Skoðun

Stöndum þriðju vaktina saman!

Ragnar Þór Ingólfsson skrifar

VR er þessa dagana að fara í gang með herferð um hugtakið þriðju vaktina og það andlega álag sem fylgir henni. En hvað er þriðja vaktin og af hverju er VR að vekja athygli á þessu?

Skoðun

Hagsmunir hverra?

Heiðar Guðjónsson skrifar

Nú er fimmtíu manna sendinefnd á vegum hins opinbera á fundi Sameinuðu þjóðanna um loftlagsmál í Skotlandi. Það er skrýtið að sjá hvað forystumenn í hópnum leggja áherslu á. Ástæðan er sú að það er frumskylda íslenskra embættis- og stjórnmálamanna að standa vörð um íslenska hagsmuni, ekki hagsmuni annarra.

Skoðun

Sjálf­bær banka­þjónusta

Sigríður Hrefna Hrafnkelsdóttir skrifar

Sjálfbærni og sjálfbær þróun eru áberandi hugtök í samfélagsumræðunni. Leiðandi fyrirtæki á borð við Íslandsbanka hafa mörg hver markað sér stefnu og sett sér markmið um sjálfbærni í rekstri sem tengd eru heimsmarkmiðum Sameinuðu þjóðanna.

Skoðun

Stuðningur við fjöl­­skyldur fólks með heila­bilun

Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar

Það er margt sem breytist hjá fólki sem fær heilabilun, einföldustu hlutir geta orðið flóknir og minnið bregst sem oft skapar óöryggi. Það er mikilvægt að fólk fái strax stuðning og hjálp til að fóta sig og að þjónusta sé miðuð út frá hverjum einstakling.

Skoðun

Björt fram­tíðar­sýn fyrir Ís­land

Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir skrifar

Framtíðarsýn er Íslands er björt og alveg hreint sérstaklega ef sú byggðastefna sem Alþingi var með til umfjöllunar á síðasta þingi nær fram að ganga nú á komandi þingvetri.

Skoðun

Sótt­varna­ríki í 9 ár í við­bót?

Erling Óskar Kristjánsson skrifar

Í kvöldfréttum Stöðvar 2 þann 2. nóvember síðastliðinn var fjallað um framtíð faraldursins á Íslandi og leiðina að hjarðónæmi. Þar var því haldið fram að Ísland væri langt frá langþráðu hjarðónæmi gegn kórónaveirunni SARS-CoV-2 sem veldur COVID-19.

Skoðun

Nauð­syn­leg við­horfs­breyting

Tómas Leifsson skrifar

Í Hafnarfirði starfa tæplega 600 starfsmenn á leikskólum bæjarins. Hlutfall leikskólakennara er 26%. Í Reykjavík, Kópavogi og Garðabæ er staðan svipuð. Á Íslandi er nánast enginn leikskóli sem uppfyllir þau skilyrði í lögum þar sem kveðið er um að 2/3 hlutar þeirra er sinna uppeldi og menntun í leikskólum eigi að hafa leyfisbréf kennara.

Skoðun

Þegar valdakarlar iðrast

Hildur Lilliendahl skrifar

„Við þurfum réttlæti, sanngirni og viðurlög við lögbrotum en líka umræðu, fræðslu og leiðir til að leyfa fólki að bæta ráð sitt, sýni það iðrun og eftirsjá.“

Skoðun

Um kol­efnis­spor lofts­lags­ráð­stefnunnar í Glas­gow

Sævar Helgi Bragason skrifar

Um þessar mundir berjast ýmsir, til dæmis þingmenn og ritstjórar, fyrir aðgerðarleysi í loftslagsmálum. Ötullega, þótt fá séu. Þau finna loftslagsþingi Sameinuðu þjóðanna, COP26, flest til foráttu. Í heilagri vandlætingu benda þau á allt fólkið sem þangað flykkist fljúgandi til að ræða lausnir við loftslagsvandanum.

Skoðun

Öryggi kvenna í ó­stöðugu heil­brigðis­kerfi

Sævar Þór Jónsson skrifar

Málefni tengd legháls- og brjóstaskimunum hafa verið mikið í umræðunni og hefur hún bæði snúist um brotalamir við umræddar skimanir innan Krabbameinsfélagsins og yfirfærslu þeirra skimana yfir til heilsugæslunnar.

Skoðun

Spila­kassarnir blekkja

Páll Heiðar Jónsson skrifar

Hér eru mikilvægar upplýsingar um spilakassa fyrir fólk sem þá notar: Spilakassar eru hannaðir af sérfræðingum í mannlegri hegðun. Hönnun þeirra miðar að því að nota öll tiltæk ráð til að gera kassana eins ávanabindandi og ómótstæðilega og mannleg þekking á viðfangsefninu gerir okkur kleift.

Skoðun

Ég segi Já Maggi!

Jón Ingi Gíslason skrifar

Nú kjósum við formann í Kennarasambandi Íslands í byrjun nóvember. Magnús þór Jónsson hefur boðið fram starfkrafta sína og óskað eftir stuðningi okkar kennara. Ég segi Já Maggi! Ég þigg með þökkum þína starfskrafta til að gegna þessu vandasama hlutverki.

Skoðun

Ein­kunn Ís­lands: Ó­full­nægjandi

Andrés Ingi Jónsson skrifar

Íslensk stjórnvöld hafa ákveðið að mæta til leiks með gamlar tuggur á loftslagsráðstefnuna COP26 í Glasgow. Þau markmið sem ráðherrar Íslands halda á lofti eru engan veginn nógu metnaðarfull né heldur endurspegla þau það neyðarástand sem ríkir í loftslagsmálum.

Skoðun

Að kona leiði kvennastétt!

Unnur Gísladóttir og Einar Ómarsson skrifa

Að vera kennari, vinna með börnum og ungmennum, vakna snemma til að taka glaðhlakkalega á móti einstaklingum með soðið kaffi í hendi og bros á vör eru algjör forréttindi.

Skoðun

Sjáum við hænu­skref eða split­stökk á COP26?

Kristrún Tinna Gunnarsdóttir skrifar

Nú fyrir tveimur dögum var COP26 loftlagsráðstefnan í Glasgow formlega sett, ári á eftir áætlun eins og svo margir stórviðburðir sem fresta þurfti vegna COVID-19 samkomutakmarkana. Á ráðstefnunni munu fulltrúar þjóða víða um heim ræða stöðuna og næstu skref í baráttunni við loftlagsvána.

Skoðun

Um stjórnar­myndun, ramma­á­ætlun og orku­skipti

Guðmundur Hörður Guðmundsson skrifar

Nú stendur yfir linnulaus virkjanaáróður í tengslum við stjórnarmyndunarviðræður. Maður opnar varla dagblað eða kveikir á sjónvarpi án þess að rekast á viðtöl við formenn Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks eða forstjóra orkufyrirtækja um knýjandi þörf fyrir stórfelldar virkjanaframkvæmdir svo hægt verði að skipta bílaflotanum okkar yfir á rafmagn.

Skoðun

Heil­brigðis­kerfið – stjórnun og skipu­lag

Reynir Arngrímsson skrifar

Innan Læknafélags Íslands hefur lengi ríkt sú skoðun að íslenskt heilbrigðiskerfi þurfi að vera sjálfbært og geta aðlagast breytilegum sviðsmyndum og álagi af ólíkum toga. Þar skiptir meginmáli að íbúar og þarfir þeirra séu ætíð hafðir í forgrunni.

Skoðun

Magnús Þór fær at­kvæðin okkar

Jón Páll Haraldsson og Linda Heiðarsdóttir skrifa

Nú eru hafnar formannskosningar í einu stærsta stéttar- og fagfélagi landsins, Kennarasambandi Íslands. Fjórir mjög frambærilegir einstaklingar hafa boðið sig fram til formennsku og á vef KÍ er einnig að finna kynningu á frambjóðendum.

Skoðun

Sjálf­bærni­upp­lýsinga­gjöf og strandaðar eignir

Eva Margrét Ævarsdóttir skrifar

Á síðustu árum hafa kröfur til sjálfbærniupplýsingagjafar fyrirtækja aukist, einkum frá fjárfestum. Ein af ástæðum þess er að þær áhættur sem fyrirtæki standa frammi fyrir hafa verið að taka breytingum og fjárfestar að átta sig á fjárhagslegum afleiðingum þessara breytinga.

Skoðun

Gjaldþrota stefna

Auður Önnu Magnúsdóttir skrifar

Kastljós er mikilvægur umræðuþáttur þar sem stóru þjóðmálin eru oft tekin fyrir og viðmælendur geta yfirleitt búist við að vera spurðir gagnrýninna spurninga þegar þeir standa fyrir máli sínu.

Skoðun

Hatur­s­orð­ræðan

Jón Baldvin Hannibalsson skrifar

Nú vill svo vel til, að ég þarf ekki að gera kæranda (Carmen) upp neinar skoðanir á því, hvort hún stendur ein að þessari kæru í „rassstrokumálinu“. eða hvort aðrir standi þar að baki. Carmen hefur svarað því sjálf í yfirheyrslu Rannveigar Einarsdóttur, lögreglufulltrúa, 19. mars, 2019 (bls. 20) . Rannveig spyr: „Hvað kom svo til, að þú ákvaðst að leggja fram kæru?“

Skoðun

Fjör­egg þjóðar er fram­tíð hennar

Magnús Þór Jónsson skrifar

Farsæld hverrar þjóðar býr í nútímanum og því samfélagi sem hún býr sér en fjöreggið er alltaf það hvernig grunnur er lagður til vaxtar í framtíðinni.

Skoðun

Að taka sér tíma

Áslaug Inga Kristinsdóttir skrifar

Vegferð okkar í gegnum lífið liggur um margar og misgreiðfærar leiðir. Sum okkar eiga erfiðara með að feta okkur eftir algengustu leiðunum og við náum kannski aldrei á leiðarenda nema með því að nálgast þær með öðrum hætti en flestir gera sem á t.d. við um nám og vinnu.

Skoðun