Veður

Von á all­hvössum vindi norðan­vestan­til

Veðurstofan gerir ráð fyrir sunnan- og suðvestanátt á landinu í dag, yfirleitt golu, kalda eða stinningskalda, en að á norðvestanverðu landinu séu líkur á allhvössum eða hvössum vindstrengjum.

Veður

Veður fer batnandi eftir ó­veður helgarinnar

Veður fer batnandi í dag eftir að mikið hvassviðri og skúrahryðjur herjuðu á landsmenn um liðna helgi. Spáð er suðvestan fimm til tíu metrum á sekúndu og að það dragi smám saman úr skúrunum þannig að lítið sem ekkert eftir af þeim seinnipartinn.

Veður

Gul viðvörun um helgina

Veðurstofan hefur gefið út gula viðvörun vegna veðurs á stóru hluta landsins á föstudagskvöld og fram eftir degi á laugardaginn. Vissara er fyrir fólk að hugsa að trampólínum í görðum víða um land.

Veður

Líkur á síð­degis­skúrum sunnan­lands

Veðurstofan gerir ráð fyrir að það verði fremur hæg breytileg átt eða hafgola í dag. Bjart verður að mestu en skýjað austantil framan af degi. Um sunnanvert landið eru hins vegar líkur á stöku síðdegisskúrum.

Veður

Úr­komu­svæði færist austur

Dálítil lægð er nú nærri Reykjanesi og verður vindur á landinu suðlægur í fyrstu, en snýst síðan í norðvestanátt þegar lægðin hreyfist austur á bóginn.

Veður

Regn­svæðið farið austur

Regnsvæðið, sem fór austur yfir landið í gærdag og nótt, er í morgunsárið komið yfir Austurland, en heldur síðan áfram austur á bóginn og rofar þá til.

Veður

Tals­vert úr­helli suð­vestan­lands

Lægð á hreyfingu norðureftir Grænlandssundi dregur með sér regnsvæði austur yfir landið í dag. Því verður rigning eða súld í öllum landshlutum, um tíma talsvert úrhelli suðvestanlands.

Veður

Hiti að 22 stigum og hlýjast sunnan­lands

Veðurstofan gerir ráð fyrir norðlægri átt í dag, yfirleitt þremur til tíu metrum á sekúndu. Reikna má með skýjuðu veðri og dálítilli rigningu eða súld austantil en léttskýjuðu vestantil.

Veður

Úr­koma á stórum hluta landsins í dag

Lægð er nú stödd norður af Langanesi og færist hún til suðvesturs og með henni úrkoma sem nær yfir stóran hluta landsins í dag. Sömuleiðis kemur yfir svalari loftmassi en verið hefur yfir okkur upp á síðkastið.

Veður

Rigning með köflum en styttir upp síð­degis

Veðurstofan gerir ráð fyir austan fimm til þrettán metrum á sekúndu í dag, en þrettán til átján metrum syðst. Rigning með köflum sunnan- og suðvestanlands, en styttir upp síðdegis. Skýjað austanlands, en allvíða bjartviðri norðantil á landinu.

Veður

Djúp lægð veldur vaxandi austan­átt sunnan­til

Veðurstofan gerir ráð fyrir norðlægri átt í dag, þremur til átta metrum á sekúndu, en öllu vindasamara austantil. Búast má við léttskýjuðu veðri suðvestantil, en annars skýjað með köflum og lítilsháttar vætu við austurströndina.

Veður