Viðskipti innlent

Fréttir í tímaröð

Fréttamynd

Icelandair byrjar að fljúga til Istanbúl

Icelandair hefur bætt nýjum áfangastað við leiðakerfið sitt, hinni sögufrægu borg Istanbul í Tyrklandi. Flogið verður til borgarinnar fjórum sinnum í viku frá 5. september 2025 og er flugtími um fimm klukkustundir og 30 mínútur.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Þrjú ráðin til Tryggja

Ingunn Ósk Magnúsdóttir, Smári Freyr Jóhannsson og Gunnar Freyr Róbertsson hafa öll verið ráðin til tryggingmiðlunarfyrirtækisins Tryggja og munu gegna þar lykilhlutverkum.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Horfur tveggja banka úr stöðugum í já­kvæðar

Alþjóðlega lánshæfismatsfyrirtækið S&P Global Ratings staðfesti í dag lánshæfismat Landsbankans og Íslandsbanka og tilkynnti jafnframt um breytingu á horfum úr stöðugum í jákvæðar. Þriðji stóri viðskiptabankinn, Arion banki, sleit samstarfi sínu við S&P fyrr á árinu.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Ísold ráðin markaðs­stjóri

Ísold Einarsdóttir hefur verið ráðin markaðsstjóri upplýsingatækifyrirtækisins OK. Fyrirtækið sérhæfir sig í sölu og ráðgjöf á tæknilausnum og tengdri þjónustu við mörg stærstu fyrirtæki landsins, stofnanir og alþjóðleg fyrirtæki.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Hafna á­sökunum um smánar­laun

Talsmenn Bakkavarar hafna alfarið ásökunum um greiðslu sultarlauna til starfsfólks verksmiðju í Englandi, en fulltrúar ensks stéttarfélags komu hingað til lands í vikunni og hófu herferð gegn íslenskum meirihlutaeigendum fyrirtækisins.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Smána Bakkavararbræður fyrir greiðslu „fátæktarlauna“

Nokkrir fulltrúar um 700 starfsmanna í samlokuverksmiðju fyrirtækisins Bakkavarar í Bretlandi, sem er í meirihlutaeigu íslenskra fjárfesta, komu til Íslands í gær til að reyna að ná tali af Bakkabræðrum, þeim Lýði Guðmundssyni og Ágústi Guðmundssyni. Forsvarsfólk Bakkavarar segist hugsa vel um fólkið sitt.

Viðskipti innlent