Lífið

Virti tilmæli lögreglu að vettugi

Lundapysja sem fannst á Kirkjuvegi í Vestmannaeyjum í gærnótt virti tilmæli lögreglu að vettugi og lagði á flótta undan laganna verði. Að eltingaleik loknum lét fanginn öllum illum látum, klóraði og neitaði að vera til friðs en féllst loks á að vera samvinnuþýður við myndatöku.

Lífið

Stjörnufans í lagi Hinsegin Austurlands

Páll Óskar, Svavar Pétur Aldísar- og Eysteinsson Häsler, Emilía Anna Óttarsdóttir, Heiðbjört Stefánsdóttir, Gyða Árnadóttir, Soffía Mjöll Thamdrup og Ragnhildur Elín Skúladóttir leiða saman krafta sína í laginu Við komum heim sem Hinsegin Austurland hefur gefið út í tilefni Hinsegin daga.

Lífið

Gleðirendur málaðar í Ingólfsstræti

Hinsegin dagar 2021 hófust með málningu hinsegin fánalita á Ingólfsstræti, milli Laugavegar og Hverfisgötu í hádeginu. Málun regnboga er hefðbundið upphaf Hinsegin daga í Reykjavík. Þema Hinsegin daga í ár er Hinsegin á öllum aldri.

Lífið

TikTok-stjarna skotin til bana

Hinn nítján ára gamla TikTok-stjarna Anthony Barajas var skotinn til bana í síðustu viku. Fjölskylda hans greindi frá andlátinu á laugardaginn.

Lífið

Hafði varla snert elda­vél en deilir nú upp­skriftum með þúsundum fylgj­enda

Förðunarfræðingurinn Tinna Þorradóttir var með þeim fyrstu til þess að hleypa fólki inn í líf sitt á samfélagsmiðlinum Snapchat. Fjöldi fylgjenda horfði á förðunarmyndbönd sem hún tók inni í herbergi þar sem hún bjó hjá foreldrum sínum. Í dag er Tinna verðandi tveggja barna móðir og hefur slegið í gegn fyrir uppskriftir sem hún deilir á Instagram og TikTok.

Lífið

Aldrei verið með plan B

Pálmi Ragnar er í fullu starfi sem útgefandi og „producer“ og hefur verið það síðan hann hætti í sumarstarfi sem flugþjónn árið 2016. Hann hefur þó verið að vinna að tónlist síðan í menntaskóla. Pálmi segir að hann sé aldrei með plan B, tónlistin sé alltaf eina áherslan.

Lífið

Boris í basli með regnhífar

Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, lenti í vandræðum með regnhlíf á afhjúpun minnisvarða í London í gær. Vindur krækti í regnhlífina eftir að hann átti í erfiðleikum með að opna hana svo nærstaddir hlógu að forsætisráðherranum.

Lífið

X Factor búið að vera eftir 17 ára göngu

Raunveruleikaþættirnir X Factor eru búnir að vera eftir 17 ára göngu. Sjónvarpsmaðurinn Simon Cowell, sem hefur verið dómari í þáttunum frá upphafi er sagður hafa ákveðið að seríurnar verði ekki fleiri.

Lífið

Seldu einstaka plötu „hataðasta manns internetsins“

Búið er að selja einstaka plötu Wu-Tang Clan sem var áður í eigu manns sem var á árum áður kallaður „hataðasti maður internetsins. Dómsmálaráðuneyti Bandaríkjanna tilkynnti í dag að platan hefði verið seld en ekki fylgdi tilkynningunni hver hefði keypt plötuna né hver verðmiðinn hefði verið.

Lífið