Skoðun

For­eldrar – á­byrgðin er okkar

Unnur Freyja Víðisdóttir skrifar

Við lifum í stafrænum heimi þar sem hátt hlutfall grunnskólabarna eiga sinn eigin farsíma og eru þar af leiðandi með allar heimsins upplýsingar í vasanum. Nýlegir atburðir hafa undirstrikað hversu mikilvægt það er að við foreldrar fylgjumst vel með netnotkun barnanna okkar.

Skoðun

Allt annað líf fyrir eldra fólk

Sigurður Gunnsteinsson skrifar

Í samtölum mínum við eldra fólk með fíknivanda segja þau hvernig lífsgæði þeirra hafa batnað við það að hætta neyslu áfengis og annara vímuefna og hvernig lausn undan lyfjamisnotkun býður upp á ný tækifæri sem annars hefðu glatast í vímu og vanlíðan.

Skoðun

Þol­mörkum í ferða­þjónustu víða náð

Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir skrifar

Til að bregðast við þeim áskorunum sem hröð fjölgun ferðamanna hefur í för með sér þarf að skoða betur leiðir til virkrar álagsstýringar á ferðamannastöðum til þess að vernda náttúruna, bæta flæði, öryggi og upplifun gesta.

Skoðun

Elsku strákar

Hertha Richardt Úlfarsdóttir skrifar

Ég vil byrja á því að taka fram að þetta er ekkert persónulegt, enda eru þið margir mér æði kærir, elsku vinir, bræður, feður, afar og frændur. Mér þætti afar vænt um að þið gætuð tekið mark á orðum mínum án þess að hlaupa í keng, sérstaklega þar sem ég er orðin of lúin til þess að sóa orkunni í að vera settleg.

Skoðun

Heimilið hættu­legasti staðurinn

Hópur kvenna í framkvæmdastjórn kvennaverkfalls skrifar

Að minnsta kosti 40% kvenna hafa á lífsleiðinni orðið fyrir líkamlegu eða kynferðislegu ofbeldi heima eða í vinnunni og er hættan mest þegar konur eru ungar. Konur með fötlun, af erlendum uppruna og trans konur eru enn líklegri til að verða fyrir ofbeldi en aðrir hópar.

Skoðun

Sjúk­dómurinn sem er ekki bíll

Lára G. Sigurðardóttir,Erna Gunnþórsdóttir,Sigrún Lilja Sigurþórsdóttir,Andri Þórarinsson,Eyjólfur Guðmundsson og Valgerður Rúnarsdóttir skrifa

Á dögunum var á dagskrá Ríkissjónvarpsins Kveik-þáttur sem bar titilinn „Í gíslingu efnis sem eirir engu” undir yfirskriftinni „Heilbrigðismál”. Í þættinum fengum við innsýn í líf tveggja einstaklinga með fíknsjúkdóm og endurspeglaði umfjöllunin vel alvarleika sjúkdómsins.

Skoðun

Kveikjum ljósin

Svandís Svavarsdóttir skrifar

Upp á síðkastið hafa ágreiningsefnin í umræðu um stefnumótun í sjávarútvegi orðið æ skýrari. Það sem ekki síst virðist skilja á milli þeirra sem leggjast gegn umbótum á kerfinu í þágu almennings og hinna sem vilja taka af metnaði á því sem gera má betur eru sjónarmið um gagnsæi. Mín skoðun er skýr og ég hef lýst henni oft. Hagsmunir almennings eiga að vera í forgrunni þegar kemur að sjávarútvegi og þess vegna þurfum við að auka þar birtustigið.

Skoðun

Hannað hér – en sigrar heiminn

Lilja Dögg Alfreðsdóttir skrifar

Hvern hefði órað fyrir því að íslenskir eikarvaðfuglar gætu flogið svo víða? Eða að íslenskt geimhagkerfi yrði til þess að tengja saman milljónir manna? Eða að íslenskt grjót yrði eftirsóknarvert í nytjahluti. Einhverja – en þó fæsta.

Skoðun

Skólarnir

Stefán Andri Gunnarsson skrifar

Ég er kennari. Ég hef kennt í þrem grunnskólum og tveim framhaldsskólum. Í engum af þessum skólum er verið að búa til vélmenni úr nemendum.

Skoðun

Einn, tveir, þrír, fjórir, fimm

Anna Gunndís Guðmundsdóttir skrifar

Í morgun leiddi ég son minn á leið í leikskólann í leðurjakka og með Avengers úr á vinstri hendi og hann sagði mér að hann kynni á klukku því hann kann að telja einn, tveir, þrír, fjórir og fimm.

Skoðun

The Cost of Inconsistency

Aldo Marchiano Kaligis og Guðbjörg Lára Másdóttir skrifa

The unfolding tragedy in Gaza is undeniably heart-wrenching. Our hearts go out to the Palestinians who have lost their lives during Israel's recent invasion.

Skoðun

Hvernig gervi­greind gæti eyði­lagt ís­lenska skóla

Ragnar Þór Pétursson skrifar

Það er algerlega ljóst að gervigreind mun hafa veruleg áhrif í skólum. Skárra væri það nú. Tækni, sem líkir nægilega vel eftir greind til að vera kennd við hana, hlýtur að vera viðfangsefni skóla með einhverjum hætti.

Skoðun

Framtíðin er núna!

Gísli Rafn Ólafsson skrifar

Þær öru breytingar sem samfélag okkar gengur í gegnum kalla á nýja nálgun. Lausnir gærdagsins standast ekki kröfur dagsins í dag. Stjórnmál fortíðarinnar veikja möguleika okkar á að takast á við breytta heimsmynd.

Skoðun

Hættið stríðinu strax

Sveinn Rúnar Hauksson skrifar

Villimennska og grimmd Ísraelshers á sér fá takmörk og 17. október 2023 verður minnst sem dagsins er Netanyahu forsætisráðherra sendi sínar bandarísku stríðsþotur til að sprengja Ahli Arab sjúkrahúsið í miðri Gaza borg í loft upp.

Skoðun

Að skera vín­ber með sveðju

Brynjar M. Ólafsson skrifar

Nýlega hafa viðtöl við Þorgrím Þráinsson og Jón Pétur Zimsen, aðstoðarskólastjóra Réttarholtsskóla, fengið verðskuldaða athygli þar sem þeir lýsa báðir yfir áhyggjum af stöðu ungmenna. Ég get tekið undir áhyggjur af minnkandi orðaforða, þrautseigju, skorti á félagsfærni o.fl. en þegar þeir leggja til leið til að leysa vandann þá verð ég hugsi. 

Skoðun

Enn og aftur ræðum við fá­tækt

Hólmfríður Árnadóttir skrifar

Í dag 17. október er alþjóðlegur baráttudagur gegn fátækt. Það hefur gengið illa að uppræta fátækt á Íslandi þó fátækt sé alvarlegt samfélagslegt mein sem bitnar því miður hvað mest á börnum. Árið 2021 (Hagstofan) átti rúmlega 51% einstæðra foreldra erfitt með að láta enda ná saman og víst er að staðan er mun verri núna og versnar hratt í því umhverfi sem vaxtahækkanir valda, minnkandi kaupmáttur, hækkun útgjalda og húsnæðiskostnaðar svo dæmi séu nefnd.

Skoðun

Frum­varp um fé­laga­frelsi

Bára Kristín Pétursdóttir skrifar

Sjálfstæðismenn virðast, þrátt fyrir yfirlýsingar ítrekaðar um að þeir vilji vinna að hagsmunum allra, einna helst vera í því að moka flórinn fyrir fjármagnseigendur og vini vors og blóma. Nú er enn eitt útspilið að leggja fram frumvarp um félagafrelsi, svona fyrst það tókst ekki að þröngva SALEK í gegn. Við erum sem betur fer með ágæta verkalýðsforingja sem í raun vinna að hagsmunum hinnar vinnandi stéttar.

Skoðun

Líf ís­lensk land­búnaðar hangir á blá­þræði

Þórarinn Ingi Pétursson skrifar

Það hefur legið fyrir um tíma að staða bænda hafi farið versnandi á síðustu árum, staðan hefur verið margrædd en lítið að gert. Veruleikinn er sá að afkoma bænda hefur verið með öllu óviðunandi frá árinu 2020, rekstrargrundvöllurinn er hverfandi með hverjum mánuði, nýliðun er lítil sem engin og bændur kalla ítrekað eftir aðgerðum til að koma starfsgreininni aftur í fyrra horf.

Skoðun

Fíkni­vandinn – við verðum að gera meira

Alma D. Möller skrifar

Það er fíknisjúkdómur þegar einstaklingur hefur ekki lengur stjórn á hvötinni til að nota vímuefni hvort heldur ólögleg vímuefni, lyfseðilsskyld lyf eða áfengi, þrátt fyrir miklar og alvarlegar afleiðingar á geðheilsu, líkamlega heilsu og félagslega stöðu.

Skoðun

Senn líður að jólum

Sævar Helgi Lárusson skrifar

Nú er haustið að skella á okkur af fullum þunga. Hver lægðin á fætur annarri bregður sér yfir landið og léttir á sér yfir okkur. Svo kólnar, og rigningin breytist í slyddu og snjó. Færð spillist og birtutíminn styttist. Við tekur tímabil fram á vormánuði þar sem veghaldarar landsins keppast við að halda akstursskilyrðum eins góðum og hægt er. Verkefni sem er fullt af áskorunum eins og síðasti vetur bar með sér.

Skoðun

Gefum skulda­bréfum gaum

Vignir Þór Sverrisson skrifar

Ég lærði nokkuð snemma að til að sjá hvað er í gangi í hagkerfinu er nærtækt að horfa á skuldabréfamarkaðinn. Skuldabréfum má líkja við hjarta- og æðakerfi sem sér um að dreifa súrefni til atvinnugeira og heimila. Þegar vextir eru hækkaðir er það til að draga úr umsvifum í hagkerfinu og öfugt þegar þeir eru lækkaðir.

Skoðun

Að ráfa um völundar­hús ein­mana­leikans með ADHD

Steindór Þórarinsson skrifar

Ég ætla að fara með þig lesandi góður í örstutt ferðalag til að kanna flókið völundarhús ADHD og einmanaleika. Þetta er leið sem ég hef gengið í gegnum og ég þekki skuggana sem hún getur varpað á líf okkar. En mundu að skilningur lýsir upp veginn og með þekkingu, aðstoð og vandvirkni getum við fundið útganginn úr þessu völundarhúsi.

Skoðun

Ísrael, Hamas og Gaza

Ólafur Sveinsson skrifar

Benjamin Netanjahu og fleiri núverandi og fyrrverandi ráðherrar í Ísrael hafa lýst því yfir að það eigi að jafna Gazaborg við jörðu - sumir bætt við að henni verði bókstaflega breytt í tjaldborg.

Skoðun

Mikill kraftur og sókn í Suður­nesja­bæ

Anton Guðmundsson skrifar

Suður­nesja­bær er ört vax­andi sveit­ar­fé­lag á Suður­nesj­um og íbú­um fjölg­ar jafnt og þétt. Sam­kvæmt upp­lýs­ing­um þjóðskrár er íbúa­fjöldi í Suður­nesja­bæ kom­inn yfir 4.000, nán­ar til­tekið í alls 4.046. Þegar Suður­nesja­bær varð til við sam­ein­ingu Sand­gerðis­bæj­ar og Sveit­ar­fé­lags­ins Garðs fyr­ir fimm árum var íbúa­fjöld­inn um 3.400. 

Skoðun

Sam­veran eða hamstra­hjólið

Karólína Helga Símonardóttir skrifar

Vegna umræðunnar síðustu daga um ábyrgð foreldra og líðan barna. Það er virkilega gott að þessi umræða á sér stað og ég vona að það taki sem flestir þátt í henni.

Skoðun

Teflon að eilífu

Indriði Ingi Stefánsson skrifar

Áratugum saman nýtti Dupont fyrirtækið, efni í sínum vörum sem flokkast sem eilífðarefni [e. forever chemical]. Þessi efni virkuðu afar vel og gátu bæði tryggt að matur festist ekki við pönnur og að regnkápur væru afar vatnsþéttar. En þar sem að efnin brotna ekki niður í náttúrunni hefur því verið haldið fram að þessi efni séu að finna í hverjum einasta Bandaríkjamanni.

Skoðun