Innherji

Al­vot­ech rýkur upp eftir fréttir af 8,5 milljarða króna greiðslu

Alvotech fær fyrirframgreiðslu að fjárhæð 56 milljónir evra, jafnvirði um 8,5 milljarða króna, frá Advanz Pharma, alþjóðlegs lyfjafyrirtækis með höfuðstöðvar í Bretlandi, vegna samstarfssamnings sem tilkynnt var um í dag. Hlutabréfaverð íslenska líftæknifyrirtækisins hefur hækkað um 7,6 prósent í 200 milljóna króna viðskiptum það sem af er degi.

Innherji

Stærsta vaxtastökkið frá hruni með 125 punkta hækkun Seðlabankans

Peningastefnunefnd kom markaðsaðilum og greinendum á óvart með því að hækka vexti Seðlabankans úr 7,5 prósentum í 8,75 prósentum, sem var umfram væntingar, til að ná böndum á undirliggjandi verðbólgu sem heldur áfram að hækka samtímis því að horfur eru á enn meiri vexti í innlendri eftirspurn í ár. Þrátt fyrir að vaxtahækkunin nú upp á 125 punkta sé sú mesta í einu vetfangi frá því við fall bankanna haustið 2008 þá boðar nefndin enn frekari hækkun vaxta á næstunni.

Innherji

Hagsmunaverðir leggjast á sveif með sjóðunum

Samtök atvinnulífsins og Samtök fjármálafyrirtækja leggjast gegn áformum Bjarna Benediktssonar, fjármála- og efnahagsráðherra, um að slíta ÍL-sjóði. Að mati SFF munu útgjöld vegna sjóðsins ekki valda ríkissjóði „teljandi erfiðleikum" í framtíðinni og SA segja áform ráðherra um að slíta sjóðnum geta haft neikvæð áhrif á trúverðugleika ríkissjóðs á fjármálamarkaði.

Innherji

Gott gengi Lotus eykur virði hlutar Róberts um tugi milljarða á einu ári

Markaðsvirði samheitalyfjafyrirtækisins Lotus hefur liðlega þrefaldast frá því að fjárfestingafélagið Aztiq, aðaleigandi Alvotech og stýrt af Róberti Wessman, kom að kaupum á meirihluta í félaginu fyrir rétt rúmu einu ári og nemur nú jafnvirði yfir 400 milljörðum íslenskra króna. Hlutabréfaverð Lotus, sem er stærsta lyfjafyrirtækið á markaði í Taívan, rauk upp meira en tuttugu prósent þegar það birti árshlutauppgjör sitt um miðja síðustu viku sem sýndi yfir 40 prósenta tekjuvöxt.

Innherji

Al­vot­ech og Mar­el hald­a mark­aðn­um niðr­i en hækk­an­ir víða er­lend­is

Erfiðleikar hjá tveimur stærstu félögunum í Kauphöllinni, Alvotech og Marel, hafa vegið þungt í þeim verðlækkunum sem hafa orðið á íslenska hlutabréfamarkaðnum frá áramótum á sama tíma og flestar erlendar hlutabréfavísitölur hafa hækkað myndarlega. Á meðan Seðlabanka Íslands hefur ekki tekist að ná böndum á háum verðbólguvæntingum eru merki um hagfelldari verðbólguþróun beggja vegna Atlantshafsins. Það hefur ýtt undir væntingar um meiri slaka í peningastefnu stærstu seðlabanka heims og stuðlað að hækkun á heimsvísitölu hlutabréfa, að sögn sjóðstjóra.

Innherji

Seðla­bankinn nauð­beygður til að hækka vexti um hundrað punkta

Yfirgnæfandi meirihluti markaðsaðila býst við því að Seðlabanki Íslands hækki vexti um 100 punkta á vaxtaákvörðunarfundi bankans á morgun. Meginstefið í svörum þeirra sem tóku þátt í könnun Innherja er að Seðlabankinn sé nauðbeygður enda er langt í næstu vaxtaákvörðun, raunvextir enn neikvæðir og bankanum hefur ekki tekist að ná stjórn á verðbólguvæntingum.

Innherji

Grunn­rekstur Kviku verið á pari eða um­fram spár síðustu fjórðunga

Hagnaður af grunnrekstri Kviku banka, sem undanskilur fjárfestingastarfsemi TM, var um 40 prósentum yfir áætlunum á fyrsta fjórðungi þessa árs og nam tæplega 1.200 milljónum króna. Að sögn forstjóra félagsins hefur grunnreksturinn gengið vel, sem endurspeglast í sífellt meiri umsvifum, en nýjar upplýsingar sem bankinn hefur birt sýna að hann hefur verið í samræmi við eða umfram spár frá því í ársbyrjun 2022. 

Innherji

Bíla­leigan Blue Car með metaf­komu eftir að veltan nærri tvö­faldaðist

Hraður uppgangur ferðaþjónustunnar eftir faraldurinn, sem birtist meðal annars í skorti á bílaleigubílum síðasta sumar, skilaði sér í metafkomu einnar stærstu bílaleigu landsins sem hagnaðist um 1.700 milljónir á árinu 2022, jafn mikið og nemur uppsöfnuðum hagnaði fyrirtækisins frá stofnum fyrir meira en áratug. Mikill afkomubati hefur þýtt að Blue Car Rental hefur greitt eigendum sínum 1,8 milljarð króna í arð fyrir síðustu tvö rekstrarár. 

Innherji

Marel réttir úr kútnum við brotthvarf sjóðastýringarrisans Capital Group

Bandaríski sjóðastýringarrisinn Capital Group, sem var lengi stærsti erlendi fjárfestirinn í Marel, hefur á liðlega 20 mánuðum losað um alla hluti sína en sjóðir félagsins voru um tíma með samanlagt um 40 milljarða króna hlutabréfastöðu í íslenska fyrirtækinu. Hlutabréfaverð Marels hækkaði skarpt undir lok vikunnar vegna væntinga um að brotthvarf Capital Group úr hluthafahópnum myndi létta á stöðugu framboði bréfa til sölu í félaginu.

Innherji

Vogunar­sjóðurinn Al­gildi kominn með nærri sex prósenta hlut í Sýn

Vogunarsjóðurinn Algildi er kominn í hóp stærri hluthafa fjölmiðla- og fjarskiptafyrirtækisins Sýnar eftir að hafa byggt upp að undanförnu tæplega sex prósenta stöðu í félaginu. Hlutabréfaverð Sýnar, sem fór mest niður um liðlega 17 prósent á skömmum tíma fyrr í þessum mánuði, hefur rétt lítillega úr kútnum á síðustu dögum.

Innherji

„Ýmsar sviðs­myndir“ til skoðunar með frekari fjár­mögnun Al­vot­ech

Hlutabréfaverð Alvotech lækkaði mest um 15 prósent í viðskiptum í Kauphöllinni í dag eftir að tilgreint var að félagið væri að undirbúa að sækja sér aukið fjármagn vegna óvissu um samþykki markaðsleyfis í Bandaríkjunum fyrir sitt stærsta lyf en sú verðlækkun hafði gengið til baka að stórum hluta við lokun markaða. Félagið segist ekki geta á þessari stundu sagt til hvort ætlunin sé að leita mögulega til íslenskra fjárfesta eftir auknu fjármagni, en fjórir mánuðir eru síðan Alvotech lauk 20 milljarða hlutafjárútboði hér á landi þar sem þátttakendur voru einkum lífeyrissjóðir og hlutabréfasjóðir.

Innherji

Um­tals­vert hærr­i kostn­að­ur af greiðsl­u­miðl­un á Ís­land­i en í Nor­eg­i

Með aukinni hagræðingu í rafrænni greiðslumiðlun og auknum fjölda færslna hefur kostnaður við greiðslumiðlun fyrir samfélagið lækkað frá síðustu mælingu árið 2018. Áætlaður samfélagskostnaður (innri kostnaður) af notkun greiðslumiðla hér á landi var um 47 milljarðar króna á verðlagi þess árs eða um 1,4 prósent af af vergri landsframleiðslu. Í Noregi nam samfélagskostnaður árið 2020 um 0,8 prósent af vergri landsframleiðslu, segir í skýrslu Seðlabankans. Áætlað er að heildarkostnaður heimila vegna greiðslumiðlunar hafi numið tíu milljörðum króna árið 2021.

Innherji

Alvotech skoðar að sækja sér aukið fjármagn

Líftæknilyfjafyrirtækið Alvotech, sem bíður enn svara frá Lyfjaeftirliti Bandaríkjanna (FDA) vegna umsóknar um markaðsleyfi fyrir sitt stærsta lyf í Bandaríkjunum, er um þessar mundir að skoða möguleika á því að sækja sér aukið fjármagn í reksturinn. Félagið átti um 116 milljónir Bandaríkjadala, jafnvirði 16 milljarða íslenskra króna, í handbært fé í lok fyrsta fjórðungs en hlutabréfaverð þess hefur lækkað um 35 prósent eftir að ljóst varð um miðjan síðasta mánuð að FDA gerði enn athugasemdir við framleiðsluaðstöðu fyrirtækisins.

Innherji

Hug­búnaðar­fé­lagið Men & Mice selt til al­þjóð­legs keppi­nautar

Íslenska hugbúnaðarfyrirtækið Men & Mice, sem er að stærstum hluta óbeint í eigu lífeyrissjóða, hefur verið selt til alþjóðlega félagsins BlueCat Networks. Ekki fást upplýsingar um kaupverðið en félagið var verðmetið á um 3,5 milljarða króna um síðustu áramót og hefur virði þess margfaldast frá því að sjóður í rekstri Stefnis keypti ráðandi hlut í Men & Mice fyrir um fjórum árum.

Innherji

Del­o­itt­e og EY vilj­a sam­ein­ast

Deloitte á Íslandi og EY á Íslandi hafa átt í viðræðum um mögulegan samruna fyrirtækjanna. Sameinað fyrirtæki mun starfa undir merkjum Deloitte og vera hluti af alþjóðlegu neti þess.

Innherji

Arion fylgir á eftir Ís­lands­banka með út­gáfu upp á 300 milljónir evra

Arion banki hefur klárað útgáfu á almennum skuldabréfum til hóps alþjóðlega fjárfesta fyrir samtals 300 milljónir evra, jafnvirði um 45 milljarðar króna, en vaxtaálagið var 407 punktar. Það er lítillega lægra álag en í sambærilegri skuldabréfaútgáfu Íslandsbanka í síðustu viku en vaxtakjör bankanna eru með þeim óhagstæðustu sem þeir hafa fengið frá fjármálahruninu 2008 og endurspegla erfiðar aðstæður á alþjóðlegum fjármagnsmörkuðum.

Innherji

Rekst­ur Öl­­gerð­­ar­­inn­­ar mun þyngj­­ast á næst­­a ári og að­­stæð­­ur minn­­a á  2019

Eftir „frábæra“ afkomu Ölgerðarinnar í fyrra, sem má einkum rekja til aukinnar sölu ásamt fjárfestingu í sjálfvirknivæðingu og meiri skilvirkni í rekstri, má búast við að reksturinn verði  þyngri á næsta ári, að sögn hlutabréfagreinenda. Rekstrarumhverfi Ölgerðarinnar mun minna margt á aðstæður árið 2019 þegar vöxtur einkaneyslu var hægur eftir ferðamönnum hafði fjölgað mikið á árunum á undan. Á þeim tíma stóð rekstrarhagnaður félagsins í stað og tekjuvöxtur var óverulegur að raunvirði.

Innherji

Of seint í (frumút­boðs)rassinn gripið

Heimamarkaðurinn hefur sannað sig sem öflugur bakhjarl íslenskra vaxtarfyrirtækja og stökkpallur fyrir þau á alþjóðlega markaði. Hefur þar munað miklu um stuðning íslensku lífeyrissjóðanna og getu þeirra til að fjárfesta í hlutabréfum til langs tíma. Við þurfum að halda í þetta og gera enn betur.

Umræðan

Vextir verða tiltölulega háir út árið 2025 samkvæmt spá Arion

Greiningardeild Arion banka spáir kröftugum 5,1 prósents hagvexti í ár sem helgast einkum af mikilli fólksfjölgun og hraðari uppsveiflu ferðaþjónustunnar en gert var ráð fyrir í síðustu spá. Stýrivextir Seðlabankans eiga eftir að hækka enn meira á þessu ári vegna þrálátrar verðbólgu og þeir verða tiltölulega háir á spátímabilinu sem nær út árið 2025.

Innherji

Vísi­sjóðir með fulla vasa fjár eftir tíma­bil sem var „orðið hálf klikkað“

Íslenski vísisjóðir, sem söfnuðu metfjármunum í nýjustu sjóði sína 2021 þegar vextir voru sögulega lágir, eru enn stútfullir af fjármagni þrátt fyrir að hafa fjárfest í fyrirtækjum fyrir um þrettán milljarða króna á síðustu tveimur árum. Sjóðirnir starfa nú í gjörbreyttu umhverfi þar sem verðlagning á sprotafyrirtækjum hefur lækkað verulega og þrengt hefur að möguleikum þeirra til að afla sér fjármagns. Við erum að koma út úr tímabili sem var „orðið hálf klikkað,“ útskýrir sjóðstjóri, og eðlilega muni núna hægja á sölum á sprotafyrirtækjum.

Innherji

Öl­gerðin vildi stækka með yfir­töku á fyrir­tækjarisanum Veritas

Ölgerðin, stærsti drykkjarvöruframleiðandi landsins, var í hópi þeirra fjárfesta sem sýndu áhuga á að kaupa fyrirtækjasamstæðuna Veritas fyrr árinu. Óvissa í efnahagslífinu, einkum vegna hækkandi vaxta, þýddi hins vegar að talsverðu munaði í væntingum mögulegra kaupenda og seljenda um verðmiða á félaginu og var söluferlið því sett ótímabundið á ís.

Innherji

Verslunar­rekstur Orkunnar seldur til Heim­kaupa og Gréta María ráðin for­stjóri

Gréta María Grétarsdóttir, sem gegnt hefur starfi forstjóra Arctic Adventures í eitt og hálft ár, mun taka við sem forstjóri Heimkaupa, samkvæmt heimildum Innherja. Hennar verkefni verður að byggja upp nýtt afl á smásölumarkaði en rekstur Heimkaupa verður í breyttri mynd þar sem allar einingar sem snúa að verslunarrekstri Orkunnar verða seldar til Heimkaupa.

Innherji

Framsókn endurmarkar skattahækkanir sem millifærslur

Ágúst Bjarni Garðarsson, þingmaður Framsóknarflokksins, lagðist á sveif með Bjarkeyju Olsen Gunnarsdóttur, formanni fjárlaganefndar, og öðrum þingmönnum Vinstri grænna þegar hann kallaði eftir skattahækkunum á viðskiptabankana í Silfrinu. Bankarnir skiluðu jú methagnaði upp á samtals 20 milljarða króna á fyrstu þremur mánuðum ársins.

Klinkið

Þegar „ó­ró­lega deildin“ gerði byltingu í stærsta fjár­festinga­fé­lagi landsins

Eftir að feðgarnir Árni Oddur og Þórður Magnússon hafa farið með tögl og hagldir í Eyri Invest, kjölfestufjárfesti í Marel sem hefur löngum verið verðmætasta fyrirtækið í Kauphöllinni, allt frá stofnun um síðustu aldamót er fjárfestingafélagið nú á tímamótum með uppstokkun í stjórn og brotthvarfi Þórðar sem stjórnarformanns til meira en tuttugu ára. Umdeild fjármögnun Eyris undir lok síðasta árs þegar styrkja þurfti fjárhagsstöðuna reyndist afdrifarík og jók mjög stuðning hluthafa við sjónarmið minni fjárfesta í eigendahópnum, stundum nefndir „órólega deildin“, um að tímabært væri að gera gagngerar breytingar á starfsemi stærsta fjárfestingafélags landsins.

Innherji