm til PLAIO

Íslenska hugbúnaðarfyrirtækið PLAIO hefur ráðið til sín fimm starfsmenn, þvert á allar deildir fyrirtækisins. Markmiðið með ráðningunum er að styðja betur við innleiðingu nýrra viðskiptavina PLAIO, en þeim hefur fjölgað um 200% á undanförnum tólf mánuðum.

Viðskipti innlent