Viðskipti innlent

Nýir fram­kvæmda­stjórar hjá Ekrunni og Emm­ess­ís

Tvær breytingar hafa orðið á framkvæmdastjórn 1912 samstæðu þar sem Hildur Erla Björgvinsdóttir hefur fært sig um set innan samstæðunnar og verið ráðin framkvæmdastjóri Ekrunnar, dótturfélags 1912. Í hennar stað hefur Kristján Geir Gunnarsson verið ráðinn framkvæmdastjóri Emmessíss.

Viðskipti innlent

Gunnar Már hættir hjá Icelandair Car­go

Gunnar Már Sigurfinnsson hefur ákveðið að segja starfi sínu lausu sem framkvæmdastjóri Icelandair Cargo og mun þar með stíga til hliðar úr framkvæmdastjórn Icelandair Group. Greint var frá því í gær að fraktstarfsemi félagsins hafi reynst erfið.

Viðskipti innlent

Færa niður afkomuspá

Uppfærð afkomuspá Icelandair gerir ráð fyrir minni hagnaði á árinu en áður var búið að gera. Farþega- og leiguflugsstarfsemi félagsins skilar betri rekstarniðurstöðu en í fyrra en fraktstarfsemin hefur verið erfið.

Viðskipti innlent

Arnar Geirsson frá Connecticut til New York

Arnar Geirsson, hjartaskurðlæknir, hefur verið ráðinn forstöðumaður hjarta- og æðasjúkdómastofu og yfirskurðlæknir hjartalokuprógramms NewYork Presbyterian-sjúkrahússins og Irving læknamiðstöðvarinnar hjá Columbia-háskólanum í New York-borg. Hann er einnig skipaður prófessor í skurðlækningum við brjósthols- og æðaskurðlæknadeild Columbia-háskólans.

Viðskipti innlent

Þrír stjórnendur til Borealis Data Center

Borealis Data Center hefur ráðið til starfa þrjá nýja stjórnendur. Það eru þau Bergþóra Halldórsdóttir, sem mun stýra skrifstofu forstjóra, Blake E. Greene verður markaðsstjóri Borealis og Kristófer Kristinsson mun leiða vöruþróun fyrirtækisins. Þetta kemur fram í tilkynningu frá fyrirtækinu.

Viðskipti innlent

Jón Júlíus til Við­skipta­ráðs

Jón Júlíus Karlsson, sem gegnt hefur stöðu framkvæmdastjóra UMF Grindavíkur síðustu ár, hefur verið ráðinn til starfa hjá Viðskiptaráði og mun annast verkefni á sviði samskipta, miðlunar og viðburðahalds auk þátttöku í málefnastarfi og annarri daglegri starfsemi ráðsins.

Viðskipti innlent

Telur játningu Eimskipa vera taktíska ákvörðun

Hörður Felix Harðarson, lögmaður Samskipa, viðurkennir að játning Eimskipa í máli er varðar ólöglegt samráð fyrirtækjanna setji málið í einkennilega stöðu. Þrátt fyrir það telur hann játninguna vera taktíska ákvörðun fyrirtækisins, en segir Samskip ekki hafa viljað taka álíka ákvörðun.

Viðskipti innlent

Berlin yfir­gefur bensín­stöðina

Reiðhjólaverslunin Berlin flutti í nýtt húsnæði í dag, af bensínstöðinni við Háaleitisbraut inn í Miðbæ á sömu götu, Háaleitisbraut 58-60. Eigendur eru spenntir fyrir nýrri staðsetningu, sem þó sé rétt hjá.

Viðskipti innlent

Segir á­sakanir um þaul­skipu­lagða glæpi mann­orðsmorð

Samskip eru sökuð um ólöglegt samráð í flutningaþjónustu á Norðurlandi í tíð stjórnarformanns lífeyrissjóðsina Gildis sem formaður VR sakar um „þaulskipulagða glæpi“. Lífeyrissjóðsstjórinn hætti störfum hjá Samskipum áður en alvarlegustu brotin sem Samkeppniseftirlitið sektaði fyrirtækið fyrir voru framin.

Viðskipti innlent

Ó­fremdar­á­stand í skilum árs­reikninga

Ríkis­endur­skoðun segir að ó­fremdar­á­stand ríki í skilum árs­reikninga sjóða og stofnana fyrir árið 2022. Þetta kemur fram í til­kynningu frá stofnuninni. Einungis 148 aðilar hafa upp­fyllt skila­skyldu sína, eða um 22 prósent sjóða og stofnana. Þetta er litið al­var­legum augum.

Viðskipti innlent

Perlan fer á sölu

Borgarráð samþykkti á fundi sínum í morgun að heimila fjármála- og áhættustýringarsviði, eignaskrifstofu, að hefja söluferli á Perlunni auk tveggja vatnstanka í Öskjuhlíð. Fasteignamat eignanna er tæpir fjórir milljarðar.

Viðskipti innlent

Play sér ekki lengur fram á hagnað

Hækkun eldsneytisverðs og aðrar almennar kostnaðarhækkanir hafa neikvæð áhrif á afkomu flugfélagsins Play á seinni hluta ársins 2023. Því gerir félagið ekki lengur ráð fyrir því að afkoma ársins verði jákvæð.

Viðskipti innlent

Gunnar vildi hækka stýri­vextina minna en aðrir í nefndinni

Gunnar Jakobsson, varaseðlabankastjóra fjármálastöðugleika og nefndarmaður í peningastefnunefnd Seðlabankans, greiddi atkvæði gegn tillögu Ásgeirs Jónssonar seðlabankastjóri á fundi peningastefnunefndar í síðasta mánuði þar sem ákveðið var að hækka stýrivexi um 0,5 prósentur, úr 8,75 prósent í 9,25 prósent.

Viðskipti innlent