Golf Tiger Woods orðinn pabbi Stjörnukylfingurinn Tiger Woods er nú orðinn pabbi í fyrsta sinn eftir að kona hans Elin fæddi litla stúlku í nótt. Woods náði fæðingunni skömmu eftir að hann lauk keppni í öðru sæti á opna bandaríska meistaramótinu og hefur lýst því yfir að fæðingin kunni að hafa áhrif á þáttöku sína í næstu mótum. Hann á næst að keppa á Buick Open í Michigan þann 28. júní. Golf 19.6.2007 10:45 Cabrera: „Ég trúi þessu ekki.“ Angel Cabrera, nýkrýndur sigurvegari Opna Bandaríska Meistaramótsins í golfi, á erfitt með að átta sig á því að hann hafi virkilega sigrað á mótinu. „Mér líður frábærlega, þetta er frábær stund fyrir mig. Ég trúi þessu ekki,“ sagði Cabrera. Golf 18.6.2007 14:18 Endaði á fjórum yfir pari Birgir Leifur Hafþórsson fær um 450 þúsund krónur í verðlaunafé á Saint-Omer mótinu í Frakklandi sem lauk í gær. Birgir lék hringina fjóra á fjórum höggum yfir pari, þann síðasta í gær einn yfir pari vallarsins. Birgir lauk keppni í 26. sæti á mótinu og vann sig upp um tvö sæti á peningalista mótaraðarinnar. Golf 18.6.2007 02:30 Cabrera vann á U.S. Open Angel Cabrera sigraði í kvöld Opna Bandaríska Meistaramótið. Cabrera lék síðasta hringinn á 69 höggum, og lék því alla fjóra hringina á 285 höggum, eða fimm yfir pari. Tiger Woods og Jim Furyk enduðu í 2-3 sæti með sex yfir pari. Þetta er í fyrsta sinn sem að Cabrera sigrar stórmót. Golf 17.6.2007 23:34 Angel Cabrera með yfirhöndina á US Open Angel Cabrera er nú með bestan árangur á Opna Bandaríska Meistaramótinu en hann er búinn með 15 holur og er á þremur undir pari. Hann var með bestan árangur eftir tvo hringi en missteig sig í gær og fór hringinn á sex yfir pari. Golf 17.6.2007 22:05 Tiger Woods: „Reynslan mun nýtast mér.“ Tiger Woods er sannfærður um að reynslan muni nýtast honum þegar hann leikur lokahring sinn í dag á Opna Bandaríska Meistaramótinu. Woods er tveimur höggum á eftir Aaron Baddeley, sem er með bestu stöðuna eftir þrjá hringi. Golf 17.6.2007 16:32 Aaron Baddeley efstur eftir 3 hringi Ástralinn Aaron Baddeley hefur staðið sig best á Opna Bandaríska Meistaramótinu. Eftir þrjá hringi hefur hann spilað á 212 höggum, eða 2 yfir pari. Tiger Woods átti góðan hring og spilaði á 1 undir pari og komst í annað sætið, með samtals 4 yfir pari. Golf 17.6.2007 14:15 Frábær endasprettur hjá Birgi - lék á 72 höggum Birgir Leifur Hafþórsson, atvinnukylfingur úr GKG, byrjaði ill á lokahringnum á Open de Saint-Omer mótinu í Frakklandi í dag, en sýndi mikinn styrk með því að snúa því við þegar leið á hringinn. Hann fékk fjóra skolla á fyrstu fimm holunum. Golf 17.6.2007 14:05 Þremur yfir pari í Frakklandi Atvinnukylfingurinn Birgir Leifur Hafþórsson lék þriðja hringinn á Saint-Omer mótinu í Frakklandi í gær á einu höggi yfir pari. Hann er því samtals á þremur yfir pari fyrir lokahringinn sem leikinn verður í dag. Birgir er í 32-40 sæti. Golf 17.6.2007 00:15 Óánægja með flatirnar á Opna Bandaríska Meistaramótinu Mikil óánægja hefur verið með flatirnar á Opna Bandaríska Meistaramótinu. Lylfingarnir hafa kvartað sáran yfir því að par vallarins sé 70, en meðalskor kylfinganna er 77 högg. Golf 16.6.2007 16:50 Birgir lauk þriðja hring á einum yfir pari Birgir Leifur Hafþórsson hefur lokið þriðja hring á Open De Saint-Omer mótinu í Frakklandi en hann er á einu höggi yfir pari. Birgir fékk skolla á 10. holu en svo komu sex pör í röð, fugl og svo par á 18. og síðustu holunni. Golf 16.6.2007 15:15 Birgir á höggi undir pari í Frakklandi Birgir Leifur Hafþórsson, atvinnukylfingur úr GKG, lék fyrsta hringinn á Open de Saint-Omer mótinu í Lumbres í Frakklandi í dag á 70 höggum, eða einu höggi undir pari. Hann er sem stendur í 27.-44. sæti. Birgir Leifur fékk þrjá fugla á hringum í dag (1., 10. og 16. holu) og tvo skolla (á 2. og 18. holu). Fresta varð leik um tíma í dag vegna þrumveðurs sem gekk yfir völlinn. Golf 14.6.2007 19:29 Birgir Leifur á pari í Frakklandi Birgir Leifur Hafþórsson, atvinnukylfingur úr GKG, hefur leikið fyrstu 12 holurnar á fyrsta hring á Open de Saint-Omer mótinu, sem hófst í Lumbres í Frakklandi í morgun, á pari. Hann hefur fengið 2 fugla og tvo skolla, en hinar holurnar lék hann á pari. Hann er sem stendur í 47. sæti. Golf 14.6.2007 16:17 Olazabal byrjar vel á opna bandaríska Keppni er hafin á Opna bandaríska Meistaramótinu á Oakmont vellinum í Pennsylvaniu fylki í Bandaríkjunum. 156 bestu kylfinga heims taka þátt í mótinu. Tiger Woods hóf leik með því að fá skolla á fyrstu holu, síðan kom fugl og par. Hann er því á pari eftir þrjár holur. Golf 14.6.2007 16:13 John og Sherry Daly benda hvort á annað Sherry Daly hefur svarað ásökunum eiginmanns síns, John Daly, um að hún hafi reynt að stinga hann með steikarhníf. Sherry segir að John hafi klórað sig sjálfan í andliti til að reyna að fela þá staðreynd að hann hafi verið ofurölvi á fimmtudagskvöld og misst stjórn á skapi sínu. Golf 12.6.2007 15:37 Frábær lokahringur hjá Birgi Leifi Birgir Leifur Hafþórsson, atvinnukylfingur úr GKG, lék lokahringinn á Opna austurríska mótinu í Vínarborg í dag á 67 höggum, eða 4 höggum undir pari. Hann er sem stendur í 18. sæti á samtals 8 höggum undir pari. Golf 10.6.2007 16:47 Daly með áverka eftir konu sína Kylfingurinn skrautlegi John Daly spilaði annan hringinn á Memphis mótinu á PGA með skrámur í andliti eftir illdeilur við konu sína. Hann hringdi í lögreglu klukkan 6 að morgni að staðartíma og hélt því fram að konan hefði ráðist að sér með steikarhníf. Hann lét þessa uppákomu ekki á sig fá og hélt áfram að leika í mótinu eins og ekkert hefði í skorist. Þar er Ástralinn Adam Scott í forystu á sjö höggum undir pari. Golf 9.6.2007 13:35 Besti hringurinn hjá Birgi til þessa Birgir Leifur Hafþórsson átti ljómandi góðan hring á Opna austurríska mótinu í Vínarborg í dag en hann hóf keppni í morgun og lék þriðja hringinn á 68 höggum. Birgir er því á fjórum höggum undir pari að loknum þremur keppnisdögum. Hann lék fyrsta hringinn í mótinu á einu höggi undir pari og annan hringinn fór hann á pari. Golf 9.6.2007 13:29 Birgir Leifur komst áfram í Austurríki Birgir Leifur Hafþórsson úr GKG lék annan hringinn á Opna austurríska mótinu í dag á 71 höggi, eða pari vallar. Hann er því samtals á 141 höggi, eða einu höggi undir pari eftir 36 holur. Hann er í 45.-59. sæti sem stendur og öruggur í gegnum niðurskurðinn. Íslenski kylfingurinn fékk 3 fugla á hringnum í dag, 12 pör og 3 skolla. Golf 8.6.2007 17:20 Birgir Leifur í 44. sæti eftir fyrsta hring Atvinnukylfingurinn Birgir Leifur Hafþórsson úr GKG lék fyrsta hringinn á Opna BA CA mótinu í Austurríki á 70 höggum eða einu höggi undir pari. Mótið er haldið í Vínarborg og er liður í Evrópumótaröðinni. Birgir er því í 44. sæti á mótinu en það er enski kylfingurinn Graeme Storm sem er í fyrsta sætinu eftir að hann lék fyrsta hringinn á 63 höggum eða 8 undir pari. Golf 7.6.2007 18:43 16 kylfingar hafa farið holu í höggi í ár Þótt ekki sé langt liðið á golfvertíðina 2007 eru þegar komnar til skrifstofu GSÍ 16 tilkynningar um holu í höggi. Einhverjir fleiri en þeir sem eru á listanum hér fyrir neðan hafa náð draumahögginu í ár, en ekki tilkynnt það á réttu eyðublaði til GSÍ. Á meðan að svo er, þá er afrekið ekki viðurkennt af Einherjaklúbbnum. Golf 5.6.2007 10:25 Sigurpáll og Nína sigruðu á Koprunni - þriðji hringurinn blásinn af Sigurpáll Geir Sveinsson og Nína Björk Geirsdóttir, bæði úr GKj, sigruðu á Kaupþingsmótinu á Korpunni í dag. Fyrirhugað var að leika þrjá hringi í mótinu, en vegna verðurs ákvað mótstjórn að blása þriðja hringinn af og því voru 36 holur látnar gilda. Golf 3.6.2007 16:02 Alfreð, Ottó og Sigmundur deila efsta sæti Alfreð Brynjar Kristinsson úr GR og þeir Ottó Sigurðsson og Sigmundur Einar Másson úr GKG deila efsta sæti eftir fyrsta hring af þremur á 2. stigamótinu á Kaupþings mótaröðinni sem fram fer á Korpúlfsstaðavelli. Þeir léku allir á 74 höggum, eða 2 höggum yfir pari. Mjög hvasst var í dag og þá gekk á með skúrum fyrir hádegi. Golf 2.6.2007 18:29 Birgir Leifur úr leik Birgir Leifur komst ekki í gegnum niðurskurðinn á Opna velska Meistaramótinu í dag. Hann náði sér ekki strik og endaði á átta höggum yfir pari. Hann lauk hringnum á 73 höggum. Golf 1.6.2007 19:12 Birgir Leifur á einu höggi yfir pari Birgir Leifur hefur lokið 9 holum af 18 á öðrum keppnisdegi á Opna velska Meistaramótinu í dag. Hann fór þessar 9 holur á einu höggi yfir pari og því samtals á 5 höggum yfir pari. Golf 1.6.2007 15:57 Birgir Leifur ósáttur við fyrsta hringinn Birgir Leifur Hafþórsson var ekki sáttur við spilamennsku sína á fyrsta hringnum á opna velska mótinu í dag þar sem hann lauk leik á 73 höggum eða fjórum yfir pari. Í samtali við Kylfing.is sagði Birgir að hann hefði verið að missa of mörg stutt pútt og það hefði kostað sig dýrt. Golf 31.5.2007 18:08 Birgir Leifur á fjórum höggum yfir pari Birgir Leifur lauk fyrsta degi sínum á opna welska meistaramótinu á fjórum höggum yfir pari en mótið fer fram á The Celtic Manor vellinum. Birgir Leifur fékk 5 skolla og einn fugl. Golf 31.5.2007 15:33 Anders Hansen sigraði á BMW mótinu Englendingurinn Justin Rose og Daninn Anders Hansen urðu efstir og jafnir á BMW PGA meistaramótinu sem fram fór um helgina á Wentworth-vellinum í Surrey á Englandi. Þeir Rose og Hansen léku hringina fjóra á 8 höggum undir pari, einu höggi færra en Vijay Singh og Richard Sterne sem deildu 3.-4. sæti. Golf 27.5.2007 18:49 Stefán Már og Sigmundur í hópi efstu manna í Austurríki Stefán Már Stefánsson, kylfingur úr GR, lék frábærlega á Opna austurríska áhugamannamótinu í golfi í dag en hann lék hringinn á 68 höggum, fjórum höggum undir pari. Eftir því sem fram kemur á vefnum kylfingur.is er Stefán á einu höggi undir pari líkt og Sigmundur Einar Másson úr GKG sem á titil að verja á mótinu. Golf 25.5.2007 13:21 Sigurpáll lék vel í Lundi Sigurpáll Geir Sveinsson, kyflingur úr Kili, spilaði lokahringinn á Gambro-mótinu í Lundi í Svíþjóð á 67 höggum, eða þremur höggum undir pari. Lék hann hringina þrjá á 210 höggum eða pari og hafnaði í 12. sæti og fékk 73 þúsund krónur í verðlaunafé. Golf 18.5.2007 15:40 « ‹ 168 169 170 171 172 173 174 175 176 … 177 ›
Tiger Woods orðinn pabbi Stjörnukylfingurinn Tiger Woods er nú orðinn pabbi í fyrsta sinn eftir að kona hans Elin fæddi litla stúlku í nótt. Woods náði fæðingunni skömmu eftir að hann lauk keppni í öðru sæti á opna bandaríska meistaramótinu og hefur lýst því yfir að fæðingin kunni að hafa áhrif á þáttöku sína í næstu mótum. Hann á næst að keppa á Buick Open í Michigan þann 28. júní. Golf 19.6.2007 10:45
Cabrera: „Ég trúi þessu ekki.“ Angel Cabrera, nýkrýndur sigurvegari Opna Bandaríska Meistaramótsins í golfi, á erfitt með að átta sig á því að hann hafi virkilega sigrað á mótinu. „Mér líður frábærlega, þetta er frábær stund fyrir mig. Ég trúi þessu ekki,“ sagði Cabrera. Golf 18.6.2007 14:18
Endaði á fjórum yfir pari Birgir Leifur Hafþórsson fær um 450 þúsund krónur í verðlaunafé á Saint-Omer mótinu í Frakklandi sem lauk í gær. Birgir lék hringina fjóra á fjórum höggum yfir pari, þann síðasta í gær einn yfir pari vallarsins. Birgir lauk keppni í 26. sæti á mótinu og vann sig upp um tvö sæti á peningalista mótaraðarinnar. Golf 18.6.2007 02:30
Cabrera vann á U.S. Open Angel Cabrera sigraði í kvöld Opna Bandaríska Meistaramótið. Cabrera lék síðasta hringinn á 69 höggum, og lék því alla fjóra hringina á 285 höggum, eða fimm yfir pari. Tiger Woods og Jim Furyk enduðu í 2-3 sæti með sex yfir pari. Þetta er í fyrsta sinn sem að Cabrera sigrar stórmót. Golf 17.6.2007 23:34
Angel Cabrera með yfirhöndina á US Open Angel Cabrera er nú með bestan árangur á Opna Bandaríska Meistaramótinu en hann er búinn með 15 holur og er á þremur undir pari. Hann var með bestan árangur eftir tvo hringi en missteig sig í gær og fór hringinn á sex yfir pari. Golf 17.6.2007 22:05
Tiger Woods: „Reynslan mun nýtast mér.“ Tiger Woods er sannfærður um að reynslan muni nýtast honum þegar hann leikur lokahring sinn í dag á Opna Bandaríska Meistaramótinu. Woods er tveimur höggum á eftir Aaron Baddeley, sem er með bestu stöðuna eftir þrjá hringi. Golf 17.6.2007 16:32
Aaron Baddeley efstur eftir 3 hringi Ástralinn Aaron Baddeley hefur staðið sig best á Opna Bandaríska Meistaramótinu. Eftir þrjá hringi hefur hann spilað á 212 höggum, eða 2 yfir pari. Tiger Woods átti góðan hring og spilaði á 1 undir pari og komst í annað sætið, með samtals 4 yfir pari. Golf 17.6.2007 14:15
Frábær endasprettur hjá Birgi - lék á 72 höggum Birgir Leifur Hafþórsson, atvinnukylfingur úr GKG, byrjaði ill á lokahringnum á Open de Saint-Omer mótinu í Frakklandi í dag, en sýndi mikinn styrk með því að snúa því við þegar leið á hringinn. Hann fékk fjóra skolla á fyrstu fimm holunum. Golf 17.6.2007 14:05
Þremur yfir pari í Frakklandi Atvinnukylfingurinn Birgir Leifur Hafþórsson lék þriðja hringinn á Saint-Omer mótinu í Frakklandi í gær á einu höggi yfir pari. Hann er því samtals á þremur yfir pari fyrir lokahringinn sem leikinn verður í dag. Birgir er í 32-40 sæti. Golf 17.6.2007 00:15
Óánægja með flatirnar á Opna Bandaríska Meistaramótinu Mikil óánægja hefur verið með flatirnar á Opna Bandaríska Meistaramótinu. Lylfingarnir hafa kvartað sáran yfir því að par vallarins sé 70, en meðalskor kylfinganna er 77 högg. Golf 16.6.2007 16:50
Birgir lauk þriðja hring á einum yfir pari Birgir Leifur Hafþórsson hefur lokið þriðja hring á Open De Saint-Omer mótinu í Frakklandi en hann er á einu höggi yfir pari. Birgir fékk skolla á 10. holu en svo komu sex pör í röð, fugl og svo par á 18. og síðustu holunni. Golf 16.6.2007 15:15
Birgir á höggi undir pari í Frakklandi Birgir Leifur Hafþórsson, atvinnukylfingur úr GKG, lék fyrsta hringinn á Open de Saint-Omer mótinu í Lumbres í Frakklandi í dag á 70 höggum, eða einu höggi undir pari. Hann er sem stendur í 27.-44. sæti. Birgir Leifur fékk þrjá fugla á hringum í dag (1., 10. og 16. holu) og tvo skolla (á 2. og 18. holu). Fresta varð leik um tíma í dag vegna þrumveðurs sem gekk yfir völlinn. Golf 14.6.2007 19:29
Birgir Leifur á pari í Frakklandi Birgir Leifur Hafþórsson, atvinnukylfingur úr GKG, hefur leikið fyrstu 12 holurnar á fyrsta hring á Open de Saint-Omer mótinu, sem hófst í Lumbres í Frakklandi í morgun, á pari. Hann hefur fengið 2 fugla og tvo skolla, en hinar holurnar lék hann á pari. Hann er sem stendur í 47. sæti. Golf 14.6.2007 16:17
Olazabal byrjar vel á opna bandaríska Keppni er hafin á Opna bandaríska Meistaramótinu á Oakmont vellinum í Pennsylvaniu fylki í Bandaríkjunum. 156 bestu kylfinga heims taka þátt í mótinu. Tiger Woods hóf leik með því að fá skolla á fyrstu holu, síðan kom fugl og par. Hann er því á pari eftir þrjár holur. Golf 14.6.2007 16:13
John og Sherry Daly benda hvort á annað Sherry Daly hefur svarað ásökunum eiginmanns síns, John Daly, um að hún hafi reynt að stinga hann með steikarhníf. Sherry segir að John hafi klórað sig sjálfan í andliti til að reyna að fela þá staðreynd að hann hafi verið ofurölvi á fimmtudagskvöld og misst stjórn á skapi sínu. Golf 12.6.2007 15:37
Frábær lokahringur hjá Birgi Leifi Birgir Leifur Hafþórsson, atvinnukylfingur úr GKG, lék lokahringinn á Opna austurríska mótinu í Vínarborg í dag á 67 höggum, eða 4 höggum undir pari. Hann er sem stendur í 18. sæti á samtals 8 höggum undir pari. Golf 10.6.2007 16:47
Daly með áverka eftir konu sína Kylfingurinn skrautlegi John Daly spilaði annan hringinn á Memphis mótinu á PGA með skrámur í andliti eftir illdeilur við konu sína. Hann hringdi í lögreglu klukkan 6 að morgni að staðartíma og hélt því fram að konan hefði ráðist að sér með steikarhníf. Hann lét þessa uppákomu ekki á sig fá og hélt áfram að leika í mótinu eins og ekkert hefði í skorist. Þar er Ástralinn Adam Scott í forystu á sjö höggum undir pari. Golf 9.6.2007 13:35
Besti hringurinn hjá Birgi til þessa Birgir Leifur Hafþórsson átti ljómandi góðan hring á Opna austurríska mótinu í Vínarborg í dag en hann hóf keppni í morgun og lék þriðja hringinn á 68 höggum. Birgir er því á fjórum höggum undir pari að loknum þremur keppnisdögum. Hann lék fyrsta hringinn í mótinu á einu höggi undir pari og annan hringinn fór hann á pari. Golf 9.6.2007 13:29
Birgir Leifur komst áfram í Austurríki Birgir Leifur Hafþórsson úr GKG lék annan hringinn á Opna austurríska mótinu í dag á 71 höggi, eða pari vallar. Hann er því samtals á 141 höggi, eða einu höggi undir pari eftir 36 holur. Hann er í 45.-59. sæti sem stendur og öruggur í gegnum niðurskurðinn. Íslenski kylfingurinn fékk 3 fugla á hringnum í dag, 12 pör og 3 skolla. Golf 8.6.2007 17:20
Birgir Leifur í 44. sæti eftir fyrsta hring Atvinnukylfingurinn Birgir Leifur Hafþórsson úr GKG lék fyrsta hringinn á Opna BA CA mótinu í Austurríki á 70 höggum eða einu höggi undir pari. Mótið er haldið í Vínarborg og er liður í Evrópumótaröðinni. Birgir er því í 44. sæti á mótinu en það er enski kylfingurinn Graeme Storm sem er í fyrsta sætinu eftir að hann lék fyrsta hringinn á 63 höggum eða 8 undir pari. Golf 7.6.2007 18:43
16 kylfingar hafa farið holu í höggi í ár Þótt ekki sé langt liðið á golfvertíðina 2007 eru þegar komnar til skrifstofu GSÍ 16 tilkynningar um holu í höggi. Einhverjir fleiri en þeir sem eru á listanum hér fyrir neðan hafa náð draumahögginu í ár, en ekki tilkynnt það á réttu eyðublaði til GSÍ. Á meðan að svo er, þá er afrekið ekki viðurkennt af Einherjaklúbbnum. Golf 5.6.2007 10:25
Sigurpáll og Nína sigruðu á Koprunni - þriðji hringurinn blásinn af Sigurpáll Geir Sveinsson og Nína Björk Geirsdóttir, bæði úr GKj, sigruðu á Kaupþingsmótinu á Korpunni í dag. Fyrirhugað var að leika þrjá hringi í mótinu, en vegna verðurs ákvað mótstjórn að blása þriðja hringinn af og því voru 36 holur látnar gilda. Golf 3.6.2007 16:02
Alfreð, Ottó og Sigmundur deila efsta sæti Alfreð Brynjar Kristinsson úr GR og þeir Ottó Sigurðsson og Sigmundur Einar Másson úr GKG deila efsta sæti eftir fyrsta hring af þremur á 2. stigamótinu á Kaupþings mótaröðinni sem fram fer á Korpúlfsstaðavelli. Þeir léku allir á 74 höggum, eða 2 höggum yfir pari. Mjög hvasst var í dag og þá gekk á með skúrum fyrir hádegi. Golf 2.6.2007 18:29
Birgir Leifur úr leik Birgir Leifur komst ekki í gegnum niðurskurðinn á Opna velska Meistaramótinu í dag. Hann náði sér ekki strik og endaði á átta höggum yfir pari. Hann lauk hringnum á 73 höggum. Golf 1.6.2007 19:12
Birgir Leifur á einu höggi yfir pari Birgir Leifur hefur lokið 9 holum af 18 á öðrum keppnisdegi á Opna velska Meistaramótinu í dag. Hann fór þessar 9 holur á einu höggi yfir pari og því samtals á 5 höggum yfir pari. Golf 1.6.2007 15:57
Birgir Leifur ósáttur við fyrsta hringinn Birgir Leifur Hafþórsson var ekki sáttur við spilamennsku sína á fyrsta hringnum á opna velska mótinu í dag þar sem hann lauk leik á 73 höggum eða fjórum yfir pari. Í samtali við Kylfing.is sagði Birgir að hann hefði verið að missa of mörg stutt pútt og það hefði kostað sig dýrt. Golf 31.5.2007 18:08
Birgir Leifur á fjórum höggum yfir pari Birgir Leifur lauk fyrsta degi sínum á opna welska meistaramótinu á fjórum höggum yfir pari en mótið fer fram á The Celtic Manor vellinum. Birgir Leifur fékk 5 skolla og einn fugl. Golf 31.5.2007 15:33
Anders Hansen sigraði á BMW mótinu Englendingurinn Justin Rose og Daninn Anders Hansen urðu efstir og jafnir á BMW PGA meistaramótinu sem fram fór um helgina á Wentworth-vellinum í Surrey á Englandi. Þeir Rose og Hansen léku hringina fjóra á 8 höggum undir pari, einu höggi færra en Vijay Singh og Richard Sterne sem deildu 3.-4. sæti. Golf 27.5.2007 18:49
Stefán Már og Sigmundur í hópi efstu manna í Austurríki Stefán Már Stefánsson, kylfingur úr GR, lék frábærlega á Opna austurríska áhugamannamótinu í golfi í dag en hann lék hringinn á 68 höggum, fjórum höggum undir pari. Eftir því sem fram kemur á vefnum kylfingur.is er Stefán á einu höggi undir pari líkt og Sigmundur Einar Másson úr GKG sem á titil að verja á mótinu. Golf 25.5.2007 13:21
Sigurpáll lék vel í Lundi Sigurpáll Geir Sveinsson, kyflingur úr Kili, spilaði lokahringinn á Gambro-mótinu í Lundi í Svíþjóð á 67 höggum, eða þremur höggum undir pari. Lék hann hringina þrjá á 210 höggum eða pari og hafnaði í 12. sæti og fékk 73 þúsund krónur í verðlaunafé. Golf 18.5.2007 15:40