Kannski, kannski ekki
Verður máltæknin aðeins tæki til að skapa steiktar myndir í greinunum mínum og kynningum eða til að leyfa forseta að kalla fram íslenskan hest við foss á tveimur sekúndum? Í gegnum tíðina höfum við oft látið tækifæri renna úr greipum okkar. Gervigreindin, og sérstaklega máltæknin, gæti skipt sköpum fyrir íslenskuna en það gerist ekki af sjálfu sér.