Lífið

Lakkrískóngurinn Bülow selur sveitasetrið

Danski lakkrískóngurinn Johan Bülow hefur sett sveitasetur sitt í bænum Tisvildeleje, við strandlengjuna á norður Sjálandi í Danmörku, á sölu. Húsið var byggt árið 2013 og er staðsett á 3651 fermetra eignarlóð.

Lífið

Skilnaður Step Up hjóna genginn í gegn

Skilnaður Hollywood stjarnanna Channing Tatum og Jenna Dewan er genginn í gegn. Sex ár eru síðan þau tilkynntu að þau væru hætt saman og í millitíðinni hafa þau bæði byrjað með öðru fólki.

Lífið

Fyndnustu dýralífsmyndir ársins

Forsvarsmenn hinnar árlegu ljósmyndakeppni Comedy Wildlife Photography Awards birtu í dag þær myndir sem keppa til úrslita þetta árið. Myndirnar sýna villt dýr við skondnar og oft undarlegar aðstæður.

Lífið

Úr Idolinu yfir í út­varpið

Tónlistarkonan Jóna Margrét Guðmundsdóttir hefur gengið til liðs við FM957. Þar mun hún stýra þætti alla virka daga frá tíu til tvö í beinni. Jóna segir langþráðan draum vera að rætast en hún hefur störf í næstu viku.

Lífið

„Siðlausi siðfræðingurinn“ hreyfir ekki við Stefáni Einari

Stefán Einar Stefánsson fjölmiðlamaður segist aldrei hafa látið uppnefni í opinberri umræðu á sig fá og gefur lítið fyrir að vera stundum uppnefndur „siðlausi siðfræðingurinn.“ Stefán segir slíkt aldagamalt verkfæri til þess að ná sér niður á fólki. Hann segist miklu frekar fá jákvæð viðbrögð við því að vera óhræddur við að viðra skoðanir sínar.

Lífið

Fagnaðar­fundir á fyrstu frum­sýningu vetrarins

Það var margt um manninn í Borgarleikhúsinu síðastliðið sunnudagskvöld þegar fyrsta sýning vetrarins var frumsýnd en um er að ræða verkið Sýslumaður Dauðans. Verkið er íslenskur drama-gamanleikur eftir Björn Jón Sigurðsson fráfarandi leikskáld hússins.

Lífið

Steldu stílnum af heimili Lauf­eyjar

Tónlistarkonan Laufey Lín Jónsdóttir hefur búið sér til fallegt heimili í Los Angeles, þar sem klassísk skandinavísk hönnun mætir hlýlegum og sjarmerandi stíl. Laufey deildi nýverið myndum úr dúkkuhúsinu sínu, eins og hún orðaði það, með fylgjendum sínum á Instagram.

Lífið

Sama hvað fólki finnst

Grínistinn Ellen Degeneres segir að hún hafi loksins lært að vera sama um álit annarra á henni. Hún segist lengi hafa velt sér upp úr því hvað öðrum finnist en hafi loksins náð að sleppa taki á þeirri hugsun.

Lífið

Danska poppdívan Medina selur glæsivilluna

Danska tónlistarkonan Medina og eiginmaður hennar hafa sett glæsivillu sína í Hørsholm, norður af Kaupmannahöfn, í Danmörku á sölu. Húsið einkennist af miklum munaði og fáguðum stíl.

Lífið

Prince-dansarinn Cat er látinn

Bandaríski dansarinn Catherine Vernice Glover frá Chicago, betur þekkt sem Cat, er látin, sextug að aldri. Cat var ein nánasta samstarfskona bandaríska tónlistarmannsins Prince á hans ferli.

Lífið

Heillandi haust­kvöld í Höfuðstöðinni

Glæsilegustu konur landsins sameinuðust í Höfuðstöðinni í gærkvöldi þegar húðvörumerkið Neostrata bauð til helgjarinnar veislu. Kvöldið stóð svo sannarlega undir nafni þar sem september sólin skein sínu allra fegursta.

Lífið

Ekkert mál að hlaupa al­veg staur­blindur

Valdimar Sverrisson ljósmyndari og uppistandari mætti í heimsókn til Hljóðbókasafnsins á dögunum þar sem honum var fagnað vel og innilega. Ástæðan er sú að Valdimar safnaði áheitum fyrir safnið í Reykjavíkurmaraþoninu í ágúst en Valdimar segir ekkert mál að hlaupa jafnvel þó hann sé „alveg staurblindur.“

Lífið

Norð­lenskur útsýnisdraumur

Við Oddeyrargötu á Akureyri er finna einstaklega sjarmerandi einbýlishús. Húsið var byggt árið 1927 og hefur verið mikið endurnýjað síðastliðin ár á gerðarlegan máta með tilliti til sögu hússins. Ásett verð er 94,1 milljónir.

Lífið

„Hvar eru allir herra­mennirnir?“

Tónlistarkonan Svala Björgvinsdóttir virðist vera í leit að hinum eina sanna, miðað við nýjustu færslu hennar á Instagram. Á myndinni sést hún klædd rauðum, seiðandi síðkjól og er stórglæsileg að vanda!

Lífið

Stefnumótunarferð Fossa með mökum í Prag

Starfsfólk fjárfestingabankans Fossa gerði sér glaðan dag liðna helgi þegar starfsmenn ásamt mökum flugu til tékknesku höfuðborgarinnar Prag. Íslensk fyrirtæki hafa undanfarin ár í auknum mæli haldið árshátíðarferðir erlendis.

Lífið

Hittast á hlut­lausum stað

Ben Affleck og Jennifer Lopez róa nú öllum árum að því að ná samkomulagi um skilmála vegna skilnaðar síns. Erlendir slúðurmiðlar keppast nú við að flytja fréttir af því að þau séu farin að hittast á hlutlausum stað ásamt lögfræðingi sínum þar sem þau ræða skilmálana.

Lífið

Magnaðar myndir af lengstu á landsins

Vilhelm Gunnarsson ljósmyndari Vísis myndaði Þjórsá með dróna í gær. Myndirnar eru hluti af langtímaverkefni í vinnslu Vilhelms sem hann kallar „Lengsta áin á Íslandi“. Vilhelm hefur síðustu ár ferðast um landið til að mynda ánna og lífið við hana.

Lífið

Kristófer Helga í veikinda­leyfi

Kristófer Helgason útvarpsmaður á Bylgjunni er kominn í veikindaleyfi. Ástæðan er sú að hann greindist fyrir viku með Bell's Palsy sem veldur lömun á öðrum helmingi andlitsins. Fyrr á árinu hafði hann greinst með Parkinson.

Lífið

„Eini metnaðurinn minn var að líða ekki illa“

Lóa Hjálmtýsdóttir, listakona og söngkona hljómsveitarinnar FM Belfast, glímdi við þunglyndi á unglingsárum. Hún segir erfitt að leyfa sér gleði á meðan þjóðarmorð standi yfir og ástandið í heiminum virðist versna.

Lífið