Viðskipti erlent

Property Group kaupir eign af Fiona-bankanum

Fasteignafélagið Property Group, sem er í eigu Straums, Guðmundar Þórðarsonar, Birgis Bieltvedt og þriggja Dana hefur fest kaup á eign af Fiona-bankanum en bankinn rambar á barmi gjaldþrots og reynir nú að losa sig við eignir til að ná upp lausafjárstöðu sinni.

Viðskipti erlent

Asísk bréf hækkuðu ýmist eða lækkuðu

Hlutabréf hækkuðu ýmist eða lækkuðu á Asíumörkuðum í morgun. Þannig hækkaði japanska Nikkei-vísitalan um rúmt prósentustig en aðrar vísitölur lækkuðu margar hverjar. Ekki er búist við líflegum viðskiptum á hlutabréfamörkuðum síðustu tvo dagana fyrir jól en margir fjárfestar eru þegar komnir í jólafríið, bæði austan hafs og vestan.

Viðskipti erlent

Hagfræðingar í Bandaríkjunum óttast verðhjöðnun

Hagfræðingar í Bandaríkjunum eru farnir að hafa verulegar áhyggjur af verðhjöðnun. Það er andstæðan við verðbólgu og einkennist slíkt ástand af miklum verðlækkunum, en einnig miklum launalækkunum, atvinnuleysi og lömuðu efnahagslífi. Það var ekki síst til að bregðast við þessu ástandi, sem Ben Bernanke, seðlabankastjóri í Bandaríkjunum, lækkaði stýrivexti niður í 0 í síðustu viku.

Viðskipti erlent

Sölu á Kaupþing Lux að ljúka

Fjármálaráðherrann í Luxemburg hefur skrifað undir viljayfirlýsingu um sölu á Kaupþing í Lúxemburg til hóps fjárfesta frá Arabalöndunum. Þetta kemur fram í tilkynningu frá ríkisstjórninni í Luxemburg sem Reuters fréttastofan vísar til í dag.

Viðskipti erlent

Bílarisum bjargað vestanhafs

George W. Bush, fráfarandi forseti Bandaríkjanna, greindi frá því í gær að stjórnvöld ætli að veita bandarísku bílaframleiðendunum General Motors og Chrysler neyðarlán sem eigi að forða þeim frá gjaldþroti.

Viðskipti erlent

Heimsmarkaðsverð á olíu í frjálsu falli

Heimsmarkaðsverð á olíu virðist í frjálsu falli þessa stundina en tunnan er komin niður fyrir 34 dollara á markaðinum í Bandaríkjunum. Er það 2 dollara lækkun frá verðinu í gærdag sem lækkaði einnig töluvert þann daginn.

Viðskipti erlent

Breskum ferðamönnum til Íslands fækkar um 9.000

Breskum ferðamönnum sem komu til Íslands síðasta sumar fækkaði um 9.000 miðað við árið á undan. Þetta er hluti af almennri þróun í Bretlandi en samkvæmt upplýsingum frá hagstofu landsins ákváðu milljón Bretar að sitja heima síðasta sumar í stað þess að ferðast erlendis í fríum sínum.

Viðskipti erlent

Norski olíusjóðurinn sigraði Warren Buffett

Norski olíusjóðurinn hafði sigur í baráttu sinni gegn Warren Buffett ríkasta manni heims um söluna á bandaríska orkufyrirtækinu Constellation Energy. MidAmerican, félag í eigu Buffett, hefur hætt við áform sín um að kaupa Constellation.

Viðskipti erlent

Ålandsbanken vill kaupa Kaupþing í Svíþjóð

Ålandsbanken á Álandseyjum hefur staðfest að hann hafi áhuga á því að kaupa Kaupþing í Svíþjóð. Samningaviðræður um kaupin eru nú í gangi milli bankans og sænskra stjórnvalda en bankinn var yfitekinn af sænska ríkinu í kjölfar bankahrunsins á Íslandi.

Viðskipti erlent

Nikkei hefur lækkað um 44 prósentustig á árinu

Hlutabréf lækkuðu í verði á Asíumörkuðum í morgun þrátt fyrir að seðlabanki Japans hafi lækkað stýrivexti niður í 0,1 prósent og lýst því yfir að hann muni kaupa töluvert af skuldum fyrirtækja til að reyna að glæða atvinnu- og viðskiptalíf landsins.

Viðskipti erlent

Innistæðutryggingar í bönkum hækka meir en tvöfalt

Þing Evrópusambandsins ákvað í dag að innistæðutryggingar í bönkum ESB ættu að hækka í 50.000 evra næsta sumar eða nær 9 milljónir kr.. Tryggingarnar nema nú rúmlega 20.000 evrum. Þessi ákvörðun mun einnig ná yfir EES-samninginn og gildir þá væntanlega hérlendis einnig næsta sumar.

Viðskipti erlent