Skoðun

Aug­lýst er eftir endur­reisn fram­halds­skólans

Guðjón Hreinn Hauksson skrifar

Hann var ansi góður þátturinn um málefni framhaldsskólans á Torginu á Rúv í gærkvöldi. Formaður Félags framhaldsskólakennara er vissulega eyðilagður yfir að hafa ekki getað mætt til leiks en formaður Kennarasambandsins leysti verkefnið afskaplega vel fyrir hönd framhaldsskólans.

Skoðun

Hvers vegna styð ég Baldur?

Margrét S. Björnsdóttir skrifar

Ég starfaði með Baldri Þórhallssyni í stjórnmálafræðideild Háskóla Íslands í nær tvo áratugi. Þar kynntist ég Baldri og mannkostum hans vel, en hann er heilsteyptur, góðviljaður og hefur ríka réttlætiskennd eins og sést á ýmsum þeim málefnum sem hann vill leggja áherslu á, verði hann kjörinn forseti.

Skoðun

Skipu­leggur þú tímann þinn?

Magnús Jóhann Hjartarson skrifar

Hér koma nokkrar pælingar á föstudegi varðandi tímanotkun. Að mínu mati er tíminn minn og athygli mikilvægasti gjaldmiðill sem ég hef. Því ég fæ tímann minn aldrei aftur. Ekki eins og pening sem ég get alltaf eignast að nýju ef ég eyði honum.

Skoðun

Hvers vegna er mikil­vægt að finna kol­efnis­spor á inn­kaupum fyrir­tækja?

Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar

Að henda reiður á kolefnisspor fyrirtækja hefur verið mikil vinna og oft vaxið stjórnendum í augum. Kostnaðurinn við greiningar á kolenfnisspori innkaupa er mikill og sérstaklega þegar það þarf að tengja hvern birgja sem verslað er af við einhver kerfi, útvista vinnunni eða handvirkt reikna út hvert kolefnisspor innkaupanna með misjafnlega nákvæmum hætti.

Skoðun

Góðar að­gerðir skila árangri, en meira þarf til

Ágúst Bjarni Garðarsson skrifar

Í gær mælti Sigurður Ingi Jóhannsson, fjármála- og efnahagsráðherra, fyrir frumvarpi sem veitir lífeyrissjóðum heimild til að fjárfesta í félögum þar sem meginstarfsemin er langtímaleiga íbúðarhúsnæðis til einstaklinga.

Skoðun

Ríkis­stjórnin leyfir verð­sam­ráð í Öskju­hlíð

Sigmar Guðmundsson skrifar

Er frelsi og heilbrigð samkeppni bara eitthvað skraut hjá Sjálfstæðisflokknum en ekki raunveruleg stefna? Er það orðið að sjálfstæðu markmiði hans að stuðla að hærra matarverði og þar með hærri verðbólgu og vöxtum?

Skoðun

Til hamingju, verð­sam­ráð er núna lög­legt

Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar

Kapítalismi án samkeppni er ekki kapítalismi, heldur arðrán. Þetta eru orð Joe Biden, forseta Bandaríkjanna. Án heilbrigðrar samkeppni kemur ekkert í veg fyrir að verðlag sé keyrt upp og hagsmunir neytenda séu hafðir að engu.

Skoðun

Talað tungum tveim? - Stefáni Einari Stefáns­syni svarað

Einar Steinn Valgarðsson skrifar

Í grein sinni í Viðskiptamogganum 10. apríl sl. rifjar Stefán Einar Stefánsson blaðamaður og viðskiptasiðfræðingur upp ritdeilu sem við Hjálmtýr Heiðdal áttum við hann fyrir þremur árum. Í þeirri ritdeilu rægði hann okkur sem mest hann mátti, og af nýju greininni að dæma er hann enn við sama heygarðshornið.

Skoðun

Morgun­blaðið neitar að birta grein

Hjálmtýr Heiðdal skrifar

Meðfylgjandi grein, Lágkúra illskunar?, var send Morgunblaðinu þ. 22. mars s.l. Greinin hefur ekki enn verið birt á síðum blaðsins og litlar líkur á því að svo verði. Greinin er svar við rangfærslum ritstjóra og blaðamanns Morgunblaðsins og á því fullt erindi til lesenda blaðsins.

Skoðun

Kveðju­gjöf Katrínar

Stefán Halldórsson skrifar

Það er hefð fyrir þvi á vinnustöðum landsins að gefa kveðjugjöf þegar aðili sem staðið hefur vaktina í lengri tíma kveður, hvort sem við taka eftirlaun eða nýjar áskoranir á nýjum vinnustað. Í síðustu viku tilkynnti Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra til rúmlega sex ára og formaður Vinstri Grænna, um framboð sitt til embættis forseta Íslands.

Skoðun

Alls­konar fyrir aumingja

Gudmundur Felix Gretarsson skrifar

Það er mér ávallt minnisstætt þegar Besti flokkurinn kom fram á sjónarsviðið og lofaði að “gera allskonar fyrir aumingja”. Þessi orð hittu svo sannanlega naglann á höfuðið sem skilaboð frambjóðenda fyrir kosningar.

Skoðun

Stjórn­völd verða að standa með þol­endum mansals

Saga Kjartansdóttir og Halldór Oddsson skrifa

Rúmar fimm vikur eru liðnar frá aðgerðum lögreglu þann 5. mars sl., þegar veitingastöðum í eigu Davíðs Viðarssonar var lokað og þau skilaboð gefin út til ætlaðra þolenda að framtíð þeirra á Íslandi yrði tryggð.

Skoðun

Þjóðinni ógnað. Guð blessi Ís­land

Ástþór Magnússon skrifar

Fyrir 28 árum kom ég fram með hugmyndafræðina að virkja embætti forseta Íslands til friðar- og lýðræðismála og gaf út bókina Virkjum Bessastaði sem dreift var á öll heimili landsins.

Skoðun

Val­frelsi í eigin sparnaði

Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir skrifar

Íslendingar standa framarlega á mörgum sviðum. Af þeim sviðum þar sem við skörum fram úr má færa rök fyrir því að lífeyriskerfið okkar sé það mikilvægasta. Kerfið er talið það annað besta í heimi, sjónarmun á eftir Hollandi, að mati ráðgjafafyrirtækisins Mercer.

Skoðun

Þurfti endi­lega 504.670 vott­orð?

Jóhann Páll Jóhannsson skrifar

Það fer of mikill tími í skriffinnsku og of lítill tími í að sinna sjúklingnum. Þetta er lýsing sem við í Samfylkingunni heyrum aftur og aftur þegar við fundum með heilbrigðisstarfsfólki.

Skoðun

Hvar eiga krakkarnir að búa núna?

Indriði Stefánsson skrifar

Við Píratar héldum á dögunum málþing um húsnæðismál með það fyrir augum að velta upp spurningunni hvað við getum gert til styttri tíma?

Skoðun

Höfum við efni á Hjarta­gosum?

Sigþrúður Ármann skrifar

Þegar þessi grein er skrifuð er útvarpsþátturinn Hjartagosar á Rás 2 í umsjón tveggja góðra og reyndra útvarpsmanna. Þeir eru sniðugir, skemmtilegir, fá til sín gesti og spila fína tónlist. Þessir útvarpsmenn eru það færir að ég myndi treysta þeim báðum til að sjá um þáttinn einn síns liðs.

Skoðun

Kerfis­bundið launa­mis­rétti í boði stjórn­valda

Sandra B. Franks skrifar

Hér á landi ríkir formlegt kynjajafnrétti sem þýðir að konur og karlar búa við lagalegt jafnrétti. Þrátt fyrir það er staðan samt þannig að enn mælist allnokkuð kynjabil. Sá óhugnaður sem kynbundið misrétti er hefur enn ekki tekist að uppræta. Þá búa konur ekki einungis við kynjamisrétti, heldur einnig við kerfislægt launamisrétti.

Skoðun

Trúir þessu ein­hver?

María Rut Kristinsdóttir skrifar

Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar er svolítið eins og hljómsveitin sem enginn klappaði upp en mætir samt sem áður aftur á sviðið og tekur enn eitt lagið. En nú undir formerkjunum að þetta sé ríkisstjórn „hins breiða samhengis“ eins og það var orðað í vikunni.

Skoðun

Kirkja sem þorir

Erna Kristín Stefánsdóttir og Sindri Geir Óskarsson skrifa

Í aðdraganda biskupskjörs hafa ýmis sjónarmið komið fram, ýmist um kosti þeirra ólíku kandídata sem í boði eru, eða þá að fólk veltir hreinlega fyrir sér af hverju það sé þörf á að hafa biskup. Hvort það þurfi virkilega silkihúfu í punt embætti til að stjórna kirkjunni.

Skoðun

Elín­borg leiði friða­boð­skap kirkjunnar

Ragnheiður Gunnarsdóttir skrifar

Að skapa kirkjunni breiðan farveg friðar á Íslandi verður verkefni nýs biskups. Og það er ekkert áhlaupaverk því þar er bæði um að ræða frið og sátt um kirkjunnar störf og mikilvægi meðal okkar Íslendinga sem og sá boðskapur að boða og styðja frið í stríðshrjáðum heimi. Maðurinn háir linnulaus stríð við veröldina alla, við aðra menn og náttúruna.

Skoðun

Glatað lýð­ræði?

Arnar Þór Jónsson skrifar

Til hvers erum við að kjósa forseta? Til hvers kjósum við þingmenn? Er það ekki til að vera ráðsmenn, umsjónarmenn eigna okkar, vörslumenn hagsmuna okkar? Þessir fulltrúar eiga að vera hollir og dyggir þjónar sem starfa fyrir fólkið í landinu - ekki fyrir sig sjálfa og ekki fyrir flokkinn sinn heldur fyrir þjóðina.

Skoðun

Svona lítur með­virkni út

Drífa Snædal skrifar

Í lok mars hleyptu Stígamót, í samstarfi við stjórnvöld, af stað sínu árlega forvarnarátaki „Sjúkást“ þar sem jafnvægi í samskiptum eru til skoðunar út frá mismunandi einkennum, samfélagsstöðu og eiginleikum fólks.

Skoðun

Kjósum Elín­borgu Sturlu­dóttur sem biskup

Thor Aspelund skrifar

Elínborg og ég erum skólasystkin úr í Menntaskólanum í Reykjavík. Við kynntumst þegar leikfélag skólans, Herranótt, var að setja upp Rómeó og Júlíu. Saumstofu fyrir búninga var fundinn staður í bílskúrnum hjá ömmu minni og afa á Tómasarhaganum.

Skoðun

Ofbeldismenning í ríkis­stjórninni

Margrét Rut Eddurdóttir skrifar

Ég er ekki reið en staðráðin. Í gær var ég handtekin af lögreglunni á Bessastöðum af því í dag, eins og í gær, er ég ekki lengur meðvirk með gerendum þessarar þjóðar. Þegar ég sá fréttir af nýrri stöðu Bjarna Benediktssonar upplifði ég ofbeldi. Það er ofbeldi sem fær að viðgangast gagnvart þjóðinni að þessi maður fái að halda ótrautt áfram að valsa um valdastöður þessarar þjóðar óáreittur.

Skoðun

Elín­borg sem biskup

Björg Ágústsdóttir skrifar

Það varð sóknarbörnum í Grundarfirði fljótt ljóst, þegar þau fóru að kynnast nýja sóknarprestinum sr. Elínborgu Sturludóttur, árið 2003, að þar var á ferðinni afburða manneskja. Nýi presturinn hafði sem vegarnesti djúpt innsæi, góðar gáfur og mannkosti til að takast á hendur fjölbreytt og vandasamt starf sóknarprests í sjávarþorpi.

Skoðun