Lífið

Af­lýsir öllum tón­leikum vegna tauga­sjúk­dómsins

Kanadíska söngkonan Céline Dion hefur aflýst öllum tónleikum sínum vegna ólæknandi taugasjúkdóms sem hún er með. Um er að ræða sjálfsofnæmissjúkdóm sem kallast á ensku stiff person syndrome. Dion segist þó ekki ætla að gefast upp, hún hlakki til að koma fram aftur á ný.

Lífið

Ísland efst á lista yfir rómantískustu áfangastaðina

„Það kann að koma sumum Bretum á óvart hvaða áfangastaður er talinn vera sá rómantískasti í heiminum,“ ritar Esther Marshall blaðamaður Express í grein sem birtist á miðlinum nú á dögunum. Þar er birtur listi yfir rómantískustu áfangastaði í heimi og trónir Ísland á toppi listans.

Lífið

„Erlent nautakjöt, bara sorrý, það er bara miklu betra“

Í Íslandi í dag var kíkt til Grindavíkur á fund hins listfenga grillara og sjónvarpskokks Alfreðs Fannars Björnssonar. Hann sagði okkur frá helstu straumum og stefnum í grillmálum Íslendinga í sumar og benti skilmerkilega á helstu mistök fólks á þessu mikilvæga sviði. Þau eru auðveldlega leiðrétt.

Lífið

Tímamót í lífi Mari og Njarðar

Ofurhlaupakonan Mari Jaersk og Njörður Lúðvíksson verk­efna­stjóri hjá Öss­uri, tilkynntu í sameiginlegri færslu á Instagram í dag að þau ætla að flytja inn saman.

Lífið

Lor­een á Ís­landi

Sænska Euro­vision ofur­stjarnan Lor­een er á Ís­landi. Hún er hér á landi vegna sam­starfs síns við ís­lenska tón­listar­manninn Ólaf Arnalds.

Lífið

Örstutt í fimm stjörnu hótelin fyrir stórstjörnurnar

Kvikmyndaleikstjórinn Baltasar Kormákur er nú að taka þátt í uppbyggingu nýrra fjölbýlishúsa í Gufunesinu með fasteignaþróunarfélaginu Spildu þar sem Anna Sigríður Arnardóttir sér um val á arkitektum og hönnun og hefur yfirumsjón með verkefninu.

Lífið

Þakklátari en nokkru sinni fyrr eftir erfið áföll

Bjargey Ingólfsdóttir, fæðingardoula, fararstjóri og félagsráðgjafi, er þriggja barna móðir sem upplifði dauðann í tvígang á sama degi fyrir þrettán árum. Fyrst þegar hún hélt að sonur hennar væri látinn við fæðingu og þegar hún dó sjálf um stund og segist hafa fundið fyrir návist ömmu sinnar.

Lífið

„Þær litu hvorki til hægri né vinstri“

„Nei, ég er bara alveg undrandi,“ segir eldri borgarinn og fyrr­verandi héraðs­dómarinn Arn­grímur Ís­berg hlæjandi í sam­tali við Vísi spurður að því hvort hann hafi búist við því að mynd hans af gæsa­fjöl­skyldu í Hlíðunum myndi vekja eins mikla athygli og raun ber vitni.

Lífið

Úti­loka að ABBA komi saman á Euro­vision 2024

Sænsku tónlistarmennirnir Björn Ulvaeus og Benny Andersson hafa útilokað að hljómsveitin ABBA komi aftur saman þegar Eurovision fer fram í Svíþjóð í maí á næsta ári. Þá verða fimmtíu ár liðin frá því að ABBA vann Eurovision með lagi sínu Waterloo.

Lífið

Keyptu 2.700 fer­metra hús

Tónlistarstjörnuparið Jay Z og Beyoncé eru sögð hafa keypt rúmlega 2.700 fermetra hús í borginni Malibu í Kaliforníu-ríki í Bandaríkjunum. Þá eru þau sögð hafa fengið húsið á góðu verði, það er að segja miðað við verðmiðann sem var settur á það.

Lífið

Mest hissa á að húsið hafi aldrei verið notað í bíó­mynd

Ein­býlis­hús að Bjarkar­grund 26 á Akra­nesi sem nú er á sölu hefur að sögn fast­eigna­sala vakið gríðar­lega at­hygli. Inn­réttingar, ljós og gólf­efni eru upp­runa­legar frá því að húsið var byggt árið 1968 og er líkt og stigið sé inn í tíma­vél. Fast­eigna­salinn segir fólk mikið spyrja um inn­búið.

Lífið

Skipu­lags­yfir­völd ó­sátt við Damon Albarn

Ís­lenski ríkis­borgarinn og popp­stjarnan Damon Albarn á í deilu við sveitar­stjórn í De­von sýslu í suður­hluta Eng­lands vegna varmadælu sem hann hefur komið fyrir utan heimili sitt í sýslunni. Nefndin segir tón­listar­manninn hafa komið dælunni fyrir án leyfis.

Lífið

Tuddi með hvít­lauks- og eld­­pipar­­mæjó

Ívar Örn Hansen er Helvítis kokkurinn sem ætlar að kenna ykkur að elda bragðgóðan mat á mannamáli á Vísi og á Stöð 2+. Matreiðsluþátturinn er fyrir þá sem vilja ekkert kjaftæði, bara elda bragðgóðan mat og munu þeir koma inn vikulega. Í þetta skiptið er það pönnusteikt nautalund með hvítlauks- og eldpiparmæjó, getur ekki klikkað!

Lífið

Al­dís Amah verður ný rödd Voda­fone

Leikkonan Aldís Amah Hamilton hefur tekið við sem rödd Vodafone og mun því tala fyrir vörumerkið í auglýsingum fyrirtækisins. Aldís tekur við hlutverkinu af leikaranum Vali Frey Einarssyni sem hefur lesið inn á auglýsingar fyrirtækisins síðustu ár.

Lífið

Diljá á lausu

Diljá Pétursdóttir, söngkona og Eurovisionfari, er orðin einhleyp. Þetta herma heimildir fréttastofu. 

Lífið