Lífið

Mynda­veisla: Stjörnu­fans og elegans á Eddunni

Edduverðlaunahátíðin var haldin með pompi og prakt í Háskólabíói á sunnudaginn. Þar var rjómi íslensks kvikmynda- og sjónvarpsfólks samankominn til þess að uppskera og fagna síðasta ári og að venju var öllu tjaldað til.

Lífið

Succession-stjarna á von á barni

Ástralska leikkonan og Succession-stjarnan Sarah Snook og eiginmaður hennar David Lawson eiga von á barni. Hin 35 ára Snook afhjúpaði óléttubumbuna í frumsýningarpartýi fjórðu þáttaraðar Succession í New York í gærkvöldi.

Lífið

Idol-stjarna gerist út­­varps­­maður

Guðjón Smári Smárason heillaði þjóðina upp úr skónum í Idolinu í vetur. Einstök rödd hans og lífleg framkoma komu honum alla leið í fimm manna úrslit en þar lauk þátttöku hans. Aðdáendur Guðjóns þurfa þó ekki að örvænta því þeir geta nú hlustað á rödd hans í útvarpsþættinum Grjótinu alla miðvikudaga á FM957.

Lífið

Mennta­skólinn í Reykja­vík vann Gettu betur

Menntaskólinn í Reykjavík vann Gettu betur, spurningakeppni framhaldsskólanna, rétt í þessu. Lið MR hlaut 36 stig gegn 25 stigum liðs Framhaldsskóla Suðurlands. MR varði þannig titilinn og Hljóðneminn fer aftur á sinn stað á þriðju hæð Gamla skóla.

Lífið

Láta Guinness skort ekki stoppa sig á degi heilags Patreks

Guinness skortur er á landinu á sjálfum heilögum degi Patreks. Rekstrarstjóri Ölstöfu Kormáks og Skjaldar segir landsmenn hafa verið duglega að drekka Guinness í vetur en þau leggja þess í stað áherslu á aðra írska drykki í dag. Búist er við að fjölmargir máli bæinn grænan í kvöld.

Lífið

Sótti í danskar rætur og var grimmur á Duolingo

„Þetta er rosalega stór og mikil mynd, epísk og stór,“ segir leikarinn Hilmar Guðjónsson sem fer með hlutverk í myndinni Volaða land. Myndin er tilnefnd til ellefu Edduverðlauna, þar á meðal sem kvikmynd ársins en auk þess er Hilmar tilnefndur sem leikari ársins í aukahlutverki.

Lífið

„Þetta var ekkert Latabæjar-snappið“

Kristmundur Axel Kristmundsson og Júlí Heiðar Halldórsson munu á næstunni gefa út sitt annað lag saman eftir að hafa slegið í gegn með lagið Komdu til baka árið 2010. Í þættinum Veislan á FM957 ræddu þeir um nýja lagið og síðustu ár. 

Lífið

Trommarinn sem myrti móður sína látinn

Bandaríski trommarinn Jim Gordon er látinn, 77 ára að aldri. Gordon átti farsælan feril sem trommari og lék með mörgum af skærustu stjörnum heims. Síðar fóru geðræn vandamál að gera vart við sig. Hann lét lífið í fangelsi þar sem hann afplánaði dóm fyrir að myrða móður sína. 

Lífið

Geim­veru­neglur það nýjasta í na­gla­tískunni

Tískan er fljót að breytast og þar eru neglur engin undantekning. Hailey Bieber neglurnar hafa verið þær allra vinsælustu um nokkurt skeið en nú virðist sem ný tíska sé tekin við. Svokallaðar geimveruneglur eru nú áberandi en stjörnur á borð við Anne Hathaway og Hunter Schafer hafa sést skarta slíkum nöglum undanfarna daga.

Lífið

„Ég ímyndaði mér alltaf að ég ætti aðra fjölskyldu“

„Ég veit að þetta hljómar rosalega rangt en svona var barnsheilinn minn, því að ég upplifði svo sterkt að þetta ætti ekki að vera svona,“ segir tónlistarmaðurinn og leikarinn Björn Stefánsson. Hann segir algengt að börn sem upplifi aftengingu í æsku, eigi það til að fantasera um uppruna sinn. 

Lífið